Freyr - 01.09.1999, Side 28
Lambakjöt
Framleiðslukerfi, samsetning,
bragðgæði og viðhorf neytenda
(Evrópuverkefni um lambakjöt. Fair CT96 1768 OVAX)
Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, Matvælarannsóknir
Keldnaholti og Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins eru þátttak-
endur í stóru verkefni um áhrif
framleiðslukerfa á bragðgæði,
samsetningu og viðhorf neytenda
til gæða lambakjöts í sex Evrópu-
löndum. Auk þeirra hafa tvö sauð-
ijárbú og tvö sauðfjársláturhús
komið að verkefninu. 4. ramma-
áæltun Evrópusambandsins, Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins og
Landssamtök sauðíjárbænda hafa
styrkt verkefnið. Mikill ávinningur
er af þátttöku íslendinga íverkefn-
inu Samstarf er við fremstu vís-
indamenn Evrópu í rannsóknum á
lambakjöti.
Eiginleikar íslensks lambakjöts
eru rannsakaðir í samanburði við
lambakjöt frá öðrum svæðum í
Evrópu og kostir þess og gallar
dregnir fram. Viðhorf neytenda á
íslandi til lambakjöts frá sex
Evrópulöndum rannsökuð sem og
viðhorf neytenda í sex Evrópulönd-
um til íslensks lambakjöts. Þá verða
hugsanlega þróaðar aðferðir til að
rekja uppruna lambakjöts. Þannig
aflast ný þekking sem nýtist við
stefnumótun og til að leggja áhersl-
ur í ræktunastarfi, kennslu og rann-
sóknum í sauðíjárrækt, þ.m.t. í um-
ræðunni um innflutning bæði á
kjöti og nýjum stofnum.
Verkefnið tekur á mismunandi
aðferðum við framleiðslu á lamba-
kjöti út frá svæðisbundnum aðstæð-
um í Evrópu. Það á einnig við um
viðhorf neytenda á þessum svæðum
til mismunandi lambakjöts. Loks er
það um hollustu og næringargildi.
Það er um tengingu ífamleiðenda
eftir
Guðjón
Þorkelsson,
Þyrí Valdi-
marsdóttur,
og
Stefán Sch.
Thorsteinsson
Rannsókna-
stofnun
landbún-
aðarins
við markaðinn. Notaðar eru ýmsar
mæliaðferðir og mælingar til að
skýra út áhrif framleiðsluaðferða á
viðhorf neytenda. Því er bæði um
grunnrannsóknir og hagnýtar rann-
sóknir að ræða.
Verkefnið hófst árið 1997 og því
lýkur fonnlega árið 2000. Rann-
sóknastofnanir í sex Evrópulönd-
um; Englandi, Spáni, Frakklandi,
Grikklandi, Ítalíu og íslandi eru
þátttakendur. Það skiptist í tvo
hluta. I fyrri hlutanum eru bomar
saman hefðbundnar framleiðslu-
aðferðir, samsetning, bragðgæði
og viðhorf neytenda. í seinni hlut-
anum er reynt að hafa áhrif á eigin-
leika kjötsins með breytingum á
fóðrun og/eða aldri við slátrun til
að nálgast viðhorf neytenda i öðr-
um löndum til að auðvelda við-
skipti með kjöt á milli Evrópu-
landa.
Framleiðslukerfi
Með framleiðslukerfi er átt við
sauðfjárkyn, afurðir, fóðurmeð-
ferð, kynferði lamba og aldur við
slátmn. Afurðir sauðfjár era kjöt,
innmatur, ull, gærur og mjólk.
Hefðir og aðstæður á hverjum stað
ráða því á hvaða afurðir er lögð
mest áhersla. Skráð sauðfjárkyn í
heiminum era um 800. í aldanna
rás hafa þau þróast og aðlagast
hvers konar loftslagi, landslagi og
fóðurmeðferð. Með kynbótum
hafa svo verið ræktuð kyn þar sem
lögð hefur verið áhersla á ákveðn-
ar afurðir, frjósemi og fleiri eigin-
leika. Oft er sauðfjárrækt á svæð-
um þar sem erfítt er að stunda ann-
an landbúnað vegna kulda, hita,
þurrka, ófrjósemi jarðvegs aða
annarra aðstæðna. Hún er oft und-
irstaða atvinnu og menningar við-
komandi svæða.
Astæður til sauðfjárræktar í
Evrópu eru mjög fjölbreyttar.
Loftslag, landslag og frjósemi jarð-
vegs hafa ráðið því hvemig staðið
er að framleiðslunni á hverju svæði.
Við Miðjarðarhafið er mikil
áhersla lögð á mjólkurframleiðslu.
Kjöt og ull era aukafurðir. Lömb-
unum er oft slátrað 5-12 vikna
gömlum. Oft fá þau eingöngu
mjólk en stundum einnig annað
fóður. Þrenns konar hefðbundin
framleiðslukerfi eru í Suður-
Evrópu. þ.e. hjarðmennska þar sem
smali fýlgir fénu á milli beitar-
svæða, beit út frá bæjum og loks
sumarbeit á hálendi og vetrarfóðr-
un/beit á láglendi.
I Mið- og Norður-Evrópu er
áherslan lögð á kjöt. Ull og mjólk
era aukafurðir. Stofnamir era stórir
og meðalstórir og flestir þeirra hafa
góða eiginleika til kjötsöfnunar.
28 - FREYR 10/99