Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1999, Qupperneq 29

Freyr - 01.09.1999, Qupperneq 29
1. mynd. Framleiðsla og neysla á kindakjöti í nokkrum Evrópulöndum árið 1997, tonn/ári. Lömbunum er slátrað 4- 12 mánaða gömlum og skrokkar þeirra eru meðalþungir og þungir. Beit á graslendi og úthaga er algengasta fóðurmeðferðin. Þó eru lömbin oft bötuð á káli og kjamfóðri eftir að- stæðum á hverjum stað. Aðstæður til sauðfjáræktar á ís- landi em sérstakar. íslenska sauð- fjárkynið hefur að mestu verið ein- angrað í 1000 ár og er talið frekar framstætt miðað við mörg önnur kyn. Það gæti haft eiginleika sem ræktaðar hafa verið úr öðram stofn- um. Kjarngóður úthagi og hey minnka þörfína fyrir kjamfóður og fjölbreytni beitargróðurs er mikil. Lömbin vaxa hratt og þeim er slátr- að tiltölulega ungum. Framleiðsla, innflutningur og neysla á lambakjöti í Evrópu SauðQárræktin hefur á siðustu áratugum og öldum þróast úr sjálfs- þurfarbúskap í framleiðslubúskap. Þar til á síðustu áratugum var stefnt að aukinni framleiðslu vegna fólks- fjölgunar og aukins þéttbýlis. Áherslan á kindakjöt fór eftir svæð- um. Sum staðar, eins og í Dan- mörku og á Ítalíu, var hún nánast engin en mikil í Bretlandi og Frakklandi. Sumar þjóðir vora | sjálfúm sér nógar um kindakjöt en aðrar, t.d Bretar og Frakkar, fluttu inn mikið magn frá öðram löndum. Viðskipti með kindakjöt á milli Evrópulanda eru töluverð. Enn er flutt inn mikið magn frá Nýja-Sjá- landi. Framleiðsla og neysla á kindakjöti eftir Evrópulöndum í tonnum á ári er sýnd á 1. mynd. Mikilvægi sauðfjárræktar og við- skipta með kindakjöt í mismimandi löndum Evrópu sést betur ef neyslan er reiknuð á hvem íbúa. (2. mynd). Neysla á kindakjöti er alls staðar frekar lítil nema í Frakklandi, Noregi, Bretlandi, Spáni og írlandi. Og í Grikklandi og íslandi er neyslan mjög mikil þrátt fyrir samdrátt síð- ustu áratugina. Neysla íbúa í heilu landi segir þó ekki alla söguna. Flún er oft meiri á ákveðnum svæðum, t.d. Wales, Aragon á Spáni, fjöllum Norður-Italíu og Auveme í Frakklandi en þessi svæði leggja til lömb og kjöt til verkefnisins. Neysla á kindakjöti hefúr algjör- lega verið staðbundin á Spáni, Grikk- landi, Italíu og íslandi. í Frakklandi og Englandi hefúr kjöt frá öðrum löndum hins vegar einnig verið áberandi. Hefðir og vani ráða mjög miklu um viðhorf neytenda til matvæla. Þeir hafa því smekk fyrir því kjöti sem þeir era aldir upp á. Spumingin er hins vegar hvaða smekk þeir hafa fyrir öðru kjöti og hvaða áhrif hafa framleiðslukerfi á þann smekk? Hvemig má skýra mis- mun á ffamleiðslukerfúm? Þessar spumingar skipta máli þegar hvatt er til viðskipta á milli landa með kjöt og innflutningsvemd minnkar eða hverf- ur. Hvemig era eiginleikar annars konar kindakjöts og hver er smekkur neytenda fyrir þessum eiginleikum? Hvemig á að bregðast við ef neyt- endum líkarjafnvel eða betur við kjöt frá öðram svæðum í Evrópu eða frá öðram heimsálfúm? Hvaða áhrif hafa aukin sam- skipti, ferðalög, nám og vinna er- lendis á smekk neytenda? Um þetta snýst svokallað Evr- ópuverkefni um lambakjöt. Gerðir lambakjöts í verkefninu Hver þátttakandi lagði til íjórar gerðir lambakjöts. í fyrri hlutanum vora hefðbundnar gerðir sem era 2. mynd. Neysla á kindakjöti í nokkrum Evrópulöndum árið 1997, (kg/mann/- ári). FREYR 10/99 - 29

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.