Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1999, Qupperneq 38

Freyr - 01.09.1999, Qupperneq 38
þekkja. Þetta lýsir sér í því að ai- gengast er að saman fari mjög hag- stætt vöðvamat og óhagstætt fitu- mat eða öfugt hjá einstökum af- kvæmahópum. Þess vegna verða þeir hrútar sem sameina bæði gott vöðva- og fitumat miklir gullmolar í ræktunarstarfmu. Ákveðið var að gera tilraun til að fá samræmdan einkunnaútreikning vegna kynbótamatsins, með því að taka upplýsingarnar um það úr skýrsluhaldinu frá haustinu 1998 til sérstakrar úrvinnslu. Til þess að ná sem mestu að gögnum var hins vegar ekki mögulegt að fara í þá úr- vinnslu fyrr en íyrstu daga septem- ber. Þess vegna hefur enginn tími verið til að yfírfara að neinu leyti þær niðurstöður sem hér eru kynnt- ar og verður því að hafa allan fyr- irvara á gagnvart hugsanlegum vill- um í gögnum sem ekki hefur náðst að leiðrétta á réttan hátt áður en til úrvinnslu kom. Til úrvinnslu komu upplýsingar um kjötmat tæplega 215 þúsund dilka frá haustinu 1998. Þá höfðu verið felld úr gagnasafni öll lömb sem höfðu skráningu sem gaf til kynna að eitthvað afbrigðilegt væri um viðkomandi lamb. Greining var gerð eftir svonefndu einstaklingslíkani og notað tvi- breytulíkan. Þ.e.a.s. að þegar kyn- bótamat er gert fyrir annan þátt kjötmatsins eru einnig nýttar upp- J lýsingar um hinn þáttinn í matinu á i grundvelli þess sem þekkt er um erfðasamband þáttanna tveggja. Greiningin er gerð innan búa, þannig að áhrifum vegna mismunar í meðferð fjár á milli búa á að vera eytt. Um leið ættu að hverfa að mestu áhrif vegna hugsanlegs munar í framkvæmd matsins eftir sláturhúsum vegna þess að lömbum frá flestum búum er slátrað í sama sláturhúsi. Leiðrétting er auk þess gerð með tilliti til fallþunga lambsins, en eins og áður segir hafði komið í ljós að það er langsamlega mikilvægasti skýringarþáttur á mun í mati larnb- anna. Rétt er samt um leið að gera sér fulla grein fyrir að mögulegt er að í einstaka tilfellum skapi slíkar leiðréttingar skekkju. Þessu má aðallega vænta um þá hrúta sem eiga lömb sem víkja umtalsvert frá meðalfallþunga lamba á búinu. Ef til vill er sérstök ástæða hér til að vekja athygli á að mögulegt er að með slíkri leiðréttingu komi fram visst ofmat í gerð fyrir þá hrúta sem eiga lömb sem eru að meðaltali létt vegna lítillar arfbundinnar vaxtar- getu þeirra. Með þessari aðferð á að vera mögulegt að gera samanburð á hrútum á milli einstakra búa og yfír landið í heild. Með þeim miklu tengingum sem fást með afkvæm- um sæðingarstöðvarhrútanna skap- ast grunnur að samanburði á milli búa. Rétt er að vekja athygli á að hér er bæði um að ræða afkvæmi stöðvarhrútanna, sem fínnast í hópi sláturlamba, en þó enn fremur þann gríðarlega fjölda hrúta og áa, sem eru foreldrar lamba í rannsókninni, en eru sjálf tilkomin við sæðingar. I þessu sambandi eru hrútar, sem keyptir eru af öðrum búum, einnig mjög mikilvægir til að skapa tengingar á milli búa. Hins vegar vitum við að enn er mögulegt að gera stórátak í að bæta ættfærslu þessara hrúta í gögnunum. Allra helst á þetta samt við um fjárskipta- bú. Rétt er einnig að vekja athygli á því að þegar ættartengingar eru nýttar þá á að verulegu leyti að vera leiðrétt vegna hugsanlegra áhrifa þess að einstakir hrútar eru ef til vill notaðar á ær sem eru að einhverju leyti valdar með tilliti til ættemis. Það þekkja allir ljárræktarmenn að er mjög algengt í ræktunarstarfinu. Þegar allar ættemisupplýsingar em komnar til skila em orðnar með Tafla 1. Hæstu hrútar í kynbótamati Nafn, nr. og bú Fjöldi Fita Gerð ),5 x gerð +0,5 fita 0,75 x gerð 0,25 x gerð +0,25 fita +0,75 fita Stubbur 95-815, Oddgeirshólum, Hraungerðishreppi 54 107 132 120 126 113 Killer 96-401, Fremri-Gufudal, Gufudalssveit 17 95 139 117 128 106 Fálki 97-753, Staðarbakka, Hörgárdal 23 110 124 117 121 114 Mjöður 93-813, Oddgeirshólum, Hraungerðishreppi 70 110 124 117 121 114 Ári 97-597, Gýgjarhóli, Biskupstungum 24 113 121 117 119 115 Biti 96-704, Ósabakka, Skeiðum 74 113 121 117 119 115 Kúði 97-070, Þverá, Öxnadal 30 116 117 117 117 116 Spói 96-324, Hraunkoti, Skaftárhreppi 43 121 110 116 113 118 Órói 96-017, Finnbogastöðum, Ámeshreppi 39 127 104 116 110 121 Askur 97-300, Lækjarhúsum, Suðursveit 20 87 143 115 129 101 Blossi 96-077, Hnappavöllum 1, Öræfum 68 93 137 115 126 104 Moli 95-364, Stóm-Reykjum, Hraungerðishreppi 41 101 129 115 122 108 Strúi 96-575, Brekku, Lóni 40 102 127 115 121 108 Birkir 95-554, Kirkjubæjarklaustri, Skaftárhreppi 40 105 124 115 119 110 Jón Oddur 93-308, Þverá, Öxnadal 13 109 120 115 117 112 96-428, Litlu-Ásgeirsá, Víðidal 32 126 103 115 109 120 38 - FREYR 10/99

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.