Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 6

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 6
Landið-----Baldursheimur 7500 6500 5500 4500 3500 1— 00 N O) y— CO LO N CT 00 00 00 00 co CT) CT) CT CT CT CT> CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT CT CT T_ T“ T“ T” T“ T” T— T” ■*” Meðalafurðir íBaldursheimi ísamanburði við landsmeðaltal árin 1981-1999, lítrar á árskú. hvenær hægt er að setja kýr út að vorinu en Þuríður segir það sjaldn- ast gerlegt fyrr en um eða eftir miðjan júní. Kúnum í Baldursheimi er beitt að mestu á engjaland í ná- grenni við bæinn, land sem sam- liggjandi er Kráká. Flest ár segjast þau hjón setja upp stíflu í Kráká í þeim tilgangi að fá ána til að flæða yfir engjamar. „Þetta er uppistaðan af því landi sem við höfum til sum- arbeitar fyrir kýmar en þegar líður á sumarið getum við beitt þeim á há og einnig á grænfóður". Heilsufar kúnna er auðsjáanlega eitt af lykilatriðum í farsælli mjólk- urframleiðslu og ástandið í þeim efnum hefur verið gott hvað varðar kúahópinn í Baldursheimi. Um fóðrunarsjúkdóma hefur ekki verið að ræða að marki og sama má segja um júgurbólguna, sem marga hrell- ir svo að um munar. Fyrsta búið yfir 7000 lítra á hvern grip Aðspurð segja þau Gunnar Þór og Þuríður að framleiðslan hafi verið nokkuð jöfn yfir árið en nú á útmánuðum er hún í hámarki. Þau segjast reikna með að fram- leiðslan verði við kvótamörkin þegar upp verður staðið í lok ársins. Eins og áður segir fór fram- leiðslan á síða- sta ári yfir 7000 lítra mörkin í Bald- ursheimi eftir hvern grip og þá jókst fram- leiðslan á grip um rúmlega 500 lítra milli ára. Þar með varð Baldurs- heimur fyrsta mjólkurfram- leiðslubýlið á íslandi til að ná 7000 lítra markinu en á sínum tíma var Baldursheimur einnig fyrst ís- lenskra mjólk- urframleiðslu- býla til að skila yfir 6000 lítr- um á grip að meðaltali. Hugað að fjósbyggingu Gunnar Þór og Þuríður segjast bjartsýn á framtíð mjólkurfram- leiðslu í Mývatnssveit, þar sem á stuttum tíma hafa verið byggð fjög- ur ný fjós í sveitinni. Þau viður- kenna að um nokkurra ára skeið hafi þau velt fyrir sér möguleikum til fjósbyggingar í Baldursheimi en slíkt er fjárfrekt og þau segjast ekki flýta sér um of með svo stóra ákvörðun. „Vissulega höfum við mikinn áhuga á að endurnýja fjósið og það er að verða tímabært“, segir Gunnar Þór. „Fjósbygging er stór biti að kyngja og spurningin snýst einnig um hversu stóra byggingu ætti að vera að ræða. Fram til þessa höfum við verið afhuga laus- göngufjósum en við eigum eftir að heimsækja slík fjós og sjá hvernig okkur líkar þau. Ef við ráðumst í fjósbyggingu þá yrði um að ræða byggingu fyrir meiri framleiðslu en við erum með í dag en því fylgir þá líka að fjárfesta verður í kvóta og allt verður þetta að haldast í hendur. Kostirnir við minni búin eru m.a. þeir að auð- veldara er að hafa yfirsýn á gripina og læra á hvern og einn einstakling en strax og komið er yfir 30 kýr þá fer að verða erfiðara að halda þeim afrakstri eftir gripinn sem við höfum í dag. Allt hefur þetta sína kosti og sína galla.“ Jóhann Ol. Halldórsson. Verðlaunagripir í Baldursheimi fyrir úrvalsmjólk og miklar afurðir. 6 - FREYR 3/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.