Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 32
Laufa var undan Brandrós á Möðruvöllum, stórri og mikilli kú og Ljóma (nr. 95451). Einstaklega vel gerð og skapgóð kvíga þar sem Limósíneinkennin eru áberandi. Hún var 539 kg þegar henni var slátrað tveggja ára. kynið er Limósín háfætt kyn, með áberandi breiðan hrygg, vel hold- fyllt læri og seinþroskaðra. Kynið er harðgert, með mikil kjötgæði, góða fóðurnýtingu, litla burðar- erfiðleika og miðlungsvaxtarhraða í samanburði við önnur meginlands- kjötkyn, samkvæmt erlendum rann- sóknum. Það hefur náð gífurlegri útbreiðslu í Norður-Ameríku á und- anfömum áratugum, og er næst- útbreiddasta meginlandskjötkynið á eftir Charolais í Evrópu í dag. Efni og aðferðir Áður en lengra er haldið er vert að skilgreina nokkur hugtök sem verða notuð og kunna annars að valda ruglingi. Þegar talað er um kyn er hér átt við naut og kvígur, en ekki nautgripakyn nema annað komi fram. Þegar fjallað er um stofna er verið að aðgreina á milli íslenska kynsins og blendinganna óháð kynjum. Fóðureiningar (FE) eru mjólkurfóðureiningar samkvæmt nýja orkumatinu (Gunnar Guð- mundsson 1997), en ekki fitufóð- ureiningar eins og í eldri tilraunum. Keyptir kálfar Samið var við hóp bænda í Eyja- firði um sæðingar með holdanaut- um fyrir þessa tilraun. Að auki voru keyptir íslenskir kálfar frá ná- grannabæjum. Vegna takmarkaðs hóps að velja úr og ójafns burðar- tíma er aldurs- dreiftng kálfanna talsverð. Stefnt var að því að taka kálfana um viku- gamla í tilraun- ina, en það tókst ekki alltaf, m.a. vegna þess að skipta þurfti út þremur kvígu- kálfum vegna vanþrifa. Fyrstu kálfamir fæddust 23. júní 1997 og sá síðasti 25. des- ember sama ár. Feður íslensku kálfanna voru 9, Angus blending- anna 2 og Limósín blendinganna 3. Kálfamir voru frá 18 bæjum og komu flestir frá sjálfu tilraunabúinu á Möðruvöllum eða 8 sem skiptust nokkuð jafnt á milli stofna og kynja. Skipulag Kálfarnir í tilrauninni vom alls 36 og skiptust jafnt eftir stofnum (3) og kynjum (2) og var raðað til- viljunarkennt (að mestu) í 3 jafna sláturflokka eftir því á hvaða aldri þeim var slátrað. Þeim var slátrað 16 mánaða, 20 mánaða eða 24 mánaða gömlum. Ævi kálfanna var skipt upp í þrjú fóðurskeið; * Á mjólkurskeiðinu voru kálfam- ir hópfóðraðir í stíum (allt að 6 í hverri) á heyi að vild og kjam- fóðri, en einstaklingsfóðraðir á mjólk. Meðalmjólkurskeið stóð í 88 daga. * Strax á eftir mjólkurskeiðinu tók við vaxtarskeiðið og þá hófst einstaklingsfóðrunin sem stóð síðan út ævina. Á vaxtarskeiðinu fengu kálfamir einungis hey eftir átlyst. Þetta skeið var mislangt eftir því í hvaða sláturflokki kálfamir vora, eða að meðaltali j 336, 456 eða 578 dagar. * Eldiskeiðið varaði í 66 daga að jafnaði og stóð frá lokum vaxtar- skeiðsins og fram að slátran, óháð sláturflokki, stofnum og kynjum. Á þessu skeiði fengu gripimir um 1,5 FE í kjamfóðri, ásamt heyi að vild. Ævinni var skipt upp í 14 daga samfelld og samstillt raðbil allt frá upphafi til enda. Að mjólkurskeið- inu frátöldu var heyát mælt með því að vigta í og frá kálfunum fjóra daga í hverri viku, eða 8 sinnum að öllu jöfnu á hverju raðbili. Til þess að tryggja heyát að vild var séð til þess að kálfamir hefðu alltaf næg hey og leifðu a.m.k. 10-15% af því sem þeim var gefið. Kjamfóður var vigtað og mjólkin mæld í hvem kálf alla daga þar sem við átti. Á mjólkurskeiðinu var hey og kjam- fóður vigtað fyrir hverja stíu og át deilt jafnt niður á hausa. I lok hvers raðbils voru kálfarnir vigtaðir á stórgripavog og brjóstmálsmældir. Heysýni var tekið alla vigtunar- daga og safnað í eitt samsýni til efnagreininga fyrir hvert raðbil, með fáum undantekningum þar sem fleirum raðbilum var slegið saman. Kjarnfóðursýni til efna- greininga voru tekin úr hverri sendingu. Fóðrið Heyið var að langmestu leyti fyrsti sláttur af Möðruvallaengjun- um frá sumrunum 1997 og 1998, súgþurrkuð, og vélbundið í litla bagga. Á þessum engjum er snar- rótarpuntur allsráðandi, með um 80-95% þekjuhlutdeild. Hver kálf- ur fékk að jafnaði 299 1 af fersk- mjólk (fyrir utan brodd) á fyrstu 88 dögunum og kom hún frá Möðra- vallakúnum. Kjamfóðrið, sem kálf- amir fengu, var Alhliða kjamfóður- blanda frá KEA. Að auki var séð til þess að kálfamir hefðu aðgang að saltsteinum. Slátrun og vinnsla Slátrunin fór fram í Sláturhúsi KEA á Akureyri og voru skrokkar úrbeinaðir næsta mánudag á eftir af starfsmönnum Kjötiðnaðarstöðvar KEA í umsjón starfsmanna RALA. Á skrokkunum voru tekin helstu út- vortismál, þeir ljósmyndaðir á 32 - FREYR 3/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.