Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2000, Page 14

Freyr - 01.04.2000, Page 14
Nautsmœðraskráin árið 2000 og afurðahæstu kýrnar á landinu árið 1999 Eins og í öðrum löndum, sem hafa víðtækt og öflugt skýrsluhald í nautgriparækt, er til á prenti yfirlit um afurðahæstu kýr í landinu á hverjum tíma þannig að auðvelt er að rekja þróun í þeim efnum. Með þeirri miklu afurða- aukningu sem orðið hefur hér á landi á síðustu tveimum árum verða að vísu eldri viðmiðanir um afurðir í þessu sambandi aðeins afstæðar. Til þess að mögulegt sé hins vegar að sjá þróun í stofninum þá verður þeim sömu viðmiðunun haldið hér áfram. Árið 1999 voru á skýrslu 5448 (4694) kýr sem mjólkuðu 5000 kg af mjólk eða meira. Mörkunum 200 kg af mjólkurfitu eða meira náðu samtals 5961 (4957) kýr og 200 kg af próteini eða meira framleiddu 1596 (1252) kýr. í sviga eru sam- svarandi fjöldatölur frá árinu 1998 sem sýna að í öllum hópum er um- talsverð fjölgun eða sem nemur á bilinu 16-27%. Þar sem fjölgun á kúm á skýrslu er óveruleg er hér nánast eingögnu um að ræða fjölg- un vegna aukinna afurða. f töflu 1 er eins og áður gefið yf- irlit um stærstu dætrahópanna sem er að finna í hópi hámjólka kúnna, en til að systrahópar komi með í þessa töflu er gert að skilyrði að hið minnsta séu 20 dætur nautsins sem ná að framleiða 5000 kg af mjólk eða meira. Það sem öðru fremur hlýtur að vekja athygli við þessa töflu, líkt og á síðasta ári, er hinn mikli fjöldi af ungum nautum sem enn eiga fremur fáar dætur sem þama komast á blað. Það er í raun aðeins staðfesting á því sem kyn- bótamat þessara nauta hefur verið að segja okkur að þau eru að skila eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bænda- samtökum íslands afkastameiri kúm að jafnaði en við höfum áður haft í stofninum. Langsamlega stærsti dætrahópur- inn að þessu sinni, eins og getum var leitt að á síðasta ári að yrði, eru dætur Andvara 87014 en samtals 231 af dætrum hans skilaði yfír 5000 kg af mjólk árið 1999. Það þarf tæpast að taka það fram að þetta er langstærsti systrahópur sem nokkru sinni hefur náð þessum mörkum hér á landi. Af þessum kúm voru 74 sem skiluðu 200 kg af mjólkurpróteini eða meira. Það var löngu þekkt að Andvari gefur feiki- lega getumiklar kýr og nú á hann fyrsta sinni feikilega stóran hóp dætra á góðum aldri í framleiðslu. Ósagt skal látið hvort dætrum hans takist samt að halda þessum yfir- burðum nema í þetta eina skipti vegna þess að á næsta ára verða komnir stórir dætrahópar nautanna sem fædd voru árið 1988 og þar koma til sögunnar margir systar- hópar sem eiga eftir að sýna athygl- isverðar niðurstöður á allra næstu árum. Á þessum lista eru síðan næststærstu dætrahópamir, undan Þræði 86013 og Bassa 86021, þar hafa Þráðardætur vinninginn í mjólkurmagni en Bassadæturnar hins vegar þegar horft er til efna- magns vegna hinna háu hlutfalla efna í mjólk sem þær eru löngu þekktar fyrir. Síðan koma þeir í röð Daði 87003, Hólmur 81018, Þegj- andi 86031, Þistill 84013 og Suðri 84023, en dætur þeirra tveggja síð- astnefndu voru búnar að vera á toppi þessa lista nokkur undan- gengin ár, en gerast nú fullorðnar kýr og fer því hratt fækkandi. Þrátt fyrir feikilega mikla afurða- aukningu á árinu 1999 er ekki sett met um afurðir einstakra kúa á ár- inu. Árið einkennist hins vegar af miklu fleiri kúm en áður hefur þekkst sem eru að skila miklum af- urðum. Samtals 81 kýr mjólkaði 8000 kg af mjólk eða meira á árinu 1999 og eru þær sýndar í töflu 2, en árið 1998 voru 40 kýr á landinu sem náðu þessum mörkum. í hópi þessara allra afurðahæstu kúa eru dætur Þistils 84013 flestar eða sjö, Andvari 87014 á þar sex dætur og Bassi 86021 fjórar. Afurðahæstu kýrnar Tvær kýr mjólka yfir 10 tonn mjólkur á árinu. Afurðahæsta kýrin er Kolbrá 68 á Ingunnarstöðum í Geiradal sem mjólkaði 10.433 kg af mjólk með 3,91% fitu, eða 408 kg mjólkurfitu, og 3,08% prótein mæl- ist í mjólkinni sem gefur 321 kg af mjólkurpróteini. Þessi kýr bar ekki á árinu en í árslok 1998 og fer í rúmlega 40 kg hæstu dagsnyt. Hins vegar er Kolbrá felld snemma í nóvember, þannig að talsvert vantar á að um ársafurðir sé að ræða hjá henni. Þessi kýr var dóttir Bjarts 83024 og Subbu 16, sem var þekkt afrekskýr og nautsmóðir. Hin kýrin sem nær þessum mörkúm er Lukkuleg 20 á Efri-Brunná í Saur- bæ. Hún mjólkaði 10.061 kg af 14 - FREYR 3/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.