Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2000, Side 33

Freyr - 01.04.2000, Side 33
lsold var undan Lottu á Möðruvöllum og Tindi (nr. 95006) og bar af íslensku kvígunum í útliti og þrjósku. Hún var 438 kg þung þegar henni var slátrað tveggja ára. kvörðuðum grunni og sýrustigs- mældir. Tekin var blautvigt, kald- vigt og nýmamör vigtaður sérstak- lega. Allir skrokkar vom metnir af kjötmatsmanni samkvæmt íslensk- um matsreglum og af starfsmönn- um RALA samkvæmt EUROP kerfinu, en það kerfi metur hold- fyllingu og fitu algjörlega óháð hvort öðm. Þykkt fitu á spjaldhrygg við næstaftasta rif var mæld sem og breidd og þykkt vöðvans og hann myndaður. Vinstri helmingur skrokksins var hlutaður á hefðbundinn hátt, þannig að þrjú rif og síða fylgdu afturparti. Allir helstu vöðvar í skrokknum, s.s. lundir, hryggvöðvi, innralæri, mjaðmasteik, ytralæri, lærtunga, framhryggsvöðvi og bógvöðvi, voru teknir frá beini og öðmm vöðvum. Þeir grófsnyrtir, vegnir hver fyrir sig, fullsnyrtir og síðan vegnir að nýju. Af- skurður af vöðvum og beinum var settur í einn flokk vinnslu- efnis með sem næst 12% fituinnihaldi, afgangurinn skiptist í fitu, sinar og bein og var hver hluti fyrir sig veginn. Tekin vom sýni úr vinnsluefni til efna- mælinga (fita, prótein, aska). Hluti hrygg- vöðvans var tek- inn frá fyrir skynmatsprófun- ina, hann var lát- inn meyma í loft- dregnum umbúð- um og geymdur við 0 til +4°C í tíu daga eftir slátrun, því næst frystur og geymdur fram að skynmatsprófi. Kjötgœði Til þess að leggja mat á gæði gripanna með „augum“ neytenda vom framkvæmdar áferðarmæling- ar og skynmat. Áferðarmælingam- ar fólust í litgreiningu og stífnis- (toughness) mæl-ingu, auk þess sem suðurýmun var mæld. Skyn- matið var framkvæmt af sérþálfuð- um smökkumm Matvælarannsókna Keldnaholti (Matra). NIÐURSTÖÐUR Heilsufar grípanna og framvinda Eins og við er að búast þegar kálfar eru settir í nýtt umhverfi koma yfírleitt upp skituvandamál og var engin undantekning á því hér. Alls vom 15 kálfar meðhöndl- aðir sérstaklega, þar af var einn með blóðskitu. Þeim var gefið Diætan út í mjólk í 3-5 daga. Allir kálfar nema einn fengu ormalyfið Panacur til að fyrirbyggja mögulegt smit með vanþrifum sem því fylgir. Þá fékk ein íslensk kvíga selen, E- vítamín og Fecuvit 2 til hressingar og vegna stöðvunar í vexti. Ein ís- lensk kvíga var með óeðlilegan vöxt í klaufum og slæm í kjúkum og fékk E-vítamín og selen. Þar sem Limósín kynið er hymt mátti búast við því að blendings- kálfamir yrðu hyrndir. Þegar vart var við homvöxt á kálfunum var kallaður til dýralæknir og homin brennd af. Þetta þurfti að gera við öll Limósín nautin og eina Limósín kvígu. Ekki urðu nein vanþrif af þeim völdum og gekk allt vel. Stöku sinnum kom fyrir að nautin næðu að losa sig og fara í skemmti- ferð til kvíganna. Eitt íslenskt naut slasaðist á fæti af þessum sökum og var sprautaður með bólgueyðandi, verkjastillandi og pencillíni. Til að fyrirbyggja ótímabæra þungun voru kvígumar sprautaðar með fóstur- eyðingarlyfi í kjölfarið. Eftir því sem nautin þroskuðust meira urðu þau erfiðari viðureignar við vigtanir. Því voru settir nauta- hringir í 10 stærstu nautin sem þeir báru til sláturdags. Nautin átu minna af heyi fyrst eftir að hring- irnir höfðu verið settir í, en eftir því sem gatið greri náðu þeir upp áti. Gœði fóðursins Fóðurgildi heyj- anna og kjamfóð- ursins byggja á nið- urstöðum efnagrein- inga á samsýnum. Á 1. mynd em sýndar niðurstöður hey- efnagreininga sem fall af tíma frá upp- hafi til loka tilraun- ar, deilt á 14 daga raðbil. Þar sést að fóðurgildi heyjanna I. mynd. Fóðurgildi heyjafrá upphafí til loka tilraunar, deild í 14 daga raðbil (alls 812 dagar). FREYR 3/2000 - 33

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.