Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 25
Úrvalsnýting naut 1993
100
50
0
-50
-100
Úrvalsnýting meðal nauta úr árgangi fæddum 1993.
ásamt heildareinkunn sem nánar er
skýrð í grein um kynbótamat nauta
á öðrum stað í blaðinu.
Eins og áður eru nautin flokkuð
við afkvæmadóminn í þrjá hópa.
Þau bestu eru valin sem nautsfeður
(A naut). Þá kemur hópur sem fær
notkunardóm (B naut), en á síðari
árum hefur þessum nautum verið
skipt í tvo hópa, naut sem tekin eru
til frekari notkunar að fengnum af-
kvæmadómi og hin sem fá notkun-
ardóm en eru ekki sett í frekari
notkun. Rétt er samt að benda á að
sæði úr þessum nautum er hægt að
fá. Vilji bændur nýta sér þessi naut
þurfa þeir að gera ráðstafanir til að
frjótæknir sérpanti sæði úr við-
komandi nauti frá Nautastöð BI.
Síðan er hópur nauta, sem dæmd
eru óhæf til frekari nota (C naut) og
er öllu sæði fleygt úr þeim nautum.
Þau 17 naut, sem dæmd voru að
þessu sinni, flokkuðust þannig að
tvö þeirra verða notkuð sem nauts-
feður (A naut). I flokk B nauta
komu 10 naut, en af þeim eru hins
vegar aðeins fjögur sem talin er
ástæða til að bjóða til almennra
nota. Þá voru sjö naut, sem dæmd
voru ónothæf með öllu til frekari
nota (C naut).
Það naut sem skipar sér langefst í
kynbótaeinkunn úr þessum hópi er
Blakkur 93026 sem fær 112 í kyn-
bótaeinkunn og dæmist því besta
naut í þessum árgangi. Blakkur er
naut mikilla andstæðna og eins og
fram hefur komið er kynfesta hjá
dætrum hans alltof lítil. Þama eru
annars vegar gullkýr að flestu leyti
en um leið of mikið af verulega
gölluðum kúm. Dætur þess eru
feikilega miklar afurðakýr og efna-
hlutföll í mjólk eru nánast í jafn-
vægi. Þetta eru ekki veigamiklar
kýr, júgurgerð breytileg, spenar í
lagi, mjaltir góðar, en talsvert um
skapgalla. Mat um fijósemi er mjög
lágt en minnt er á að þar gætir veru-
lega áhrifa þess að hann er sonur
Suðra 84023. Hitt nautið, sem valið
er sem nautsfaðir, er Klerkur
93021. Hér er talsvert ólíkur gripur
á ferðinni. Dætur hans standa veru-
lega að baki Blakksdætur sem
mjólkurkýr, þó að þær séu í mjög
góðu meðallagi þar, en próteinhlut-
fall er við meðaltal. Þessar kýr hafa
ákaflega góða júgurgerð og fá mjög
góðan dóm um frumutölu. Þær eru
um meðaltal um mjaltir og skap.
Hér virðist því vera á ferðinni naut
sem gefur mjög gallalitlar kýr og
verulega kostagripi um einstaka
eiginleika, sérstaklega samt í júgur-
gerð. Klerkur er sonur Prsts 85019.
Það kann að vekja athygli að
færri naut eru valin sem nautsfeður
en áður hefur verið. Þetta er rétt að
skýra aðeins nánar. I raun voru ekki
fleiri naut í þessum hópi talin
standast þær kröfur um gæði sem
gera verður til nautsfeðra. Þau
ágætu naut sem valin voru sem
nautsfeður á síðasta ári verða áfram
notuð sem slík á þessu ári. Þá virð-
ast þær fyrstu niðurstöður, sem hafa
sést um naut úr næsta árgangi, naut-
in fædd árið 1994, benda til að þar
fari stór hópur feikilega mikilla af-
burðagripa. Þess vegna er stefnt að
því að reynist svo þá verði einhver
þessara nauta tekin til nota sem
nautsfeður þegar kemur að aðal-
sæðingatímanum á síðustu tveim
mánuðum ársins.
Þau naut sem fá B dóm og verða
í almennri notkun á næstu árum
eru: Foss 93006, en þar fer einstak-
ur afburðagripur um mjög marga
eiginleika, eins og sjá má um í töflu
2, en dætur hans hafa hins vegar
þann alverlega veikleika að pró-
teinhlutfall mjólkur hjá þeim er
ákaflega lágt. Hálfbróðir hans,
einnig sonur Þistils 84013, er Snar-
fari 93018 og minna má á að hann
er sonur þeirra landsfrægu kýr
Sneglu 231 í Hjálmholti. Snarfari
gefur mjög snotrar kýr, vel í meðal-
lagi mjólkurlagnar og hann virðist
öfugt við nánast alla hina mörgu
hálfbræður sína gefa kýr með hátt
próteinhlutfall í mjólk. Akkur
93012 er sonur Prsts 93012 og
móðir hans Huppa 107 á Ytri-
Reistará var á sínum tíma afurða-
hæsta kýr landsins. Þetta naut gefur
feikilega afkastamiklar kýr, með
próteinhlutfall aðeins undir meðal-
tali, bolmiklar kýr, en talsvert bar á
grófum spenum og göllum í mjölt-
um hjá dætrum hans og minnt er á
að förgun meðal dætra hans er tals-
vert mikil. Fjóra nautið í þessum
hópi er Svartur 93027 sem er fyrsti
sonur Lista 86002 sem fær af-
kvæmadóm. Hér eru á ferð miklar
mjólkurkýr, en ekki öflugar kýr að
skrokkbyggingu og mjaltir og skap
hjá þeim eru í tæpu meðallagi.
Auk þeirra nauta með B dóm,
sem koma til frekari notkunar,
fengu eftirtalin naut einnig þann
dóm: Hnútur 93013, Hnokki
93016, Ýmir 93022, Gári 93023,
Torfí 93025 og Ölur 93032.
Þau naut sem talin voru það slök
að þau væru óhæf til frekari nota
voru eftirtalin: Gáski 93004, Fífill
93008, Hraukur 93015, Reyr 93017
og Hringur 93019.
Undanfarin ár hefur í lok af-
kvæmadómsins verið reynt að
FREYR 3/2000 - 25