Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 41

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 41
sem er gamalt kyn hér á landi og Angus og Limósín sem eru nýir landnemar. Þessi tilraun og undan- gengnar tilraunir sýna nokkuð af- dráttarlaust hvað bændur sem telja sig hafa hag af kjöteldi, eiga að velja. Þeir, sem eru að hugleiða kjöteldi með mjólkurframleiðslunni sem ábatasama aukabúgrein, þurfa helst að geta svarað eftirfarandi spum- ingum játandi. * Er til vannýtt og gott pláss í gripahúsum sem kostar lítð sem ekkert að setja í viðunandi stand? * Er vannýttur vinnutími á lausu? * Er ræktunar- og heyöflunar- kostnaðurinn vemlega minni en uppgefinn meðalkostnaður Hag- þjónustu landbúnaðarins, þ.e. 17 - 19 kr. á kg þurrefnis í heyi? * Er nýliðunarþörf mjólkurkúa- stofnsins það lítil að það er svig- rúm til þess að sæða með holda- nautum? * Er til umfram- eða annarsflokks- mjólk sem má nýta í kálfa? Ef svarið er já við þessum spumingum og það er enn áhugi fyrir hendi eru hér nokkur ráð sem mætti hafa í huga; * Notið sem mest holdablendinga í eldinu! * Tryggið gott atlæti og nostur á mjólkurskeiði! * Gefið góð óskemmd hey að vild. Fóðurgildi (orka) má þó vera vel undir meðallagi þó að aldrei beri að stefna að því að fram- leiða þannig hey! * Stærðarflokkið í stíur fram undir eins ár aldurs og 4 - 5 gripi í stíu, hámark! * Lokaeldi! Tveimur til þremur mánuðum fyrir slátmn þarf að skoða holdafar gripanna og oftar en ekki þarf að auka fóðurstyrk- inn til þess gripimir nái ásættan- legri fituhulu. Þetta á undantekn- ingalaust við nautin en kvígur og uxar gætu sloppið ef heyin eru í fóðurgildi yfir meðallagi. Það margborgar sig að fara úr M í A fituflokk! * Geldið ekki nautin nema óskað sé sérstaklega eftir því af kaup- anda! * Slátrið við kjörsláturstærð! Kjörsláturstærð er sú stærð, eða aldur grips, sem skilar mestri framlegð til bóndans og er afar breytileg eftir stofnum og kynj- um. Framlegðin er fljót að minnka ef það verður verulegur dráttur á slátrun eftir að kjör- stærð er náð. Kjörstærð íslenskra gripa er minni en blendinganna og mest er hún hjá Limósín blendingum. Kjörstærð kvígna er minni en nauta. Þakkarorð Að þessu verkefni hafa unnið margir einstaklingar og telst okkur til að þeir séu á 6. tuginn. Starfs- mönnum sem komið hafa að þessu verkefni hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, Matvælarannsóknum Keldnaholti, Efnagreiningum Keldnaholti, Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar og á Möðruvöllum viljum við þakka ánægjulegt og gott samstarf. Hcimildir: An höfundar 1991. Greinargerð um innflutning nautgripa. Til landbúnaðar- ráðuneytisins og stjórnar Búnaðar- félags Islands frá Nautgriparæktar- nefnd BÍ, 25 s. Án höfundar 1997. Prófun á Aberdeen Angus og Limousín kynjun- um með tilliti til burðarerfiðleika hjá ís- lenskum kúm sem ganga með blend- ingskálfa. Til yfirdýralæknis, 5 s. Án höfundar 1999. Áætlaður beinn kostnaður við heyframleiðslu sumarið 1999. Frá Hagþjónustu landbúnaðar- ins, 8 s. Gunnar Guðmundsson 1993. Töfl- ur yfir fóðurþarftr búfjár. í: Handbók bænda 1993, 171-183. Gunnar Guðmundsson 1997. Nýtt fóðurorku- og próteinmat fyrir jórtur- dýr. í: Handbók bænda 1997, 79-90. Gunnar Ríkharðsson, Guðjón Þor- kelsson, Þóroddur Sveinsson og Ólafur Guðmundsson 1996. Samanburður á ís- lenskum nautum og Galloway-blending- um. Fjölrit RALA nr 186,45 s. Jón Viðar Jómundsson 1998. Skýrslur nautgriparæktarfélaganna árið 1997. Freyr 94(5): 10-15. Jón Viðar Jómundsson 1999. Skýrslur nautgriparæktarfélaganna árið 1998. Freyr 95(4): 7-12. Landsudvalget for kvæg 1997. Fodermiddeltabel 1997. Sammensœtn- ing og fodervœrdi af fodermidler til kvœg (ritstj. Finn Strudsholm, Erik Skovbo Nielsen, Jens Christian Flye & Anne Mette Kjeldsen (Landskontoret for Kvæg), og Martin R. Weisbjerg, Karen Spegaard, V. Friis Kristensen, Torben Hvelplund & John E. Herman- sen (Danmarks Jordbrugsforskning)). Sigríður Bjarnadóttir 1997. Uxar af íslensku kyni til kjötframleiðslu I. í: Ráðunautafundur 1997, 211-224. Þóroddur Sveinsson 1998. Hver er framlegð nautakjötsframleiðslunnar? Freyr 94(14); 9-13. Styrkir til landbúnaðar í ESB Arlegir styrkir til landbúnað- ar í löndum ESB nema um 40 milljörðum evra eða um 2.800 milljörðum króna., þar af fer rúmlega helmingur í útflutn- ingsbætur á búvörur. Strangar reglur gilda um þessa styrki og ef lönd ESB fylgja ekki settum reglum verða þau að endurgreiða það sem misfarið hefur verið með. Nýlega var birt endurskoðun á meðferð landa innan ESB á styrktarfé til landbúnaðar fyrir árin 1995-1998, þar kemur í ljós að flest löndin þurfa lítið eða ekkert að endurgreiða, en tvö lönd, Frakkland og Ítalía, töluverða upphæð, eða Frakk- land um 7,5 milljarða króna en Italía um 6 milljarða. Það þykir þó ekki mikið í höfuðstöðvun- um í Brussel, miðað við þær gífurlega háu fjárhæðir sem þama er velt. (Landsbladet nr. 12/2000). FREYR 3/2000 - 41

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.