Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 23

Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 23
Tafla 1. Niðurstöður úr mjaltaathugun hjá dætrum nauta frá 1993 Nafn og nr. Fjöldi dætra Meðal- einkunn Lekar % Mjólkast seint % Selja illa % Mis- mjólkast Gæða- röð Júgur- bólga % Skap- gallar % Gáski 93004 46 3,26 0 6 0 26 3,13 35 2 Foss 93006 43 2,25 13 0 0 11 2,66 35 2 Fífill 93008 50 3,78 2 22 10 16 3,56 30 14 Akkur93012 48 3,10 2 14 2 16 2,75 33 15 Hnútur 93013 59 2,91 1 6 0 16 3,01 30 7 Hraukur 93015 46 2,84 0 10 2 10 3,16 32 11 Hnokki 93016 48 3,37 8 14 2 12 3,08 42 2 Reyr93017 41 3,31 0 12 0 29 3,36 26 13 Snarfari 93018 52 3,19 5 7 3 9 2,98 24 18 Hringur 93019 54 3,46 0 20 5 16 3,61 37 9 Klerkur 93021 45 2,82 0 2 0 15 2,48 23 13 Ýmir 93022 56 2,71 14 8 0 8 2,72 27 1 Gári 93023 41 2,73 4 2 0 17 2,85 26 9 Torfi 93025 66 2,74 12 3 0 16 2,93 25 6 Blakkur 93026 59 3,03 5 11 3 16 2,89 21 21 Svartur 93027 48 2,72 2 4 2 20 2,97 31 14 Ölur 93032 42 2,47 4 0 0 14 2,82 19 12 hveijum tíma í augum bænda að bæta eða skemma stofninna, auk þess sem umtalsverð frávik í þess- ari röðun, sem ekki verða augljós- lega skýrð með öðrum tölulegum niðurstöðum úr rannsókninni, ættu hverju sinni að hvetja til frekari upplýsingaöflunar um viðkomandi dætrahópa til að greina betur kosti hans eða galla hans. Þrátt fyrir ýmsa augljósa galla hjá þessum kúm, sem hafa verið tíund- aðir þegar, koma þær samt við gæðaröðun út á meðaltal. Það tel ég fremur jákvæða niðurstöðu, einkun í ljósi þess að uppistaðan í þeim hópi gripa sem mynda samanburð eru dætur reyndu nautanna sem í notkun voru á sama tíma og þessi naut. Þar er í reynd verið að keppa við ákaflega öflugan hóp, því að mest fer þar fyrir Dálkssonunum úr árgangi nauta frá 1988, sem eru margir að skila stórum hópum af feikilega efnilegum kúm. Verulegur munur kemur samt fram á hópunum í mati eigendanna eftir gæðaröð. Þama eru það dætur Klerks 93021, sem koma sem sig- urvegarar með feikilega góðan dóm, eða 2,48 að meðaltali, sem verður að teljast afgerandi góð nið- urstaða. Foss 93006 kemur þama einnig með ágæta niðurstöðu. í ljósi þess sem áður er sagt um dætur þessara nauta koma niðurstöður varla á óvart. Einu nautin, sem þama koma með alveg afleitar nið- urstöður fyrir dætur sínar, em þau sem áður em nefnd í sambandi við mjaltagalla; Fífill 93008 og Hring- ur 93019. Einnig er niðurstaða um dætur Reys 93017 heldur í lakari kantinum. Upplýsingar um skap kúnna fást eftir tveimur leiðum, annars vegar við dóma á kúm en hins vegar við mjaltaathugun. Þær upplýsingar sem koma með mjaltaathugun em þó ekki nýttar við útreikning á kyn- bótamati vegna þess að þar er ekki um neina stigagjöf að ræða, aðeins hvort gripurinn sé skapgallaður. í þessum hópi eru því miður nokkur naut sem greinilega gefa of margar skapgallaðar kýr. Þarna kemur Blakkur 93026 að ýmsum leyti hvað verst út. Önnur naut, þar sem skapgallar virðast all áberandi hjá kúnum, eru t.d hjá dætmm Fíf- ils 93008, Hrauks 93015, Snarfara 93018 og Svarts 93027. Einnig em nokkur naut sem greinilega em að skila kúm sem era ákaflega galla- lausar að þessu leyti. Þetta á t.d við um Gáska 93004, Foss 93006, Hnút 93013 og Ými 93022. Við mjaltaathugun er spurt um júgurbólgu hjá þeim kúm sem þar er leitað upplýsinga um. Því miður hefur reynsla sýnt að þær niður- stöður verður að túlka af mjög mik- illi varfæmi vegna þess mikla ald- ursmunar sem er á kúm í einstökum hópum og þar af leiðandi líkum á því að þær hafi fengið júgurbólgu. Því til viðbótar koma niðurstöður fmmutölumælinga, sem að vísu þarf að umgangast með nákvæm- lega sama fyrirvara gagnvart ald- ursáhrifum. Hins vegar er greinilegt að með samnýtingu á þessum upp- lýsingum má fá ákveðnar vísbend- ingar. Þær hljóta að vera mjög mik- ilvægar vegna þeirra miklu áhrifa sem júgurhreysti kúnna hlýtur ætíð að hafa á afkomu mjólkurfram- leiðslunnar. Skoðun á þessum nið- urstöðum, auk þess kynbótamats um fmmutölu sem sýnt er í töflu 2, sýnir að þama er talsverður munur á dætrum mismunandi nauta. Þama er Klerkur 93021 með jákvæða nið- urstöðu. Þá em niðurstöður fmmu- tölumælinga hjá dætrum Hrings 93019 mjög jákvæðar, en hins veg- FREYR 3/2000 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.