Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2000, Side 5

Freyr - 01.04.2000, Side 5
um 1300 hektarar og með um 20 hektara af ræktuðum túnum. Eiga góðu þurrheyi mikið að þakka „Túnum jarðanna er skipt á milli Baldursheims I og Baldursheims II en við heyjum sameiginlega og njót- um þar töluverðrar hagræðingar,“ segja þau Gunnar Þór og Þunður þegar þau eru spurð nánar út í búskaparformið í Baldursheimi. Þau segja túnin ræktuð á mójarðvegi en tíðarfarið að vorinu og væta hafa mikið að segja um hversu grasgefin þau eru. I fyrrasumar varð mikið kal í túnum Baldursheimsbænda, líkt og í öðrum túnum á Norðurlandi en þau Gunnar Þór og Þuríður segjast bjartsýn á að tún komi vel undan vetri á komandi vori. „Heyskapinn stundum við þannig að við reynum að hirða eins mikið af lausu heyi í hlöðurnar eins og við getum. Við erum hins vegar þrjósk hvað rúlluheyskapinn varðar, en fyrst og fremst býður aðstaðan í fjósinu okkur ekki upp á að vera með rúllur í verulegum mæli. En þurrheyið teljum við líka betra fóð- ur, ef vel tekst til, og líkast til næð- um við ekki þessari ársframleiðslu nema með því að byggja á góðu þurrheyi. Úr fjósinu í Baldursheimi. Heilsufar gripanna mikilvægt Tíðarfar er mjög ráðandi um Gunnar virðir fyrir sér loftmynd af Baldursheimi í stofu sinni. Miðað við kvótastöðu búsins þurfum við ekki nema 6000 lítra ársframleiðslu að jafnaði á hvern grip til að fullnýta framleiðslurétt- inn og það hefur tekist ágætlega", segja þau Gunnar Þór og Þuríður en þess má geta að 6000 lítra ársfram- leiðsla á grip er töluvert yfir meðal- lali í mjólkurframleiðslu á Islandi. Verkaö í gamla góða súrheyið ~ En það er fleira sem vekur at- hygli hvað varðar fóðurverkunina í Baldursheimi og hér liggur kannski ein af skýringunum á því hversu mikil framleiðsla er á býlinu á hverja kú. Asamt þurrheysverkun- inni er verkað grænfóður í vothey með gamla laginu í votheysturn og því fóðri hæla þau Þuríður og Gunnar Þór. Með súrheyinu eykst fjölbreytnin í fóðrun gripanna og slíkt er mjög æskilegt, eins og bændur þekkja. „Við höfum fóðrað kýmar með þeim hætti að gefa þurrheyið kvölds og morgna en um miðjan daginn gefum við súrhey. Gróffóðr- un er því þrisvar á dag en fyrr á ár- um gáfum við tvær súrheysgjafir yfír miðjan daginn en hættum því. Þetta er að okkar mati góð leið til að jafna fóðmnina og veldur minna álagi á gripina. Til viðbótar þessu gefum við töluvert af kjamfóðri og gemm það samhliða þurrheys- og súrheysgjöfunum. Við höfum líka verkað grænfóður í rúllur og gefið þær í byrjun hausts. Það er algeng aðferð hjá kúabændum en við emm sennilega eins og síðustu móhíkan- amir hvað varðar verkunina í súr- hey. Slíkt þekkist varla lengur“, segja þau Þuríður og Gunnar Þór. FREYR 3/2000 - 5

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.