Freyr - 01.04.2000, Blaðsíða 47
NAUT TIL NOTKUNAR VEGNA AFKVÆMAPROFANA
Gróði 98037
Fæddur 22. september 1998 hjá
Daníel Jónssyni, Ingunnarstöðum,
Geiradal.
Faðir: Almar 90019
Móðurætt:
M. Rauðka 51,
fædd 7. september 1989
Mf. Tvistur 81026
Mf. Subba 16
Mff. Frami 72012
Mfm. Alvíð 98, Læk
Mmf. Skúti 73010
Mmm. Lukka 1
Lýsing:
Rauður, kollóttur. Frekar sterklegur
haus. Yfirlína örlítið sigin. Allgóð-
ar útlögur og feikilega mikil boldýpt.
Malir jafnar og réttar. Fótstaða rétt.
Þéttvaxin en fremur lágfættur gripur.
Umsögn:
Gróði var 66,8 kg tveggja mánaða
gamall og ársgamall 335,2 kg. Þyng-
ing hans því 880 g á dag á þessu
aldursbili að jafnaði.
Umsögn um móður:
Rauðka 51 var felld síðla árs 1998
og var þá búin að mjólka í 6,2 ár, að
jafnaði 6091 kg af mjólk á ári.
Próteinhlutfall 3,28% sem gerir 200
kg af mjólkurpróteini á ári og
fituhlutfall 4,11 % sem gerir 251 kg
af mjólkurfitu. Samanlagt magn
verðefna því 451 kg á ári. Rauðka
átti samtals sjö kálfa á æviskeiðinu,
ætíð á sama tíma.
Nafn Kynbótamat Útlitsdómur
og nr. móður Mjólk Fita Prótein Heild % % Frumu- tala Stig alls Júgur Spenar Mjöltun Skap- gerð
Rauðka 51 121 97 95 118 103 87 16 16 18 5
Kjói 98038
Fæddur 10. október 1998 hjá Ara
Amasyni, Helluvaði, Rangárvöllum.
Faðir: Stúfur 90035
Móðurætt:
M. Álft 352,
fædd 4. október 1994
Mf. Hólmur 81018
Mf. Rjúpa 254
Mff. Rex 73016
Mfm. Síða 39, Hólmi
Mmf. Kóngur 81027
Mmm. Frekja 163
Lýsing:
Dökkkolóttur, kollóttur. Nokkuð
svipfríður. Yfirlínajöfn. Útlögurí
tæpu meðallagi en boldýpt góð.
Örlítið hallandi en jafnar malir og
fótstaða heldur í þrengra lagi.
Þokkalega holdfylltur, meðalgripur
að stærð.
Umsögn:
Við tveggja mánaða aldur var Kjói
61,2 kg að þyngd en ársgamall
333,8 kg. Vöxtur hans var því um
894 g á dag á þessu tímabili að
meðaltali.
Umsögn um móður:
Álft 352 var felld snemma árs 1999
og var þá búin að mjólka í 2,4 ár.
Mjólkurmagn 6465 kg á ári að meðal-
tali. Próteinhlutfall 3,47% sem gefur
224 kg af mjólkurpróteini og fituhlut-
fall 3,81% sem svarar til 246 kg af
mjólkurfitu á ári. Samanlagt magn
verðefna því 470 kg á ári að jafnaði.
Nafn Kynbótamat Útlitsdómur
og nr. móður Mjólk Fita % Prótein Heild % Frumu- tala Stig alls Júgur Spenar Mjöltun Skap- gerð
Álft 352 120 103 116 125 89 83 16 16 16 5
FREYR 3/2000 - 47