Freyr - 01.07.2001, Qupperneq 8
ánægður með það. Ég færi bara inn
á mitt blað hér og skila því yfir á
skrifstofu búnaðarsambandsins til
Eiríks Loftssonar ráðunautar og
hann sendir það svo suður. Ég hef
ekki undan neinu að kvarta þar og
held að þetta haldi okkur í vissum
tengslum suður. Almennt talað hef
ég látið þau orð falla að landsráðu-
nautar BÍ þyrftu að vera í meiri
tengslum við grasrótina í sveitun-
um og vita meira á hverju brennur
á hverjum tíma. Að vísu eru hér-
aðsráðunautamir milliliðir í ýmsum
þessum greinum en stundum tel ég
að það væri gott að menn töluðu
saman milliliðalaust. Ég tel annars
að við höfum hér í Skagafirði átt
mjög góða héraðsráðunauta.
Grænfóðurrækt
Þú varst hér fyrir itm aldarfjórð-
ungi fljótur að hagnýta þér tilraun-
ir sem þá voru gerðar í grœnfóður-
rœkt og i' jarðrœkt yfirleitt.
Já, árið 1974 byrjaði ég með
fjöldann allan af grænfóðurtegund-
um en þá var Tilraunastöðin á
Möðruvöllum og Hólaskóli að gera
tilraunir með þær hér á Norður-
landi, sem þú áttir þá sjálfur aðild
að. Sumar duttu nú út strax, ég man
t.d. að ég sáði einu sinni fóður-
hreðku og hún var svo bragðvond
að það vildi engin skepna éta hana,
en hún spratt mjög fljótt.
Það sem varð niðurstaðan út úr
þessu og hefur gilt enn þann dag í
dag er að sá saman byggi og rýgresi
eins snemma og ég get. Það er svo
misjafnt eftir árferði hvenær hægt
er að fara að beita á það, eða um 10.
júní það fyrsta, en í ár t.d. var kalt
vor og þá byrjaði ég að beita á það
20. júní. Af því fæ ég svo endur-
vöxt, þ.e. af rýgresinu seinna um
sumarið.
Eftir byggið og rýgresið tekur svo
við sumarrepja, þessi sem blómstrar
ein ósköp ef hún bíður of lengi. Að
lokum er svo næpan og vetrarrepjan.
Ég bæði sái þessum tveimur tegund-
um saman og þá verður næpan
smærri og viðráðanlegri fyrir kýmar
en ég er alltaf með töluvert stykki
með tómri næpu. Ég beiti á þetta
gjaman samhliða, þ.e. kýmar fara
fyrst fram hjá næpunni sem þær fá
smárönd af og taka þá kálið af henni,
svo em þær á repjunni og á bakaleið-
inni taka þær næpumar.
Þetta hefur gengið mjög vel og
næpan er í raun og veru alveg
undrajurt og repjan reyndar líka.
Ég hef prófað að grófvinna, þ.e. að
plægja og aðeins herfa yfir þýfða
móa og sá þar svo næpu og bera vel
á og hún hefur sprottið ágætlega.
Ertu nokkuð í vandrœðum með
kálfluguna?
Nei, hún hefur ekki verið neitt til
vandræða, þó að maðkur geri svo-
lítið vart við sig. Það þarf hins veg-
ar að gæta þess þegar nýtt land er
tekið í notkun fyrir næpuna að bera
á bórax og það gildir líka um kálið.
Hvað ertu með grœnfóður í sama
landinu í mörg ár?
Það fer eftir ýmsu og getur farið
allt upp í tíu ár. Varðandi arfann þá
er langt síðan ég komst upp í lag
með það að plægja landið á vorin
strax og það er hægt fyrir klaka,
hvolfið því við og herfa ekki neitt og
sá bara beint í það og valta það. Með
þessu móti kaffæri ég arfann og eftir
að ég fór að gera þetta þá hefur það
aldrei gerst að arfinn hafi háð kálinu
eða næpunni. A tímabili var ég að
eitra fyrir arfann og með alls konar
hundakúnstir en þetta hefur reynst
mér best, þ.e. hvolfa landinu við og
hreyfa það ekki meira.
Hvað ertu svo með mikið land
undir af hverri tegund í hekturum
talið?
Ég er með rúman hektara af rý-
gresi og byggi saman, um hálfan
hektara af sumarrepju, af tómri
næpu er ég svo með um einn hektara
og repja og næpa saman í þetta fjór-
um til fimm hekturum og þá græn-
fóður í allt að sjö hekturum alls.
Beitartímann hefur svo verið
breytilegur. Það lengsta sem ég
man er að kýrnar hafi verið á græn-
fóðurbeit til 2. desember. Sum ár
hafa kýrnar hins vegar komið
snögglega inn á haustin vegna snjó-
komu eða illviðra. í slíkum árum
getur eitthvað af kálinu og næpunni
orðið lítils virði. Hins vega hafa þá
þessar fáu ær, sem hér eru eftir,
fengið að vera þama fram yfir ára-
mót og þær nýta þetta vel.
En hefitr komið fyrir að það hafi
snjóað snemma hausts en snjóinn svo
tekið og kýmar þá komist út aftur?
Já, það hefur komið fyrir að
kýmar hafi verið inni 2-3 daga en
farið svo aftur út, en ef þær eru
búnar að vera inni í e.t.v. hálfan
mánuð þá set ég þær ekki út aftur
þó að tíðin batni.
Aburðargjöf á grœnfóðrið?
Ég nota tegundina 15-15-15 á
grænfóðrið og ber á hektarann í
upphafi, ef hann er áburðarsnauður,
þetta hátt í tvo stórsekki, eða 1200
kg, en minna á endurunnið tún eða
endurtekna grænfóðurræktun á
landinu.
Hvaðan kaupir þú áburð?
Ég hef síðustu ár keypt áburð frá
Kemira í Danmörku sem Kaupfé-
lag Skagfirðinga flytur inn. Það
hefur sparað mér nú á tveimur ár-
um hátt á fjórða hundrað þúsund kr.
Þetta er innfluttur áburður, en hve
hátt hlutfall af áburði frá Áburðar-
verksmiðjunni hf. er innfluttur, þ.e.
steinefnin; kalí og fosfór?
Ég hef mikið skipt við kaupfélag-
ið og ég held að núverandi eigend-
ur Áburðarverksmiðjunnar hafi
gert mistök með að breyta dreifing-
arkerfinu, sem áður var, þegar
kaupfélögin sáu víða um dreifing-
una. Hins vegar má segja að þessi
innflutningur skapi visst aðhald í
þessum efnum. Hefur íslenskur
áburður ekki bara hækkað minna
fyrir vikið?
Hvað ertu með mikið aftúnum?
Það eru hér í ræktun um 50 hekt-
arar og þar af eru heyjaðir rúmlega
40 hektarar í hefðbundnum hey-
skap. Svo eru tún sem eru beitt að
8 - FR€VR 9/2001