Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 30
DeLaval mjaltabás.
þannig að á búum með innra gæða-
eftirlit lækkaði frumutalan í tank-
sýnum eftir að SMT var tekin í
notkun.
Að öðru leyti var megin niður-
staða varðandi mjólkurgæði sú að
SMT tækni, eins og hún er fram-
kvæmd núna, hefur í för með sér
lakari mjólkurgæði með tilliti til
frumutölu, gerlatölumagns og
frostmarks mjólkurinnar. Gæða-
rýrnunin er þó ekki það rnikil að
mjólkin uppfyllir samt núverandi
gæðastaðla.
Þegar SMT er tekið í notkun
kemur í ljós að innra gæðaeftirlit
hefur jákvæð áhrif á frumutölu
mjólkurinnar. Niðurstöðumar sýna
einnig að bústjórnin með viðeig-
andi ráðgjafarþjónustu og kerfis-
bundinni sýnatöku hefur jákvæð
áhrif á mjólkurgæðin.
Þá kom einnig á ljós að hækkun
varð á frostmarki mjólkurinnar og
sýrustigi sem má rekja til tækni-
legrar útfærslu á búnaðinum fremur
en stjórnunarlegra þátta. Því er þörf
fyrir lagfæringar og endurbætur á
núverandi kerfum sem framleið-
endur þurfa að taka sterklega til
greina. Astæður fyrir hækkun á
gerlatölu mjólkur geta bæði verið
af kerfisbundnum sem og stjórnun-
arlegum ákvörðunum. Þau vand-
kvæði þarf að leysa með samvinnu
milli rekstrarstjóra á búunum og
framleiðenda á búnaðinum.
Júgurheilbrigði
Bú, sem eru með SMT kerfi og
jafnframt með innra gæðaeftirlit
mjólkurbúanna og skýrsluhald,
tóku þátt í rannsóknum á júgurheil-
brigði. Frumutala var könnuð árið
áður en SMT var tekið í notkun og
einnig eftir að búnaðurinn hafði
verið notkun í eitt ár. Um var að
ræða 69 bú. í ljós kom að eftir að
SMT var tekið í notkun varð aukn-
ing í skyndilegri hækkun á frumu-
tölu (akut forhöjelse) . Aukningin
mældist á 66 af 69 búum. Tíðnin
vegna viðvarandi hækkunar (krpn-
isk forhöjelse) á frumutölu reyndist
svipuð eftir að búnaðurinn var tek-
inn í notkun og árið áður. Því má
ætla að á búum með SMT kerfí
aukist tíðni á skyndihækkun frumu-
tölu fyrsta árið. Með gagnasafninu
er ekki hægt að greina einhlítar
skýringar á þessu.
Sjúkdómaskráning við
breytta mjaltatækni
Sjúkdómaskráning á gripum,
sem voru meðhöndlaðir með einum
eða öðrum hætti, var unnin út frá
gagnagrunni frá 53 búum. Það voru
gögn sem var safnað á tímabilinu
180 dögum áður en SMT var tekin
í notkun og þar til eftir 180 daga
notkun. Fjölgun í skyndihækkun
frumutölu kom ekki fram í aukn-
ingu á skráningu vegna sjúkdóma.
Gögnin sýndu mjög lága tíðni af
öðrum sjúkdómum eins og melt-
ingartrufíunum, súrdoða og fóta-
sjúkdómum. Ekki kom fram munur
á tíðninni eftir að SMT var tekin í
notkun.
Hjá fyrsta kálfs kvígum var júg-
urbólgumeðferð á tímabilinu 0-180
dögum, eftir að SMT var tekin í
notkun, seinna á tímabilinu en áður
en búnaðurinn var tekinn í notkun.
I gagnasafninu eru vísbendingar
um að bú, sem áður höfðu tiltölu-
lega lága tíðni áður en SMT var
tekin í notkun, höfðu hærri tíðni á
eftir og að bú sem höfðu háa tíðni
fyrir notkun búnaðarins urðu vör
við hlutfalllega lækkun.
Innréttingar fjósanna
og umferð kúnna
Fjós með SMT tækni þarf að vera
þannig innréttað að kýrnar geti
hindrunarlaust gengið fram hjá
hver annarri á göngusvæðum og
jafnframt þannig að umferð grip-
anna sé eðlileg frá legubásum grip-
anna að mjaltastað, að gjafasvæði
og að hvíldarsvæði. Innréttingum í
fjósinu þarf að haga þannig að auð-
velt sé að breyta þeim sem og
skipulagi milli frjálsrar umferðar
gripanna og stýrðrar. Með stýrðri
umferð er átt við að á ákveðnum
stöðum séu einstefnuhlið. Fyrir
framan mjaltabásinn er biðsvæði
sem oft er útbúið með tilliti til
flokkunar gripanna, þ.e. hvort þeim
er hleypt til mjalta eða þeim beint
fram hjá mjaltabásnum. Eftir mjalt-
ir er kúnum ýmist beint inn á sér-
stakt meðferðarsvæði, ef eitthvað
reynist að, en ella í frjálsan aðgang
að fóðri. Kýr á meðferðasvæði eiga
að hafa aðgang að fóðri, brynningu
og legubásum. Legubásar gripanna
þurfa annað hvort að vera með bás-
mottum (dýnum) eða góðum undir-
burði. Umferðasvæði gripanna
þurfa helst að vera þurr og „hrein“
til að ekki gangist mykja upp í bás-
ana og komist verði hjá klaufsjúk-
dómum eftir því sem kostur er. Sér-
staklega þarf að huga að umhverfí
mjaltaeiningarinnar til að hún vinni
eðlilega og starfsfólkið eigi greiðan
30 - pR€VR 9/2001