Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 5
Hús bútæknideildar RALA á Hvanneyri. (Freysmynd).
koma minni dráttarvélar til sög-
unnar, Intemational 10-20. Þær
voru á allan hátt meðfærilegri og
léttari og gátu skilað jafn miklu í
jarðvinnslu og þúfnabanamir.
Notkun þúfnabananna lagðist
fljótlega af og sumir vom fluttir út
aftur.
Verkfæranefnd ríkisins var svo
stofnuð árið 1940 og var Guð-
mundur Jónsson, þá kennari á
Hvanneyri, seinna skólastjóri,
skipaður formaður hennar. Arið
1954 kemur Olafúr Guðmunds-
son, sonur hans, frá námi og er þá
ráðinn framkvæmdastjóri nefnd-
arinnar. Hann var í upphafi eini
starfsmaðurinn, með gríðarlega
umfangsmikil verkefni þar sem
landbúnaðurinn var þá að tækni-
væðast hröðum skreíum.
A árunum 1946-‘47 fara að
koma á markaðinn “heimilisdrátt-
arvélamar” á gúmmíhjólbörðum
og í kjölfar þess komu heyvinnu-
tæki af ýmsum gerðum. Um það
leyti verða einnig ýmsar byltingar
í innanhússtækni.
Olafúr lagði mikla áherslu á bú-
vélaprófanir og það náðist gott
samstarf við búvélainnflytjendur.
Þeir vom líka mjög leitandi hvaða
tæki hentuðu hér á landi. Mig
langar að nefha þar Áma Gestsson
í Glóbus og Einar Þorkelsson í
Þór sem á margan hátt vom fmm-
kvöðlar um tækninýjungar, bæði í
búvélum og innanhússtækni.
Olafúr Guðmundsson ritaði árs-
skýrslu Verkfæranefndar allt til
ársins 1976. Þar kemur glöggt
fram sú þróun sem var á fúllri ferð
varðandi bútæknina. Eftir það er
farið að gefa út sérprentanir af bú-
vélaprófúnum sem sendar voru
öllum bændum og þeim dreift
með Frey. Með því móti komust
niðurstöðumar strax í hendur
bænda. Þannig gekk það i þó-
nokkuð mörg ár. Alls vom gefnar
út 706 opinberar skýrslur allt fram
til 1999.
VINNURANNSÓKNIR
Þegar ég byrjaði að starfa hér þá
fórum við að víkka út sviðið með
því að taka sérstaklega fyrir úti-
húsin. Við rannsökuðum umfang
vinnu við mjólkurframleiðslu,
heimsóttum bændur og gerðum
vinnumælingar á verkþáttum og
bámm saman við erlendar rann-
sóknir og reyndum að greina hvar
lagfæringa væri þörf. I kjölfar
þessa komu svo fræðslufundir og
námskeið sem byggðu á þeim at-
hugunum.
Síðan tókum við eins fyrir fjár-
húsin. Þá voru að ryðja sér til
rúms grindur og áburðarkjallarar í
fjárhúsum. Halldór Pálsson, þá
sauðfjárræktarráðunautur, rak
áróður fyrir slikum húsum og
hafði látið byggja þannig hús á
Hesti um 1950. En þar var ekkert
sérstaklega hugsað fyrir því
hvemig ná ætti áburðinum undan
grindunum. Það vom alls konar
hugmyndir uppi og reyndar svo
sem haugsugur og færibönd og
fleira, en um þetta leyti var byggt
mikið af fjárhúsum með þessu
fyrirkomulagi, þar sem mikil
áhersla var lögð á umhverfi og að-
búnað fjárins en minna hugsað út
í hvaða tæknilausnir væm heppi-
legastar.
Þegar ámoksturstæki eru al-
mennt komin á dráttarvélar kemur
þrýstingur frá bændum um að fá
að dýpka kjallarana, þannig að
dráttarvélarnar kæmust undir
grindumar. Þá vom greiddir styrk-
ir út á áburðargeymslur og það
leiddi til þess að farið var að
byggja vélgengar áburðargeymsl-
ur. Þar ýtti hvað á eftir öðm, vél-
amar stækkuðu og það kostaði
dýpri kjallara. Það endaði með því
að sett var “þak” á styrkveitingar
út á kjallarana. Nú em fjárhús
byggð með ðmm hætti hvað þetta
snertir.
Rafgirðingar
Af öðrum málum sem samtök
bænda, þ.e. Búnaðarfélag Islands
og Stéttarsamband bænda, beitti
sér fyrir var notkun rafgirðinga.
Halldór Pálsson var einnig mikill
áhugamaður um það með hvað
einföldum hætti mætti stjórna
umferð búfjár um landið, en
Freyr 5/2003 - 51