Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 8

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 8
Mælingar á dreifieiginleikum áburðardreifara á Hvanneyri. (Ljósm. Grétar Einarsson). fékkst einnig reynsla bænda af þeim. Það kom þó fyrir að inn- flytjendur lentu í þrengingum með tæki sem hentuðu illa og urðu þá að innkalla þau. Ef tækið fór hins vegar gegnum prófun hjá okkur með viðunandi árangri þá töldu menn óhætt að bjóða það fram af fullum þunga á markaði. Hvað áfangar standa upp úr í vél- og tæknivæðingu landbúnað- arins hér landi síðustu áratugi? Það var margt að gerast samtím- is í þeim efnum á tímabili, einkum upp úr 1950. 1 sambandi við hey- hirðingu kornu gnýblásarar til sögunnar. Aður var það mikil og erfið vinna að jafna heyi í hlöðu. Þá var heyinu mokað upp á vagn og gjaman dregið inn i hlöðu á brú eða þvíumlíku og síðan mok- að úr hlassinu í hlöðunni. Þar með var sífelld hætta á að ekki væri losað um þétta kjama í hlassinu og að þar gæti hitnað í heyinu og jafnvel kviknað í því. Gnýblásaramir bættu úr þessu. SÚGÞURRKUN Um þetta leyti var súgþurrkunin einnig að koma til sögunnar og hún var einn af þessum stóru áföngum í bútæknisögunni. Hún náði í upphafi mestri útbreiðslu á Suðurlandi. Haraldur Arnason, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Is- lands, var þá í fullu starfí við að hanna súgþurrkunarkerfi í hlöð- um. Ég man eftir því í mínu ung- dæmi að það var algjör bylting þegar súgþurrkunin kom. Algengt var að nota díselmótora til að knýja blásarana en þeir vora af ýmsum gerðum og með ýmsar gerðir af viftuspöðum. Ylurinn frá aflvélinni notaðist einnig til að hita upp loftið. Kerfín vora svo af ýmsum gerðum, bæði rimla- og stokkakerfi. Með gnýblásaranum og súg- þurrkuninni stórbötnuðu gæði heysins og minna var um hey- bruna. Sláttutækni Um það leyti sem ég kom til starfa, um 1970, á sér stað bylting í sláttutækni. Árið 1968 er fyrsta sláttuþyrlan reynd hér á landi og vakti mikla athygli. Menn sáu þar fyrir sér aukin afköst, meiri sláttu- gæði og auðveldari slátt á allan hátt umfram sláttugreiðuna. Á sjöunda áratugnum verða þær svo stærri og afkastameiri en jafnframt kemur þá ný gerð af snúningsvélum til sögunnar. Áð- ur notuðu menn hjólmúgavélar sem komu fyrst á markað upp úr 1950, léttar vélar sem margir kannast við undir nafninu Heuma eða Vicon sem gat bæði snúið og múgað heyinu. Á þessum tíma, upp úr 1970, koma heyþyrlumar til sögunnar. Þær voru fyrst oft kallaðar Qölfætlur en Olafur Guðmundsson, sem var mjög umhugað að fínna íslensk heiti á hinar ýrnsu tækninýjungar, vildi nefna þær heyþyrlur og það heiti náði fótfestu. Heyþyrlumar stæk- ka síðan en grunnhugmyndin á bak við þær hefúr alltaf verið hin sama, það eru aðeins afköstin sem hafa aukist og vinnugæðin batnað. Einnig komu heyhleðsluvagnar þá fram á sjónarsviðið. Áður mokuðu menn á vagn úti á velli með handafli eða heykvíslum framan á dráttarvélum en þama kom ný vél sem hirti heyið beint úr múga. Upp úr þessu helltist yf- ir flóðbylgja á prófúnum á hey- hleðsluvögnum. Það voru margar gerðir þá á ferð, bæði varðandi mötunarbúnað og losunarbúnað. Þessir vagnar eru að þróast hér á markaði alveg ffam til 1985. Þeir eru þá orðnir gríðarlega stór tæki með sjálflosandi búnaði og hliðar- færiböndum. Til að koma heyinu fyrir í hlöðu komu jafnframt til sögunnar hey- dreifikerfí sem losuðu menn við að handstýra heyinu úr gnýblás- aranum inni í hlöðunni. Þessi kerfí voru af ýmsum gerðum og ég held ég fari rétt með að fyrsta | 8 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (01.06.2003)
https://timarit.is/issue/351314

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (01.06.2003)

Aðgerðir: