Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 38

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 38
innlagðan lítra. Engar forsendur eru til að áætla vinnumagn á ein- stökum býlum en ef þessari upp- hæð er bætt við breytilegan kostn- að og “afskriftir” kemur út 20,98 krónur /1. Dreifing kostnaðar á einstökum býlum er sýnd á 1. mynd. Þar kemur fram að heyskapur kostar oftast á bilinu 15-25 krónur á hvem innlagðan mjólkurlítra en dæmi era um 6-35 krónur. Þessi munur er geysimikill. Vissulega má fínna margt að gögnunum og niðurstöður eru aldrei betri en það sem að baki liggur. En þessi mun- ur er svo mikill að óhjákvæmilegt er að kostnaður við heyskap verði betur greindur en nú er gert í bú- reikningum Heildarkostnaður á meðalbúið (135 þús 1, 32 kýr, 44 ha) er þá 2.826 þús. krónur eða 63.650 kr/ha og 83 þúsund á kú að teknu tilliti til túns vegna sauðfjár. Hagþjónusta landbúnaðarins reiknar meðalframleiðslukostnað á heyi og var hann kr. 22,78 á kg sumarið 2001 (Hagþjónusta land- búnaðarins 2002b) Þetta samsvar- ar 87.703 kr/ha miðað við áætlaða uppskeru, 3.850 kg þe/ha. Inni í þeim útreikningum er leiga á landi, 4,14 krónur á kíló. Þessi leiga er ekki tekin með í dæminu að ofan en sé hún dregin frá, og framleiðslukostnaður heys þá met- inn kr. 18,64 á kg er hektarakostn- aður kr. 71.764 eða um 8 þúsund krónum hærri en í þessari grein- ingu sem er ótrúlega líkt þeirri niðurstöðu sem hér er fundin. Ingvar Bjömsson (2000) reikn- aði kostnað við “túnreikninginn” sem byggði á kostnaðarskiptingu rekstrarþátta meðal búreikninga- búsins árið 1998. Niðurstaðan var 2.891.770 kr. Túnstærðin var hin sama og nú, um 44 ha og kostnað- ur á ha því 65.700 eða nær sama talan og hér er fundin. Innlögð mjólk í dæmi Ingvars er mun minni eða 99.249 1. Kostnaður á lítra því rúmar 29 krónur. Gagna- söfnin eru ekki sambærileg hvað þetta varðar því að vægi sauðfjár- ræktarinnar er mun þyngra í gögnum Ingvars. Arið 1999 var framleiðslu- kostnaður heys á Möðruvöllum 15 krónur/kg (Þóroddur Sveins- son og Laufey Bjarnadóttir 2000). Það ár gaf reiknilíkan Hagþjónustunnar 18,15kr./kg; uppreiknað í hlutfalli við það er Möðruvallakostnaðurinn 18,75 kr/kg árið 2001 Samhengi hlutanna Kannað var samband reiknaðs verðs/1 og fjölda innveginna lítra, ljölda kúa og hektarafjölda. Fylgni var í þá átt sem vænta mátti, auk- inni stærð fylgdi lægri kostnaður/1. Fylgnin var þó aldrei marktæk. Umræður Það er ljóst að búreikningar nýt- ast ekki vel við að greina kostnað milli þeirra rekstrarþátta sem hér um ræðir. Tekjurnar eru vel greindar, sem von er, og sumir kostnaðarliðir, eins og t.d. áburður og sáðvörur, sem trauðla fer ann- að en á ræktarlandið. Það er þó ekki nægilegt því að á sama búinu getur verið tún, og ræktað kom og grænfóður. Vel má færa rök fyrir því að öll fóðuröflun á búinu eigi að vera í sama pottinum en eins rná rökstyðja það að aðgreina þættina. Þá er að nefna afskrift ræktunar, framræslu og girðinga. Þessir lið- ir eru ekki söluvara á sama hátt og dráttarvélar og eru ekki fymdar í bókhaldi heldur eru nýfram- kvæmdir og endurnýjun gjald- færð. Ef árlegar framkvæmdir af þessu tagi era af svipaðri stærðar- gráðu er eðlilegast að gjaldfæra þær en komi þær óreglulega get- ur verið eðlilegt að færa þær til rekstrar á nokkrum, t.d. 5 árum á svipaðan hátt og kvótakaup en líta ekki á framkvæmdimar sem af- skriftargrunn. Hlutdeild í vélakostnaði er ekki skráð þó að flestir fari nokkra nærri um það hver á sínu búi. Afskriftir eru mjög mismun- andi og ekki endilega í samhengi við endingartíma véla og tækja. Söluhagnaður t.d. dráttarvéla, sem hafa verið flýtifyrndar, kemur hvergi við sögu í tún- reikningi. Uppskera er vægast sagt illa metin. Ekki er hefð fyrir því að fylgjast öðruvísi með afrakstri einstakra spildna en í besta falli með ágiskun og eftir minni þó að undantekningar séu frá þessu sem öðra. Enn frekar gildir þetta um uppskeruna sem fóðureiningar. Tölur forðagæslunnar um upp- skera era afar ónákvæmar. Almennt virðist ekki mikill hvati til þess meðal bænda að greina kostnað við heimaaflað fóður sérstaklega. Undantekning er þó komrækt en stórir þættir kostnaðar þar era þannig að hann blandast ekki við annað, t.d. sáð- kom, uppskera og verkun, sem að auki er að verulegu leyti aðkeypt. Uppskeramæling er líka tiltölu- lega auðveld og gera má ráð fyrir að orkugildi komsins sveiflist á þröngu bili. Raunkostnaður við framleiðslu gróffóðurs hlýtur alltaf að verða mismikill frá búi til bús og að veralegu leyti byggjast hann á skiptingu kostnaðarliða innan bús. I verðlagsgrandvelli kúabúa er tekið mið af vinnumælingum við ýmsa þætti búrekstrarins á völd- um búum. E.t.v. væri hægt að fara svipaða leið í leit að framleiðslu- kostnaði heys; semja við einhvem afmarkaðan hóp bænda um ná- kvæma greiningu á innbyrðis kostnaðarliðum með sérstakri lyklun í bókhaldi og skráningu vinnumanna og tækja. Því þyrfti | 38 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.