Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 11
Einn veigamikill kostur við rúlluheyskapinn er sá að menn sáu að þeir gátu verkað lítið magn í einu og náð heyi fljótt og vel und- an rigningu án þess að þurfa að hugsa um heimkeyrsluna. Víða háttar þannig til hér á landi að miklar vegalengdir eru á tún. Menn eru í auknum mæli famir að nýta jarðir íjarri heimajörðum sín- um og þá kemur þetta sér mjög vel. Einnig er það kostur í stöðunni að unnt er að aka rúllunum heim, þó að það rigni og blási, og ganga frá þeim í stæðum. Hvernig er að jyrna rullur? Eg veit um bændur sem hafa fymt rúllur milli ára með viðun- andi árangri. Það sem brýtur plastið niður em útfjólubláir geisl- ar sólarljóssins. Plast, sem stendur í sól, stífnar fljótt. Og um leið og plastið stífnar þá dofnar og hverf- ur límingin í því. Ef hins vegar plastið er varið gagnvart ljósi þá er unnt að verja heyið mun lengur. Það má gera með ýmsu móti, t.d. að stafla rúll- unum upp í forsælu. Ef menn svo vita fyrirfram að heyið verði fymt þá má bæta við fleiri lögum utan um rúllumar í upphafí, jafnvel upp í áttfalda vafninga. Við mæl- um annars með fjórföldu plasti ef heyið er gefíð fljótlega en sex- földu fyrir gjafír síðvetrar. Síðan er sá kostur líka fyrir hendi að endurplasta ef menn treysta ekki fyrri pakkningu. Þá er því bætt við utan á það sem fyrir er en skilyrði er að rúllumar haldi upphaflegri lögun sinni. Hvað um þessa gífurlegu plast- notkun, hvað verður um p/astið eftir notkun? Við getum gróft sagt að ein plastrúllan fari á hektarann og rúllumar em oft 22-25 kg. Að frumkvæði Stéttarsambands Prófun á slátturþyrlu á Hvanneyri árið bænda var árið 1990 skipuð nefnd til að fjalla sérstaklega um ráð- stöfun plastsins eftir notkun. Um- hverfisráðherra skipaði nefndina. Frá landbúnaðinum tókum við Þórólfúr Sveinsson á Ferjubakka þátt í því starfí. Nefndin skilaði skýrslu og þar lögðum við til að skoða ýmsar leiðir. Ein var sú að endurvinna plastið til filmugerðar. Sú leið reyndist þó ekki fær vegna óhreininda sem fylgja plastinu. Önnur leið var að nota filmuna í vinnslu með öðmm efnum, t.d. í gangstéttarhellur, byggingarefni o.fl. Gúmmívinnslan á Akureyri prófaði slíka ffamleiðslu en söfn- unarkostnaðurinn reyndist of mik- ill og markaður fyrir framleiðsl- una ekki nægur. Fleiri aðferðir voru reyndar eins og háhita- brennsla í fjarvarmaveitum en það reyndist einnig of kostnaðarsamt. Um þetta leyti var lögfest að öll brennsla á sorpi heima á bæjum var bönnuð, þ.á m. á plasti. Allur úrgangur á að fara í sorpstöð. Því lögðum við til við sveitarfélögin að þau sæju til þess að aðskilja söfnun á plasti ffá söfnun á öðmm úrgangi og urða plastið sérstak- lega þannig að unnt væri að ganga 1992. (Ljósm. Grétar Einarsson). að því vísu aftur. Plastið hefúr mjög hátt bmnagildi en eitt kg af plasti jafngildir einu kg af bensíni. Nú hefur verið ákveðið að leggja umhverfísgjald á plastið um næstu áramót. Þar með er kominn fjárhagslega betri gmnd- völlur fyrir að urða það með skipulegum hætti sem verðmæti. Plastið rotnar ekki í jörðu eftir því sem best er vitað. Hins vegar í framtíðinni, þegar við eigum orðið þúsundir tonna af þessu ígildi eldsneytis í jörðu, þá er lík- legt að skapist aðstæður til nýt- ingar á því. Finnst þér að með plasthjúpuð- um böggum sé komið kerfi við heyskapinn sem erfitt verði að slá út? Gagnvart því sem lýtur að fóð- urverkun og fóðuröflun við okkar aðstæður þá er ekki í sjónmáli önnur aðferð aðgengilegri fyrir okkur á meðan fóðuröflunin er svona dreifð. Það gæti breyst á stærri jörðum þar sem flatgryfjur koma vel til greina að uppfylltum skilyrðum sem áður vom nefnd. Við höfúm reiknað dæmið fram Freyr 5/2003 - 11 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.