Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 6
Bændaskólinn á Hvanneyri eignaðist þúfnabana fyrir meira en hálfri öld. Ár- ið 2000 var hann fluttur í hús til vörslu hjá Búvélasafninu á Hvanneyri en þar á að gera hann upp. (Ljósm. Grétar Einarsson). hann hafði kynnst því í Skot- landi. Að frumkvæði hans og Olafs Guðmundssonar fengum við um 1980 mann frá Skotlandi með sér- þekkingu í þessu til að leiðbeina okkur við að setja upp girðingar. Þetta hlóð svo utan á sig og um þetta leyti vaknaði áhugi Land- græðslunnar á þessari tækni. Þá var verið að hanna Blönduvirkjun og leggja út tilraunir með það hvemig best væri staðið að upp- græðslu á landi í stað þess sem fór undir lónið. Aætlað var að rækta þar upp um 3.000 hektara og til að hafa fast land undir fótum þurfti að finna með tilraunum hvaða gras- tegundir ættu þama við til upp- græðslu og beitar. Það vom settar upp íjórar tilraunagirðingar á Auðkúluheiði og tvær á Eyvind- arstaðaheiði til að gera stofna- og áburðartilraunir. Bútæknideild vann í nokkur ár að þessu verk- efni með styrk frá Landsvirkjun. Girðingamar voru settar upp með ýmsu móti því að jafnframt þurfti að prófa hvernig rafgirðingar stæðu af sér veður þama uppi á hálendinu. Við fengum með þessu móti dýrmæta reynslu um það hvemig við ættum að leiðbeina bændum um notkun rafgirðinga, svo sem um efnisval og uppsetningu. Bændur tóku þessari tækni opn- um huga enda kostnaður aðeins um helmingur miðað við hefð- bundnar girðingar. Landgræðsl- unni, Skógræktinni og síðar Sauð- ijárveikivömum og Vegagerðinni þótti þetta einnig áhugavert og tóku þátt í þessu þróunarstarfi með okkur. I framhaldinu vom svo haldin rafgirðingamámskeið víða um land. Hvernig er staða rafgirðinga eins og nú er komið? Tölulega höfum við ekki yfirlit um útbreiðslu rafgirðinga, þar sem ekki eru lengur veittir styrkir út á girðingaframkvæmdir. Ég held að Landgræðslan noti að verulegum hluta rafgirðingar, einkum þar sem um sumarvörslu er að ræða. í þeim tilvikum er raf- magnið tekið af á haustin og girð- ingunni slakað niður eftir aðstæð- um á hverjum stað og þær em þá tilbúnar til uppsetningar að vori. Þessar girðingar ganga hvort sem er fyrir sólarsellum eða em tengd- ar veitukerfínu. Skógræktin, Vegagerðin og bændur almennt nota einnig rafgirðingar í vemleg- um mæli. Notkun rafgirðinga hefur þróast hér innanlands þannig að í upp- hafi var verið að flytja inn harð- viðarstaura fyrir þessar girðingar. Þeir reyndust misjafnlega vegna þess að sumar gerðir þeirra vom vatnsdrægar. Það leiddi aftur til þess að það varð útleiðsla sem oft fór inn á símkerfið. A tímabili var svo komið að Póstur og sími vildi afleggja rafgirðingar þar sem sími var lagður í jörðu samsíða rafgirð- ingum og tmflanir urðu á síma- sambandinu. Það var lögð mikil vinna í að rannsaka þetta vandamál og þá kom í ljós að nokkuð víða vom símakaplarnir ekki nógu vel skermaðir gagnvart þessum tmfl- unum, auk þess sem galli var á rafgirðingunum, efni ekki nógu gott, þ.e. stauramir leiddu í jörðu og jarðskaut heima við bæi og meðfram girðingunum voru ófull- nægjandi. Það tókst að ráða bót á þessu, auk þess sem á markað komu inn- lendir staurar úr plasti sem full- nægja öllum kröfum um einangr- un. 1 því sambandi má sérstaklega nefna Jón Hjartarson á Læk í Ölf- usi sem hefur unnið gott starf á þessum vettvangi. Til framleiðsl- unnar notar hann einkum úr sér gengin fiskinet og rúlluplast, bræðir þau upp og býr til sérstak- ar blöndur sem hann steypir þessa staura úr. Hann er einnig þekktur fyrir framleiðslu á vegstikum fyr- ir Vegagerðina. Fyrir utan það að þetta er til- | 6 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.