Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 35

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 35
Ahrifavaldar á fram- leiðslukostnað heys Yfirlit Reynt er að nálgast framleiðslu- kostnað heys (túnreiknings) í útaki búreikningabúa með yfir 90% greiðslumarks í mjólk. Til að fá samanburð búa er kostnaði deilt á innlagða mjólkurlítra. Inni í þeim kostnaði er öll nautakjötsframleiðsla og uppeldi. Fjöldamargir óvissu- þættir eru í þeim útreikningum. Að jaftiaði reyndist hluti túnreiknings í framleiðslukostnaði mjólkurlítrans 19,89 krónur og fjórðungsmörk 15,51 og 23,36 krónur. Inngangur Framleiðslukostnaður á heyi er óvissustærð í íslenskum búskap og raunverulegt verð jafnbreyti- legt og búin eru mörg. Sumir kostnaðarþættir teljast aðföng svo sem áburður, plast, íblöndunar- efni, aðkeypt vinna manna og véla og flutningar. Þessa þætti er yfir- leitt hægt að mæla með nokkurri vissu. Verra er með kostnaðarliði innan bús. Þar á meðal er kostnað- ur við rekstur tækja og véla, af- skriftir véla, ljármagnskostnaður og vinna. Yfirleitt er ekki um að ræða hreina skiptingu þessara kostnaðarliða milli þátta í bús- rekstrinum. Við bætist hvemig meta á afskriftir véla og tækja, margir bændur flýtifima t.d. hrað- ar en sem nemur raunvemlegri verðrýmun vélanna. Enn má nefna gamalt álitamál úr búreikn- ingum og sem Guðmundur heitinn Jónsson notaði til að fá nemendur til að brjóta heilann, á hvers kostnað er útakstur á skít? Hve- nær lýkur heyskapnum, fyrir 15 ámm hefðum við talið augljóst að honum lyki þegar heyið er orðið fullþurrt í hlöðu rétt eins og sjálf- sagt þykir að reikna plast og gam til heyöflunar nú. En hvað með vélavinnu við að flytja rúllur úr stæðu að fjósi? Þá er enn ótalinn vinnuþátturinn sem í fæstum tilfellum er skráður. Eitt vandamál er hvemig á að taka með kostnað við túnið sjálft, þ.e. ræktunarkostnað og afskrift hans. Ingvar Bjömsson (2000b, 2001) tók tillit til mismunandi endingar túna í reiknilíkani sínu að verð- mati heys en Hagþjónusta land- búnaðarins gerir ráð fyrir tiltek- inni afskrift, 2,5% af ræktun og 5% af girðingum, í árlegum út- reikningi sínum á framleiðslu- kostnaði á heyi (www.hag.is). Við útreikning Ingvars og Hag- þjónustunnar em sett fram reikn- uð dæmi til að komast að niður- stöðu. Hér verður þess freistað að nota gagnasafn Hagþjónustu land- búnaðarins, þ.e. búreikninga, til að meta heykostnað á kúabúum. Sem grunn að gagnasafninu voru tekin út kúabú sem notuð em við uppgjör túnreiknings í ritinu Niðurstöður Búreikninga 2001 (Hagþjónusta landbúnaðarins 2002a), 131 af 168 sérhæfðum kúabúum sem til uppgjörs komu. Ymsar ástæður liggja til þessarar grisjunar, svo sem ófullkomnir túnreikningar og einnig var þama kastað út búum, sem stunda kom- og/eða grænfóðurrækt, því að kostnaðarskipting þar á milli er oft óljós. Hreinsun gagnasafnsins Til að gera gagnasafnið einsleit- eftir Ríkarð Brynjólfsson, Land- búnaðar- háskólanum á Hvanneyri og Jónas Bjarnason, ara var það enn hreinsað sam- kvæmt eftirfarandi forsendum: 1. Aðeins vom tekin bú með yfir 90% heildargreiðslumarks í mjólk. Þetta fækkaði búum mikið en sérhæfð kúabú teljast þau, sem hafa yfir 70% tekna afreglulegri starfsemi, af naut- gripum 2. Aðeins voru tekin með bú með greiðslumark milli 80.000 og 200.000 lítra. Við þetta duttu nokkur bú út. Bú yfír 200.000 lítra voru tiltölulega fá og dreifð, en bústærð á þessu bili (80-200 þús. 1) var ágætlega samhangandi. Að þessu loknu var túnstærð leiðrétt vegna fjáreignar þannig að einn hektari var dreginn frá fyrir hveijar 10 vetrarfóðraðar kindur. Búum sem eftir það fóm niður fyrir einn eða yfír tvo ha/kú var kastað. Sérhæföu kúabúin vom með allt frá 0,5 til 4,0 ha/kú Freyr 5/2003 - 35 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.