Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 39
að fylgja skráning uppskeru
hverrar túnspildu.
í flestum tilvikum mætti líklega
komast nærri hinu “sanna” með
notkun reiknilíkans þess sem Ing-
var Bjömsson (2000a) notaði, en
það er norskt að uppruna (0yvind
Hansen 1997). I því felst að innri
og ytri kostnaðarliðum, föstum og
breytilegum, er skipt á “búgreinar”.
Það verður ekki nákvæmt nema
með traustu bakgmnnsbókhaldi en
í flestum tilfellum munu bændur
geta greint nægilega vel á milli
þannig að bærileg nálgun náist.
Gróffóðuröflunin er svo stór lið-
ur í rekstrarkostnaði allra búa að
óviðunandi er að hafa engar raun-
tölur til að styðjast við. Það á jafnt
við um tilkostnað og afrakstur.
Heimildir:
Asdís B. Geirdal og Ingibjörg Sig-
urðardóttir 2002. Niðurstöður úr
vinnuskýrslum 2001. Rit Hagþjónustu
landbúnaðarins nr. 2:2002, 48-59.
Hagþjónusta landbúnaðarins
2002a. Niðurstöður búreikninga
2001. 112 síður.
Hagþjónusta landbúnaðarins
2002b. Aætlaður beinn kostnaður við
heyframleiðslu sumarið 2002.
http://www.hag.is/01 heykostnad-
ur2002.pdf
Ingvar Bjömsson 2000a. Er heyið
þitt dýrara en kjamfóður? Freyr,
96,12-14.
Ingvar Bjömsson 2000b. Hagkvæm
gróffóðurframleiðsla á kúabúum.
Ráðunautafúndur 2000, 330-337.
Ingvar Bjömsson 2001. Gróffóður
á kúabúum. Rit búvísindadeildar nr.
25, 40 bls.
Þóroddur Sveinsson og Laufey
Bjamadóttir 1999. Samanburður á al-
íslenskum, Angusxíslenskum og
Limósínxíslenskum nautgripum. I -
At, vöxtur og fóðumýting. Ráðu-
nautafúndur 2000, 179-195.
0yvind Hansen 1997. Norden, 15
1997.
(Greinin er að stofni til erindi
frá Ráðunautafundi 2003).
Molar
Lúpína í fiskafóður
Norska fyrirtækið Skretting,
sem framleiðir fóður til fiskeldis,
er farið að nota prótein úr lúpínu
til fóðurgerðarinnar. Auk þess
sem próteinið hentar vel i þessu
skyni þá er það ódýrt miðað við
hliðstæð efni á markaðnum.
Lúpína er ræktuð í sáð^kipt-
um víða um heim til að auka
frjósemi jarðvegsins, en jurtin
safnar köfnunarefni úr loftinu
með aðstoð gerla. Prótein í
fiskafóður er þannig viðbótar
hagnaður af ræktuninni, að sögu
Anita Viga framleiðslustjóra hjá
Skretting. Hún tekur einnig fram
að lúpínan sé ekki erfðabreytt,
sem er kostur umfram ýmsa
aðra próteingjafa á markaðnum.
Rannsóknir, sem fyrirtækið
hefur látið gera, sýna að nota
má allt að 25% af lúpínu í laxa-
fóður, en það er blómskipan jurt-
arinnar ásamt fræi sem notuð er
í þessu skyni. Það dregur úr
notkun á fiskimjöli sem meiri
eftirspurn er eftir en unnt er að
anna.
(Pá Mærkanten,
útgefandi Skretting, nr. 2/2003).
Lengsta HAF TRÉBRÚAR
í HEIMI
í febrúar sl. var reist í Flisa á
Heiðmörk í Noregi trébrú með
lengsta haf sem vitað er um eða
181,5 m. Brúin er með tvær ak-
brautir, auk göngubrautar. Það
er fyrirtækið Moelven Limtre AS
sem framleiddi til límtrésbitana
en Vegproduksjon AS sem setti
hana upp.
Límtré hefur á síðari árum sótt
mjög á sem burðarvirki í bygg-
ingar og stendur öðrum efnum á
sporði um burðarþol og endingu.
(Norsk Landbruk nr. 7/2003).
Leiflrétting
Kynbótamat fyrir endingu mjólkurkúa
í síðasta blaði, nr. 4/2003, í 1 ekki rétt. Rétt mynd fylgir hér
greininni „Kynbótamat fyrir end- með. Blaðið biðst velvirðingar á
ingu mjólkurkúa” eftir Baldur H. þessum mistökum.
Benjamínsson, á bls. 30, er mynd Ritstj.
Ending íslenskra mjólkurkúa 1990-2002
Förgunarár
Mynd 1. Ending íslenskra mjólkurkúa 1990-2002.
Freyr 5/2003 - 39 |