Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 29

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 29
4. mynd. Varpasveifgras. (Nordens flora). íþróttavöllum. Þetta er algeng teg- und í íslenskum knattspymuvöll- um og sums staðar erlendis er fjölærum afbrigðum af því sáð í íþróttavelli. Það þroskar fræ í flestum árum og því er oft mikill fræforði í túnum. Það vex því fljótt upp úr kalskellum þar sem önnur grös hafa drepist. Varpasveifgras finnst i túnum um allt land. Meira er af því í tún- um á Norður- og Vesturlandi en á Suður- og Austurlandi. Það er einnig algengara í blautum túnum en þurmrn. Varpasveifgras hefur lítið verið skoðað í tilraunum. Sumarið 1970 mældist uppskera af því 7 hest- burðir þe./ ha 1. júli en tæplega 30 í byrjun ágúst. Þurrefnisinnihald varpasveifgrass er ffekar lágt og erfítt er að þurrka það. Skepnur éta varpasveifgras ágætlega. Knjáliðagras Knjáliðagras (5. mynd) líkist háliðagrasi en er mun lágvaxnara og krækklóttara í vexti. Oft eru mörg hné á stráinu og þau geta skotið rótum og myndað nýjar plöntur. Blöðin em með upp- hleyptum röndum á efra borði en samt mjúk viðkomu og fremur þykk. Knjáliðagras skríður snem- ma og þar sem mikið er af því myndar það svartar breiður í tún- inu. Þó svo að knjáliðagras fmnist um allt land er yfírleitt lítið af því nema á þremur svæðum. Þessi svæði eru Mýrar vestra, Ames- sýsla og vestanverð Rangárvalla- sýsla og A-Skafafellssýsla. A þessum svæðum em víða kletta- borgir og mýrarsund á milli sem getur verið erfítt að þurrka. Knjáliðagras þrífst einmitt vel í frekar blautum jarðvegi. Það þolir ágætlega bæði frost og svell. Knjáliðagras hefur ekki mikið verið skoðað í tilraunum. Upp- skera knjáliðagrass var mæld sumarið 1970 á Qómm mismun- andi tímum. Uppskeran mældist 13.1 hkg þe./ha þann 29. júní en 51.2 hkg þe./ha 10. ágúst. Meltan- leiki reyndist nokkuð hár eða 80% 29. júní og féll hægt framan af en var kominn í 71% 10. ágúst. Það er frekar erfítt að þurrka það. Blómplöntur Ymsar blómplöntur vaxa í gömlu túnunum, t.d. sóleyjar, fíflar, túnsúra, haugarfí, vegarfi, hvítsmári, vallhumall og fleiri. Flestar þessar tegundir gefa litla uppskem en oft er hlutfall stein- efna hærra í þeim en í grösunum. Hvítsmári telst góð fóðurjurt en íslenski hvítsmárinn gefur litla uppskeru. Sumar þessara teg- unda innihalda beiskjuefni sem gera það að verkum að skepnur sneiða hjá þeim. Tegundir sem em ekki bitnar breiða úr sér þar sem tún em einungis beitt en ekki slegin. Lokaord Grösin sem hér hafa verið kynnt em ekki eins góð fóðurgrös og vall- arfoxgras, vallarsveifgras eða snemmslegið háliðagras en sum þeirra gefa nokkuð mikla uppskem. Þótt þau séu ekki bestu tegundimar fyrir hámjólka kýr geta þau verið ágætt fóður fyrir geldneyti, sauðfé um miðjan vetur og hross. Þau hafa ýmsa kosti aðra eins og þol gegn kali og traðki. Það getur því verið gott að eiga einhveijar spildur með þessum gamla túngróðri og stund- um er hreinlega ekki hægt að vinna þær upp eins og áður hefur komið ffam. Með því að eiga þessar spild- ur varðveitum við einnig fjöl- breytileika þessara tegunda sem gæti komið sér vel síðar meir, t.d. við kynbætur á viðkomandi tegund. 5. mynd. Knjáliðagras. Ágúst H. Bjarnason og Eggert Pétursson, 1983). Freyr 5/2003 - 29 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.