Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 13
gryfjunni. Þar eru sjálfvirkir af- takarar og oft komin fullkomin mælitækni til að mæla eiginleika mjólkurinnar á staðnum, svo sem leiðni, hitastig hennar o.fl. Þessar upplýsingar fara inn í tölvubúnað sem gefúr merki um það hvort einhver krankleiki sé hjá viðkom- andi grip eða tækjabúnaðurinn í ólagi. Það gefur möguleika á betra eftirlit með hjörðinni og á að kippa út gripum til meðferðar ef tilefni er til. Fóðrunartæknin. Islenskir kúabændur hafa sýnt nýjungum í gjafatækni mikinn áhuga. Þar má nefna ýmiss konar gjafagrindur, þar sem gripirnir hafa aðgang að fóðrinu allan sólar- hringinn og heyið er ýmist í rúll- um eða í skomum bitum. I þessu samhengi eru menn famir að tala um stutta fóðurganga eða garða eða m.ö.o. að allir gripir þurfa ekki að komast að fóðrinu í einu. Stutt- ir fóðurgangar þýða að sjálfsögðu lægri byggingarkostnað. Umfangsmiklar rannsóknir em nú í gangi til að greina kosti og galla þessarar gjafatækni. Þar má nefna þætti eins og atferli grip- anna, fóðumýtingu og tæknilegar útfærslur. Fóðurbœtisgjöf? Tækni við fóðurbætisgjöf er nú orðin nokkuð stöðluð verslunar- vara, þ.e. svonefndir kjamfóður- básar. Sífellt fleiri bændur nýta sér þessa tækni en hún býður upp á mun nákvæmari fóðurskömmt- un sem er þá í samræmi við nyt hvers einstaks grips á hverjum tíma. Þessi tækni er oft nefnd í sömu andrá og þegar rætt er um nákvæmnisbúskap. Hann gengur í stómm dráttum út á að auka ná- kvæmni í öllum aðföngum sem þarf til framleiðslunnar, nýta allt betur og draga efitir því sem kost- ur er úr notkun spilliefna. Gripahús á norðurslódum Verið er að koma á fót viða- miklu samnorrænu rannsókna- verkefni þar sem við munum verða þáttatakendur. Það gengur í stórum dráttum út á það að rann- saka með hvaða hætti er skynsam- legt að byggja gripahús á norður- slóðum. Þar má nefna þætti eins og úr hvaða efni og hvaða kröfur þarf að gera til aðbúnaðar innan- dyra, svo sem varðandi hitastig og rými. Þetta er gríðarlega umfangs- mikið verkefni og gert ráð fyrir nokkurri verkaskiptingu milli landa. I okkar hlut mun sennilega falla að rannsaka hvemig koma má fyrir svokallaðri náttúrulegri loftræstingu, þar sem veðurfars- aðstæður eru erfiðar. Sú tilhögun loftræstingar byggir á því að unnt sé að lyfta upp mæninum og lækka eftir þörfúm. Hann er þann- ig útbúinn að koma má í veg fyrir innfenni. Annar þáttur, sem fellur sennilega í okkar hlut, em rann- sóknir á gjafatækni með gróffóð- ur. Sauðfjárrœktin ? Eins og allir vita eru þrengingar í sauðfjárræktinni og skiptar skoð- anir um það hvernig bregðast skuli við. Alla síðustu öld vomm við að auka tæknistigið við sauð- fjárræktina, auka húsrými, fóðmn og frjósemi o.s.frv. Hvað ætlum við að halda lengi áfram á þeirri braut? Margt bendir til að með því að fara aðeins til baka, til fyrri bú- skaparhátta, megi lækka tilkostn- að vemlega? Menn ræða oft um hvort þróa eigi búskapinn í átt að því sem menn kalla “intensiva” og “ekstensiva” framleiðslu, sem mætti kalla ”þétta” eða “dreifða” framleiðsluhætti. Það eru auðvit- að margar hliðar á því máli en markmiðið í sauðQárræktinni hlýtur að vera að auka neyslu lambakjöts. Ein forsenda þess er að hagræða í ffamleiðsluháttum. Ég er nokkuð sannfærður um að með markvissum aðgerðum megi þróa framleiðsluferilinn í átt til aukinnar framleiðni og betri land- nýtingar. Sjónarmið dýravelferðar? Já, þá emm við komin að þætti sem mjög tengist húsvist grip- anna. Margir spyrða þá umræðu við lífrænan búskap. Þar eru sett- ar mjög strangar kröfur einmitt um aðbúnaðarþáttinn. I framtíð- inni munu í auknum mæli brenna á bændum kröfur neytenda um rekjanleika vörunnar og hvemig framleiðendur eiga að bregðast við þeim. Iðulega eiga sér stað umræður um það hvort framleið- endur hafi gengið of langt í um- gengni við náttúruna og búféð, notkun skaðlegra hjálparefna og hvemig unnt er að snúa fram- leiðsluháttum til betri vegar. í framhaldi af því er eðlilegt að spyrja hvort neytendur séu tilbún- ir til að taka þátt í þeirri þróun og þá þeim kostnaði sem kann að fylgja hærra vömverði. M.E. Nýtt skrifstofuhús á Hvanneyri Nýtt skrifstofuhús á Hvann- eyri í eigu Borgarfjarðarsveit- ar var tekið í notkun sumarið 2003. Þar em til húsa Hag- þjónusta landbúnaðarins, Framleiðnisjóður landbúnað- arins, Landssamband kúa- bænda, Skógræktarráðunautur Skógræktar ríkisins á Vestur- landi, Vesturlandsskógar, Hér- aðssetur Landgræðslu ríkisins á Hvanneyri og byggingafyr- irtækið PJ Byggingar. Þá ligg- ur fyrir ákvörðun Búnaðar- samtaka Vesturlands um að flytja starfsemi sína í húsið. Freyr 5/2003- 13 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.