Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 12
Bændaskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins efndu til rúllubagganámskeiðs i Narssassuaq á Grænlandi árið 1995. Leiðbeinendur voru Grétar Einarsson, lengst til vinstri á myndinni, og Bjarni Guðmunds- son, lengst til hægri. og aftur og borið þetta saman við að reisa hlöður, byggja súgþurrk- unarkerfí, raforku til súgþurrkun- ar o.fl. og allir þessir kostir virðast mun kostnaðarsamari en þessi verkunaraðferð. En eru ekki einhverjir ókostir við plastrúllurnar? Jú, menn hafa orðið fyrir ýms- um skakkaföllum við þessa að- ferð. Eg held þó að það megi oft rekja þau til þess að vinnubrögðin séu ekki nógu góð. Að frátöldum skilyrðum um gott hráefni eru það þau að menn vandi ekki þjöppun heysins í vélunum nægilega, pökkunarvélamar ekki rétt stilltar, of langt líði frá rúllun að pökkun þannig að hitamyndun skaði verk- unarferilinn, ógætileg meðferð við flutning þannig að hjúpurinn skaðist og frágangur í stæðum sé ekki nægilega vandaður. Þá koma oft upp ýmsir vankantar þegar kemur að því að athafna sig með rúllumar innahúss. Að lokum er það umgengni með plastið eftir notkun. Hvað um fugla sem stinga gat ú rúllurnar eða nagdýr sem gera göt ú þœr? Það er ekki eins alvarlegt vandamál og áður því að heyið er nú að jafnaði þéttara í rúllunum. Það em mikil áraskipti að því hve ágangur músa er mikill. Erlendis verja menn rúllustæðumar með því að hella t.d. smurolíu kringum þær. Hér á landi heför gefist best að nota gildrur. Erfiðara er að verjast föglum nema með því að setja net yfir stæðumar. Eitranir? Já, það kemur fyrir að líkams- leifar dýra lendi í böggunum, hvort sem það em mýs eða þegar hreiður em í ljánni. Þessar leifar ná að rotna í heyinu við loftfirrðar aðstæður og þá getur myndast bótulín sem er baneitrað efni og ekki þarf nema brot úr grammi til að drepa þá skepnu sem étur það og rekjanleikinn oftast mjög erfið- ur. Hættan á þessu er eitthvað landshlutabundinn. Sennilega er hún mest þar sem hreiður em í slægjunni en einnig þar sem mýs drepast í hreiðmm inni í heystæð- unni. Mjög mikilvægt er að menn séu ávallt á varðbergi gagnvart þessari hættu. Að lokum. Hvaða verkefni eru það um þessar mundir sem helst brenna ú ykkur sem sinnið bútækni i Jandbúnaði? Það má segja að við séum búnir að ná nokkuð góðum tökum á því sem fram fer utan dyra, þ.e. jarð- rækt og fóðuröflun. Varðandi jarðræktina hefur orðið alveg bylting eftir að komræktin fór að eflast. Eftir að hún kom til sög- unnar eru sáðskipti eðlilegur þátt- ur í ræktuninni hjá fjölda bænda. Jarðræktartækni hefur breyst mjög mikið á tiltölulega stuttum tíma þannig að þótt ekki sé stund- uð komrækt hefur endurræktun stóraukist. Þegar aftur kemur að innan- hússtækninni þá em þar að gerast margháttaðar breytingar. Þar em að koma ýmiss konar reglugerðir um aðbúnað gripanna og það kall- ar oft á endurskipulagningu á öllu fyrirkomulagi innanhúss. Ef við lítum þar fýrst á kúabú- skapinn þá er lausaganga gripanna nú allsráðandi í nýbyggingum. Hún útheimtir aftur allt aðra tækni við mjaltir og jafhvel fóðmn en áður. Hvað mjaltimar varðar þá þekkja menn umræðuna um sjálf- virka mjaltatækni, hún mun koma smátt og smátt, jafnffamt því sem tækjabúnaðurinn mun lækka í verði. Hins vegar verða mjaltagryfjur áfram einnig mikið notaðar. A stórbúum erlendis nota menn hringekjur og stóra dálkabása því að þeir em miklu afkastameiri en sjálfvirk mjaltatækni og það þarf minni mannskap til verkanna. Sjálfvirknin er þar það mikil að það er nánast bara eftirlitsmaður í 112 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.