Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 9

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 9
kerfíð hafi verið sett upp hér á Hvanneyri árið 1978. Votheysverkun um þetta leyti? Votheysverkunin hófst í gryfj- um snemma á öldinni og svo tóku steyptu tumamir við en um þetta leyti koma flatgryfjur til sögunn- ar. Það var um 1970 sem leiðbein- ingaþjónustan fer að mæla með slíkum gryfjum að erlendri fyrir- mynd. Þónokkuð mikið var byggt af slikum heygeymslum í fram- haldi af því og þá af ýmsum gerð- um. Það var lögð mikil vinna í rann- sóknir tengdum þeim. Kannað var hvemig standa skyldi að hirðingu og hvemig best væri að loka yfir- borðinu, ennffemur hvemig koma ætti blöndunarefnum í heyið til að ná betri verkun. Síðan kom að los- uninni og flutningi fram á fóður- gang ogjötu. Aðalvandann við verkun í flat- gryQum tel ég vera þann að menn þurftu að hirða á mjög skömmum tíma í gryfjumar til þess að það yrði ekki óhófleg hitamyndun. Það atriði varð ýmsum fjötur um fót. Það gerðist einkum ef það gerði langvarandi ótíð áður en hirðingu var lokið. Menn bmgðust við þessu t.d. með því að skipta gryfjunum í smærri einingar með milliveggj- um og reyna að troða heyið sem allra best. I því skyni vom dráttar- vélamar handhægastar. Aður höfðu menn notað grjót og vatns- belgi til fergingar. Til gamans má geta þess að þegar verkun hófst hér á Hvanneyri í “nýju gryfjun- um” tróðu menn með hestum sem vom látnir síga niður í gryfjurnar. I lok tímabils flatgryQubygg- inganna vom menn komnir með gríðarmiklar byggingar sem einkum var áberandi í sauð- fjáræktinni. Áburðarkjallararnir famir að nálgast 3ja metra dýpt, fjárhúsin vom með 2,5 m vegg- hæð og lokum 5 metra vegghæð í flatgryfjum. Reiknað sem rými á kind þá var þetta orðin óhófleg fjárfesting. 1 raun var aldrei tekið á því hve mikið íjármagn var bundið í þessari umgjörð miðað við framleiðslumagnið. Megin áhersla var lögð á vinnuléttinn og að skapa góða aðstöðu á vinnu- stað. Svo voru það heymetistumarnir. Já, menn sáu þessa tækni not- aða erlendis og að verka mátti hey í þeim með mjög góðum ár- angri í loftþéttu rými. Turnarnir voru byggðir úr húðuðum stál- plötum og boltaðir saman á staðnum. Nokkrir bændur aðhylltust þessa tækni og tókst ágætlega að verka í þeim. Tumamir voru með tvennu móti, annars vegar með botnlosun og hins vegar topplos- un. Það þurfti að forþurrka heyið vel fyrir hirðingu, eða í 50-60% þurrefni, væri þurrefnið minna var hætta á lakari verkun, heyið gat frosið fast við hliðamar. Mikla orku þurfti til að saxa | heyið, helst niður í eina tommu og blása því síðan í tuminn sem gat verið 20 m á hæð. Til þess urðu menn að nota öflugar vélar, gjam- an vörubílsmótora. Þessir tumar vom liður í þróuninni en upphaf þeirra má rekja til Bandaríkjanna þar sem stunduð var svokölluð núllfóðrun, þ.e. gripimir voru fóðraðir innandyra og var aldrei hleypt út. Þá var hægt að heyja í tuminn og fóðra samtímis úr hon- um. Eg gæti trúað að það hafi verið reistir 15-20 slíkir tumar hér á landi og einhverjir munu vera í notkun ennþá. Rúllurnar Það gerist svo í kringum 1980 að á markaðinn koma svokallaðar rúlluvélar, upphaflega komnar frá Bandaríkjunum þar sem þær vom notaðar til að rúlla upp gróffóðri. Rúllumar voru svo jafnvel látnar standa óvarðar úti á túni þar sem geldneytin gátu gengið i þær allan vemrinn. Síðan fara Hollendingar að skoða það hvort það væri ekki ráð að loka rúllurnar af, með því að raða þeim upp í stæður og loka þeim siðan með plastdúk. Það lukkaðist nokkuð vel og er hey ennþá verkað þar með þeim hætti. Við reyndum þetta hér á Hvann- eyri en okkur gekk illa að hemja plastið á stæðunum. Það vildi blakta og við það mynduðust smá- göt og verkunin spilltist. Síðan gerist það sem Halldór Pálsson nefndi pokastigið hið seinna. Þá var m.ö.o. farið að setja rúllumar í plastpoka. Það var tölu- vert gert af því í ein 4-5 ár. Verk- unin tókst alveg þokkalega, en menn urðu lúnir í höndunum við að loka öllum þessum pokum, plastið var þykkt, og þetta kostaði töluverð átök. Árið 1985 gerist það, eftir því sem sagan segir, að tveir menn, Ástrali og Norðmaður, hittast hjá Kvernelandsverksmiðjunum á Jaðrinum í Noregi og fara að ræða hvort ekki megi fínna aðra leið til að útiloka loftið frá rúllun- um. Þá verður til sú einfalda hug- mynd að snúa rúllunni og vefja plasti utan um hana um leið. Það er svo Kvemeland sem fyrstir ffamleiða pökkunarvélina. Hing- að kemur fyrsta vélin í prófun 1986. Það tókst ágætlega til með pökkunina og plastgerðina, þann- ig að verkunin varð með ágætum að því tilskildu að hráefnið væri gott og viðhöfð væm rétt vinnu- brögð. Næstu 3-4 árin fer þessi aðferð að vekja verulega athygli og menn taka að kaupa vélamar í nokkuð miklum mæli, jafnframt því sem tæknin við pökkunina og rúlluvél- Freyr 5/2003 - 9 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.