Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 18

Freyr - 01.06.2003, Blaðsíða 18
berrar þjónustu á landsbyggðinni fyrir afkomu kvenna. I flestum tilvika telja konumar að um óbreyttan búrekstur verði að ræða til framtíðar en þriöjung- ur kvennanna sér fram á að af- komendur taki við búinu við starfslok þeirra. Helst eru það lít- il bú í Vestur-Húnavatnssýslu sem búast má við að fari í eyði er ábú- endur hætta búrekstri. Tæplega þriðjungur kvennanna ætlar sér að reyna að stækka búið til að bæta stöðu sína og ekki virðist vera mikill áhugi á að skipta um bú- greina eða bæta við aukabúgrein. Gagnrýni kom fram á grunn- skólann, en liðlega helmingur kvenna á Norðurlandi vestra telur að daglegur skólatími sé of lang- ur, böm verji of löngum tíma dag- lega í skólabílnum og að það skorti sveigjanleika m.t.t. tíma- bundinna starfa í sveitum. Þessi svör gefa til kynna að gmnnskól- inn taki meira mið af aðstæðum bama í þéttbýli en dreifbýli varð- andi skipulag og umgjörð. Meira en helmingur kvenna i Húnavatnssýslum telur að aðstæð- ur bama til að afla sér framhalds- menntunar séu slæmar en aðeins fjórðungur svarar því til í Skaga- ijarðarsýslu. Væntanlega spilar þama inn i að á Sauðárkróki er framhaldsskóli en enginn fram- haldsskóli er í Húnavatnssýslum. Einnig mátti sjá mun á svömm kvenna eftir bústærð en stærri bú- in virðast betur í stakk búin til þess að fjárfesta í menntun bama. í flestum tilvikum hófú konum- ar búskap á jörðunum vegna þess að maki þeirra ólst þar upp, eða í 47% tilvika, en aðeins 17% kvennanna hafði alist þar upp. Þama kom glöggt fram að búin ganga frekar til sona en dætra. Áhugi á búfé, búskap og því að búa í sveit réð einnig miklu urn búsetuval hjá 36% kvennanna. Algengast er að um fjölskyldu- bú sé að ræða og að makinn sé skráður fyrir búrekstrinum. Það þýðir einfaldlega að í langflestum tilvikum er staðið í persónulegri ábyrgð fyrir rekstrinum í staðinn fyrir þá takmörkuðu ábyrgð sem einkahlutafélag felur í sér. Þátttaka kvennanna í félagsmál- urn landbúnaðarins og sveitar- stjómarmálum er vægast sagt mjög lítil. Aðeins 21% kvenn- anna tekur þátt í félagsstörfum landbúnaðarins og 38% þeirra kvenna eru einungis skráðar í fé- lög sem merkir ekki mikla þátt- töku af þeirra hálfú. Aðeins 2% kvennanna sitja í stjómum eða nefndum og 1% sinnir trúnaðar- störfúm. Þetta em ekki há hlut- föll. Konurnar vom sammála um að það þurfi að bæta þar um betur en flestar þeirra bera fyrir sig áhugaleysi. Niðurlag Samkvæmt því sem sagt hefúr verið hér má sjá að félagslegar að- stæður fólks í dreifbýli em al- mennt ffekar slæmar en þó ræðst það af nálægð við stærri þéttbýlis- kjama. Staða menntamála er verri í hinum dreifðu byggðum lands- ins, atvinnulífið einhæfara, sam- göngur erfiðar og minni möguleik- ar til menningar- og afþreyingar- þátttöku. Það sætir því ef til vill fúrðu að nokkur skuli vilja búa við slíkar aðstæður. En þó ekki því að kannski er óeðlilegt að setja lífsað- stæður fólks, sem kýs að búa í hin- um dreifðu byggðum landsins, á sömu mælistiku og þeirra sem hafa valið búsetu i þéttbýli. Lífs- gildi þeirra em ekki endilega þau sömu en hver og einn einstakling- ur setur sér ákveðin markmið í líf- inu og leiðin til þess að ná þeim er ekki endilega sú sama. Fólk sem velur sér búsetu á landsbyggðinni og stundar land- búnaðarstörf velur sér þetta lífs- form vegna fýrri tengsla sinna við landbúnaðarsamfélagið eða vegna brennandi áhuga á starfmu. Sem betur fer fínnst nógu mörgum landbúnaðarstörfin það eftirsókn- arverð að hægt sé að halda uppi ffamleiðslu á landbúnaðarafurð- um sem annar innanlandsmarkaði. Lífstíll eða lífsviðurværi? Ætli verði ekki að álykta svo að lífstíll- inn vegi meira. Heimildaskrá: Byggðastofnun, 1.994. Breyttar áherslur í byggðamálum. Reykjavík október 1994. Hjalti Jóhannesson, 1999. Inemal Migration in Iceland 1983-1987. A study of Regional Differences. York University, Ontario. Hjördís Sigursteinsdóttir, 1998. Staða kvenna í dreifbýli á Norður- landi vestra. Rannsóknastofnun Há- skólans á Akureyri, Akureyri. Ingi Rúnar Eðvarðsson, 1991. Frá landbúnaðarsamfélagi ti! upp- lýsingasamfélags. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Akureyri. Ingi Rúnar Eðvarðsson, 1998. Byggðastefna til nýrrar aldar. Byggðastofnun, Akureyri. Ingi Rúnar Eðvarðsson o.fl., 2002. Háskólamenntun og búseta. Tengsl menntunarstaðar og búsetuvals. Byggðarannsóknastofnun Islands, Akureyri. Karl Sigurðsson og Stefán Ólafsson, 1989. Búsetuóskir og fólksflutningar. Húsnæðisstoínun ríkisins, Reykjavík. Sigurður G. Magnússon, 1993. Al- þýðumenning á íslandi 1985-1940. íslensk Þjóðfélagsþróun 1880-1990. Félagsvísindastofnun og Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands, Reykjavík. Stefán Ólafsson, 1990. Lífskjör og lífshættir á Norðurlönd- um. Iðunn, Reykjavík. Stefán Ólafsson, 1993. Forsendur framfara í íslensku atvinnulífi. Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Islands, Reykjavík. Stefán Ólafsson, 1997. Búseta á Islandi. Rannsókn á orsök- um búferlaflutninga. Byggðastofnun. [ 18 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.