Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2003, Side 2

Freyr - 01.11.2003, Side 2
Aðild að ESB og atvinnuástand í dreifbýli í Noregi crkamannailokkurinn í Noregi hefur boðað að forgangsmál hans um þessar mundir sé barátta gegn atvinnuleysi og þarf það engan að undra. Jafnframt er flokk- urinn fylgjandi því að Noregur sæki um aðild að ESB eftir næstu stórþingskosningar. Þessi tvö markmið stangast á. Flokkurinn getur ekki samtímis barist gegn atvinnuleysi og steínt að inngöngu Noregs í ESB sem rænir a.m.k. 200 þúsund manns starfí sínu og yrði stórkostlegt áfall fyrir dreifbýli í Noregi. Er þetta ekki svartsýnisspá? Nei, því miður er auðvelt að staðfesta þetta með opinberum gögnum ffá ESB. Þeir atvinnuvegir, sem fmna fyrst fyrir breytingum við inn- göngu í ESB, eru sjávarútvegur og landbúnaður. Áhrifin dreifast síðan til annarra atvinnugreina. Hvað er það sem við vitum með vissu? Við vitum að fiski- skipastóll ESB er með meira en 50% umframveiðigetu. Við vit- um líka að fiskiskipastóll Nor- egs er innan við 5% af fiski- skipastól ESB. Sambandið fengi ráð yfir öllum fiskimiðum Nor- egs, að aðlögunartíma loknum, en þrátt fyrir fiskveiðistjórn sína er mikil ofveiði á öllum físki- stofnum á hafsvæði ESB. Sví- þjóð reyndi að alfriða þorsk í landhelgi sinni í Eystrasalti en var bent á að hún væri nú hluti af yfirráðasvæði ESB og þannig opin öllum fiskiskipum sam- bandsins. Með inngöngu Noregs í ESB hyrfi búsetugrundvöllur strand- byggða í Noregi, minni kvótar til fiskveiða og hár launakostnaður í Noregi yrðu þess valdandi. Stefna Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar í landbúnaðarmálum gerir norskum landbúnaði mjög erfitt fyrir. Hugmyndir ESB í yfir- standandi samningaviðræðum eru Noregi enn óhagstæðari. Sam- kvæmt þeim yrðu árslaun norsks bónda um 80 þús. nkr. (800 þús. íkr.) á sama tíma og árslaun iðn- | verkamanns eru 280 þús. nkr. og það lifir enginn á 80 þús. nkr. árs- tekjum. Bændur í Noregi eru nú um 65.000. Að auki starfa um 130.000 manns í þjónustugrein- j um landbúnaðarins; flutningum, úrvinnslu, verslun, og fyrirtækj- um sem selja landbúnaðinum rekstrarvörur og þjónustu. Alls eru því a.m.k. 190.000 ársverk tengd landbúnaði í Noregi og hætta er á að verulegur hluti þeirra tapist. Að auki tapast störf í sjávarútvegi og matvælaiðnaði tengdum honum. Fyrir utan fiskveiðar, landbúnað j og matvælaiðnað er fátt um ffam- | leiðslustörf í dreifbýli í Noregi. En l með fækkun í þessum greinum tap- ar dreifbýlið einnig mörgum störf- um í öðmm greinum, bæði í einka- rekstri og opinberum rekstri, svo sem í fræðslu- og heilbrigðismálum. (Bonde og Smábruker nr. 7/03, stytt og endursagt). Molar Hlynur og reynitré FLUTT INN FRÁ SVÍÞJÓÐ Gróðrarstöðin Tönnersjö planteskole i grennd við Halm- stad i Suður-Svíþjóð hefur selt 55 lifandi tré til íslands. Kaup- andi mun vera Orkuveita Reykja- víkur sem hyggst planta trjánum við nýbyggingu sína á Bæjar- hálsi. Stærstu trén eru 6 - 7 m á hæð og stofn þeirra er með 40 cm þvermál í eins metra hæð. Gróðurstöðin hefur komið sér upp sínum eigin aðferðum við að flytja stór tré og gróðursetja þau á nýjum stað án þess að þau beri skaða af. Aðferðin flest í því að stinga í sundur ræturnar á nokk- urra ára fresti þannig að það vaxi nýjar fínar rætur nær trénu. Trén eru svo grafin upp á haustin þeg- ar þau hafa misst laufið og sett i geymslu ásamt ríflegri mold kring- um ræturnar. Síðan er gengið frá trjánum i 14 m lögnum gámum þar sem trjákrónurnar eru bundn- ar upp og bleytt vel i rótunum. Sjóflutningurinn til islands tek- ur aðeins fáa daga. Gróðurstöð- in ábyrgist að bæta öll tré sem þola ekki flutninginn. Trén kosta 3500 - 6000 s.kr. hvert en flutningurinn til íslands kostar 40.000 s.kr. (Unnið upp úr Land Skogsland nr. 42/2003, bls. 11). Landbúnaðarstefna ESB ER FITANDI FYRIR FÓLK Landbúnaðarstefna ESB vinnur gegn mikilvægum atriðum holl- ustu og heilsuverndar. Það er nið- urstaða álitsgerðar sem Sænska lýðheilsustofnunin (Statens folkhalsoinstitut) birti fyrr á árinu. Fyrir utan gagnrýni á styrki til vínframleiðslu og tóbaksræktar er mjólkurframleiðslan einnig gagn- rýnd en styrkir ESB til framleiðslu á smjöri og rjóma námu árið 2002 460 milljón evra. Þá styrki vill Sænska lýðheilsustofnunin af- nema. Jafnframt vill stofnunin að styrkir við skólamjólk takmarkist við mjólkurvörur með lágt fitu- innihald. (Land nr. 42/2003, bls. 29) | 2 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.