Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 4
Styrkur Skagafjarðar er
fjölþætt atvinnustarfsemi
Viðtal við Rögnvald Ólafsson bónda í Flugumýrahvammi í Akra-
hreppi í Skagafirði
Rögnvaldur Ólafsson í
Flugumýrahvammi rek-
ur kúabú á fæðingar-
jörð sinni ásamt konu sinni en
er jafnframt virkur í félagsmál-
um bæði í heimahéraði og í
samtökum bænda. A nýliðnu
sumri iagði blaðamaður Freys
leið sína til hans til að fræðast
hjá honum um búskap hans og
Rögnvaldur Ólafsson og kona hans, Sigrún H. Þor-
steinsdóttir. (Freysmynd).
þátttöku í félagsmálum, en
fyrst var hann beðinn um að
kynna sig.
Ég er fæddur hér og uppalinn,
foreldrar mínir eru Sigurveig
Rögnvaldsdóttir héðan frá Flugu-
mýrarhvammi og Ólaíur Þórarins-
son frá Ríp í Hegranesi. Ég gekk í
barnaskóla hér í sveitinni, á Stóru-
Ökrum, en fór í
gagnfræðaskóla á
Akureyri og þaðan í
Menntaskólann á
Akureyri og er
stúdent þaðan árið
1972, búfræðingur
árið eftir frá
Hvanneyri og bú-
fræðikandidat það-
an árið 1977.Eftir
það kenndi ég við
Grunnskólann á
Þelamörk í Eyja-
firði í þrjá vetur en
vann jafnframt hér
heima við búrekst-
urinn lungann úr
sumrunum með for-
eldrum minum. Frá
1980 - 1987 var ég
lengst af verkstjóri
hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa í fiski.
Kona mín er Sig-
rún Þorsteinsdóttir
frá Akureyri. Móð-
urætt hennar er frá
Bústöðum hér í
Austurdal en föður-
ættin frá Gásum í
Eyjafirði. Við tók-
um hér við búi árið 1987. Við eig-
um fimm böm sem öll vinna eða
hafa unnið við búreksturinn með
okkur.
Búskapurinn
Hvernig búi búið þið?
Við erum mjólkurframleiðendur
að langmestu leyti og erum núna
með greiðslumark upp á um 150
þúsund lítra. Það hefur um það bil
tvöfaldast síðan við tókum við.
Hins vegar höfum við ekki þurft
að stækka íjósið vegna þess að
faðir minn var einn af þeim sem
hafði farið illa út úr skerðingum á
framleiðslurétti.
Við ólum svo upp þá nautkálfa
sem fæddust en erum að hverfa
frá því að mestu. Það er e.t.v. í lagi
að gefa vinnuna sína en þegar það
þarf að fara að gefa beinlínis með
þeim þá er kominn tími til að
hætta þessu uppeldi.
Við erum svo með sauðfé rétt til
heimilis og nokkur hross.
Hverju leggur þú upp úr við
ræktun kúnna?
Ég er með skýrsluhald og hef
alla tíð tekið þátt í sæðingum og
aldrei notað heimanaut. Ég nota
reynd naut á kýmar en lít ekkert
til mjólkurmagns. Ég horfi til pró-
teins og legg nokkuð mikið upp úr
júgurgerð, mjöltum og skapi.
Varðandi kvígumar þá nota ég
óreynd naut á þær og vel eftir bæj-
um og bændum.
Hefur ekki mjólkurmagn á kú
samt aukist?
14 - Freyr 9/2003