Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2003, Side 7

Freyr - 01.11.2003, Side 7
Fjallið Glóðafeykir blasir við frá Flugumýrarhvammi. (Ljósm. Sigrún H. Þor- steinsdóttir). húsi og kjötvinnslu. Til þess þarf að ná sláturgripum, einkum sauð- fé, víðar að. Hvernig gerðist súþróun? Fyrst var það þannig að Vest- firðingar leituðu til okkar þegar sláturhúsum var lokað þar. Síðan kom þrot hjá Goða hf. og öll þau vandræði sem af því hlutust og settu sauðfjárslátrun um allt land í uppnám. Fjárbændur eru reynd- ar enn að súpa seiðið af því vegna þess að Goði hafði sinnt markaðsstarfi á Stór-Reykjavík- ursvæðinu mjög vel. Þar mynd- aðist því gat, sem aðrir slátur- leyfíshafar fylltu ekki upp í en hvítkjötið gerði hins vegar, þar sem mikil framleiðslusprenging varð þá í því. Við fall Goða jókst framboð á fé til slátrunar hjá okkur og við höf- um tekið við fé allt sunnan úr Borgarfirði og austur á land. Hvaða vöritr hefur mjólkursam- lagið einkum lagt áherslu á? Þetta er nánast alveg ostabú, að- eins um 10% af mjólkinni fer í ferskvörur, þ.e. nýmjólk, létt- mjólk og súrmjólk, en hér er svo- lítil sérstaða með bragðbætta súr- mjólk. Þessi framleiðsla hér stendur og fellur með því að við fáum frið til þess að framleiða ost. Það er þannig alveg ljóst að innganga ís- lands í ESB mundi rústa mjólkur- framleiðslu í Skagafirði. Fers- kvöruffamleiðslan í mjólk mundi halda áfram hér á landi en osta- framleiðsla stenst ekki ostafram- leiðslu í nágrannalöndunum, þ.e.a.s. um verð en einnig eru t.d. danskir og franskir ostar rómaðir fyrir gæði, ekki síður en þeir ís- lensku. Osta- og smjörsalan sf. annast söluna fyrirykkur? Já, hún gerir það og það er mjög gott fyrirtæki sem við eigum stór- an hlut í. Stóru vinnslubúin eiga þar stærstan hlut, þ.e. Norður- mjólk á Akureyri og KS. Er ostur fluttur út? Nei, ekki svo að orð sé á ger- andi síðustu ár. Það hefur verið viðvarandi skortur á mjólkurpró- teini hin síðari ár. Útflutningurinn hefur verið á fituhlutanum og um þann útflutning gilda þeir samn- ingar að það er flutt út á ábyrgð bænda og mjólkursamlaganna. Hvernig hefur svo KS staðið að því að markaðssetja kjötafurðir? Fyrir nokkrum árum fór útflutn- ingur á kindakjöti mest fram í heilum og hálfum skrokkum hér eins og víðast hvar á landinu. Við höfum síðan verið að færa okkur i að vinna þetta sem mest hér heima, bæði á innlendan og er- lendan markað. Læri og hryggir eru seldir sem slíkir og það fer mikið hangikjöt í jólavertíðinni. Síðan höfum við verið að byggja upp tiltölulega öfluga kjötvinnslu og komið upp úrbein- ingarlínu, þannig að þetta er að færast meira og meira í fullunna vöru, svo sem fyrir kjötborð eða mötuneyti. Það er vaxandi krafa um það að vera, ekki að flytja mik- ið af beinum milli landshluta. Það er vaxandi eftirspum frá mötuneytum um rétti sem lítið þarf að hafa fyrir sem og kryddað kjöt, tilbúið í ofn eða á grill. Mötuneytisviðskiptin fara mikið fram gegnum útboð og það er misjafnt hvemig gengur í þeim, stundum árar vel en stundum illa og menn fá ekki neitt. í heildina hefur okkur gengið vonum framar og t.d. síðasta ár mjög vel . Utflutningur á kjöti? Við eigum, ásamt Kf. Vestur- Húnvetninga, kjötvinnslu í Fær- eyjum og í gegnum hana fer allur útflutningur okkar þangað sem hefur verið býsna stór. Það hefur svo verið ákveðið að vinna sem mest af útflutningi okk- ar í sláturtið og flytja út strax og meira og minna unnið eins og fyrir innanlandsmarkaðinn. Reyndar ganga hugmyndir okkar út á það að vinnsla fyrir innanlandsmarkað og Freyr 9/2003 - 7 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.