Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2003, Side 9

Freyr - 01.11.2003, Side 9
Heimafólkið í Flugumýrarhvammi á ferð við Ábæjarkirkju i Austurdal í ágúst 1999, f.v. Jórunn Rögnvaldsdóttir, Hildur Stefánsdóttir frá Laxárdal í Þistilfirði, verknemi frá Hvanneyri, Rögnvaldur, Þórunn Rögnvaldsdóttir og Sindri Rögnvaldsson. (Ljósm. Sigrún H. Þorsteinsdóttir). dreifbýlasta og veikasta svæðið í landbúnaði á landinu og við full- trúar af þessu svæði á búnaðar- þingi undum náttúrlega ekki glað- ir við okkar hlut. Þetta varð til þess að þjappa fúll- trúum af þessu svæði meira sam- an. Svo var annað hitt að um þetta leyti var gerður sauðfjár- samningur við ríkið sem fúlltrúar á þessu svæði voru ekkert óskaplega hrifnir af og vildu breyta. Þetta varðaði það að framleiðsluteng- ingin var tekin af og framleiðsla í raun gefin frjáls og ekki bundin því að bændur hefðu greiðslumark fyrir ffamleiðslu sína. Þá varð til samband, sem upp- haflega hér Norðvesturbandalag- ið, sem þeir sláturhúsamenn rændu síðan af okkur þegar þeir sameinuðu nokkur sláturhús á vestanverðu Norðurlandi í eitt fyr- irtæki. Það gekk svo inn í Goða og leystist síðan upp með falli þess fýrirtækis, en það er önnur saga. Við tókum þá upp nafnið “Norðvesturhópurinn” og í þeim hópi eru búnaðarþingsfúlltrúar á þessu svæði, þ.e. í aðalatriðum af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, þeir sem vilja starfa þar. Menn halda svo áffam að vera í hópnum, ef þeir vilja, þó að þeir sitji ekki lengur á búnaðar- þingi og félagsskapur þeirra er jafn vel þeginn og annarra. Norðvesturhópurinn kemur sam- an reglulega tvisvar á ári, annars vegar i aðdraganda búnaðarþings til þess að leggja línur og hrista sig saman og hins vegar að sumri til þar sem mál eru einnig rædd og ályktað um þau en hópurinn gerir sér einnig glaðan dag ásamt mök- um og skoðar umhverfið. I þessum hópi eru breið sjónarmið en menn hafa borið gæfú til að vinna þar af- ar vel saman. Þetta hefúr verið ómetanlegt samstarf fyrir þessa búnaðarþingsfúlltrúa, a.m.k. segi ég það fyrir sjálfan mig. Þú nejndir áður að þú hefðir áhuga á hagsmunamálum hinna dreifðu byggða. Já, ég hef alltaf haldið því ffam að við nýtum ekki þetta land, sem okk- ur var falið, nema halda því a.m.k. í grófúm dráttum öllu í byggð, hvort sem er til landbúnaðar, ferðaþjón- ustu eða annarra landnota. Það verður ekki gert nema með tvennu móti, þ.e. landbúnaði annars vegar og smábátaútgerð hins vegar. Ferðaþjónusta, á stöðum þar sem ekkert er um að vera, hún er ekki merkileg, þessi starfsemi leitar aftur sífellt meira í svokallaða menning- artengda ferðaþjónustu, þar sem mannlíf, saga og sögulegar minjar vekja áhuga ferðamannsins. Glöggt dæmi um þetta er glæsi- leg uppbygging Vesturfaraseturs- ins á Hofsósi. Svo má nefna Sögusetrið á Hvolsvelli sem er helgað Njálssögu, Sauðfjársetur á Ströndum og margt fleira. í mín- um huga liggja ómældir mögu- leikar enn í þessu. Ferðamenn sækja í þetta og svo að dæmi sé tekið í Skagafirði þá eru það Býggðasafnið í Glaumbæ, Hólar í Hjaltadal með alla sína merku sögu og Vesturfarasetrið sem eru burðarásamir. Hér í Skagafirði liggur Sturlunga fyrir fótum okkar og ég sé fyrir mér að það mikla efni verði hagnýtt í þessu skyni. Þá má ekki gleyma Gretti Ásmundarsyni og Drangey sem hefúr mikið aðdráttarafl. Útlit og horfur Framtiðarsýn þínfyrir héraðið? Skagafjörðurinn er fyrst og fremst landbúnaðarhérað og við höfum reynt að styrkja landbún- aðinn eftir bestu getu. Það er hins vegar engin launung á því að öfl- ugasta fyrirtækið í Skagafírði nokkur undanfarin ár er Fiskiðjan Skagfirðingur á Sauðárkróki. Hún er bæði með frystitogara og land- vinnslu sem skapar mikla atvinnu og hefúr skapað vemlega fjármuni til að setja í ýmislegt annað. Þetta Freyr 9/2003 - 9 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.