Freyr - 01.11.2003, Qupperneq 11
Júgurhreysti mjólkurkúa
Nokkrir þættir úr rannsóknum á síðustu árum varðandi
erfðaþætti júgurhreysti hjá mjólkurkúm
Aheimsráðstefnum um
búfjárerfðafræði og bú-
fjárkynbætur, sem
haldnar eru á fjögurra ára
fresti, fæst ákaflega gott yfirlit
um merkustu rannsóknir á
þessum fagsviðum um allan
heim. Ég hefi sagt frá nokkrum
atriðum frá síðustu ráðstefnu
sem haldin var haustið 2002 í
Montpellier í Frakklandi í
pistlum í Bændablaðinu. Hér á
eftir er ætlunin að segja frá ör-
fáum atriðum þar sem fjallað
var um þær rannsóknir sem
tengdust júgurbólgu hjá mjólk-
urkúm.
Heilsufar kúnna hefur á síðasta
áratug orðið mun stærri þáttur í
tengslum við umræður um kyn-
bætur þeirra en áður var. Astæður
þess eru fjölmargar, þær veiga-
mestu vafalítið að hraustir og heil-
brigðir gripir verða sífellt mikil-
vægari fyrir hagkvæma fram-
leiðslu með stærri rekstarareining-
um i framleiðslunni. Vísbending-
ar eru um að tengsl séu á milli
sumra sjúkdóma og aukinna af-
urða þannig að áhætta afkasta-
meiri gripa gagnvart vissum sjúk-
dómum er meiri. í þriðja lagi hafa
vaxandi umræður um velferð
gripa og opnari framleiðsluferla
aukið athygli almennings á þess-
um þáttum.
I kynbótum nautgripa hefur
áhersla í mjög mörgum löndum á
síðasta áratug verið á að byggja
upp kynbótamat um endingu
gripanna. Rannsóknir á tengslum
endingar og sjúkdóma eru því
mjög miklar á allra síðustu árum.
Auknar erfðatæknirannsóknir
hafa einnig mikið beinst að
möguleikum þess að fmna ein-
staka erfðavísa sem hafa mikil
áhrif á þróun einstakra sjúkdóma.
I þriðja lagi hafa nýjar aðferðir í
tölfræðilegri úrvinnslu á upplýs-
ingum opnað nýja möguleika til
að skoða gögn. Júgurbólga er í
reynd ferill sem er flókinn og
margbrotinn, en ekki ástand sem
er annað hvort eða ekki, eins og
þessi eiginleiki hefur lengst af til
þessa verið skilgreindur og skráð-
ur í þeim gögnum sem notuð eru í
ræktunarstarfí.
Sá þáttur, sem tvímælalaust
heldur enn mest aftur af því að
geta tekið eiginleika, sem tengj-
ast sjúkdómum, með sem skyldi
í ræktunarstarfinu, er skortur á
góðum gögnum um þessa eigin-
leika. Samræmda sjúkdóma-
skráningu hjá nautgripum er
tæpast enn nokkurs staðar að
finna í heiminum nema á Norð-
urlöndunum. I tengslum við
rannsóknir á júgurbólgu eru
einkum gögn Norðmanna nokk-
uð einstæð, en þeir eiga nú orðið
fast að því þriggja áratuga sam-
fellda skráningu á öllum júgur-
bólgutilfellum hjá mjólkurkúm
þar í landi.
Eitt af yfirlitserindum á ráð-
stefnunni flutti prófessor G.W.
Rogers við háskólann í Tennessee
í Bandaríkjunum þar sem hann
dró saman helstu niðurstöður úr
rannsóknum síðustu ára á tengsl-
um sjúkdóma mjólkurkúa við
ýmsa eiginleika þeirra.
Rannsóknir þessar staðfesta
það að gagnvart mörgum sjúk-
dómum koma fram greinileg
erfðaáhrif þó að arfgengi flestar
sjúkdóma sé mjög lágt eins og
það er mælt og metið í dag.
Rannsóknir á endingu mjólkur-
kúa sýna að júgurhreysti kúnna
er mjög sterkur þáttur í endingu
þeirra. Einnig hafa á síðustu ár-
um birst það margar rannsóknir
að fullyrða má að erfðasamband
júgurhreysti og afurðagetu er
óhagstætt, þannig að með úrvali
fyrir aukinni afkastagetu mjólk-
urkúa verður þeim um leið hætt-
ara við júgurbólgu.
Rannsóknir sýna einnig skýrt að
einu eiginleikar í útliti kúnna sem
virðast hafa skýr áhrif á júgur-
hreysti þeirra er júgurdýptin,
þannig að síðu júgri fylgir aukin
áhætta fyrir júgurbólgu eins og
flestir munu þekkja af eigin
reynslu. Vísbendingar eru einnig
um að júgurfestan að framan, við
bol, sé einnig þáttur sem skipti
þama máli enda ljóst að bili eitt-
hvað þar verður júgur fljótt of sítt.
Rannsóknir gagnvart öðrum þátt-
um, eins og spenastöðu og spena-
lengd, sýna verulega misvísandi
niðurstöður eftir kúakynjum (slík
tengsl eiginleika geta verið mjög
mismunandi á milli kynja). Hann
taldi þó sterkar vísbendingar um
það hjá svartskjöldóttu kúnum að
stuttir og þétt settir spenar væm
Freyr 9/2003 - 11 |