Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 13

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 13
rannsóknir þar sem verið var að reyna þær aðferðir, sem menn þekkja bestar í kynbótamati í dag, til að byggja upp kynbóta- mat fyrir júgurbólgu á mismun- andi stigum mjólkurskeiðsins. I þeim niðurstöðum kom mjög skýrt fram að eftir því hvort val- ið var gegn júgurbólgu snemma eða seint á mjólkurskeiðinu, þá völdust að talsvert stórum hluta mismunandi naut á grundvelli slíks kynbótamats. Höfundar töldu líklegt að í framtíðinni yrði úrval byggt á einkunnum þar sem júgurbólga á mismunandi stigum mjólkurskeiðsins yrði vegin sam- an í hlutfalli við það hversu al- varleg slík tilfelli væru á einstök- um stigum mjólkurskeiðsins. Júgurbólga í byrjun mjólkur- skeiðsins er óumdeilanlega miklu alvarlegri en sú sem fram kemur undir lok þess. Varla er nokkurt vafamál að með því að skoða júgurbólgu sem feril á mjólkurskeiðinu má fá réttari lýsingu á henni. Kyn- bótamat, sem byggir á slíkri þekkingu með endurbættum töl- fræðilegum aðferðum, mun því vafalítið í framtíðinni geta skil- Moli Sameiginlegar reglur í ESB UM BARÁTTU GEGN SALMÓNELLU Settar hafa verið sameigin- legar reglur í ESB um baráttu gegn salmónellu og öðrum sjúk- dómum sem berast frá búfé til manna. [ Evrópu greinast árlega um 160 þúsund tilfelli af salmón- ellusýkingum í fólki og dauðsföll af völdum veikinnar eru þar um 200 árlega. Kostnaður i ESB við baráttu gegn salmónellu er um 2,8 milljarðar evra á ári. að betra kynbótamati fyrir slíka eiginleika en hægt er í dag að vinna á grundvelli frumutölu- mælinga fyrir einstök mjólkur- skeið. LEIT AÐ “MERKIGENI” TIL AÐ VELJA GRIPI Önnur áhugaverð nálgun í rannsóknarstarfínu, sem áhuga- vert er að fylgjast með, eru til- raunir til að fínna merkigen (QTL, örtungl) sem geti komið að notum í vali á gripum í framtíð- inni. Víða um heim eru umfangs- mikil rannsóknarefni i gangi í þessa veru. Finnar hafa verið mjög framarlega í slíkum rann- sóknum. I rannsóknum þeirra koma greinilega fram nokkur svæði á litningunum sem tengjast bæði júgurbólgu og frumutölu. Þeir hafa einnig fundið ákveðin svæði á litningunum þar sem saman fara tengsl bæði við júgur- bólgu og frumutölu (skýring á tengslum þessara eiginleika). Þá höfðu þeir einnig verið að skoða hvort þeir fínni slík merkisvæði fyrir afkastagetu og júgurhreysti á sömu stöðum í erfðamenginu. Þeir fínna nokkur dæmi um slík svæði á sama litningi en hins veg- ar virtust þau í engum tilvikum vera á sömu stöðum á sama litn- ingi. Það, sem vafalítið er enn þrösk- uldur í slíkum rannsóknum, er að hafa nægjanlega góð gögn og góðar skilgreiningar á eiginleik- um sem tengjast júgurhreysti. Með aukinni þekkingu er mjög líklegt að innan fárra ára verði einhvers staðar farið að nota upp- lýsingar um merkigen til að bæta val fyrir júgurhreysti. Það sem hins vegar er ástæða til að vekja athygli á er að slík áhrif, sem ver- ið er að fínna fyrir marga eigin- leika hjá búfé vítt um heim, sýna að í þessum efnum er talsverður munur á milli búfjárkynja. Þetta beinir athygli að þeirri staðreynd að hér á landi er hverfandi rann- sóknarstarfsemi enn stunduð með íslenskt búfé. Hins vegar þekkjum við öll að hér á landi er eitt allra öflugasta rannsóknarfyrirtæki á þessu sviði í mannerfðafræði (Is- lensk erfðagreining) í heiminum. Feikilega aukin þekking á þeim sviðum mun vafalítið í framtíð- inni einnig geta notast í búQár- ræktarstarfi vítt um heim. ESB hefur sett tvenn lög í þessu sambandi. Önnur fjalla um aukna fræðslu um smitleiðir sjúkdómanna frá búfé til manna. Hin fjalla um fækkun sjúkdómstilfella umræddra sjúk- dóma, einkum salmónellu. Lönd ESB eru m.a. skylduð til að að koma á fót eftirlitskerfi í þessu skyni, hvert hjá sér. Fram- kvæmdastjórn sambandsins hefur fallist á að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum ESB þær varnaraðgerðir sem skyld- aðar verða. Hinar nýju reglur breyta engu í aðildarlöndum ESB á Norður- löndum; Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, þar sem þetta eftirlit er þegar í góðu lagi. Hins vegar geta hinar nýju reglur dregið úr hættu á því að smituð matvæli berist til þeirra frá öðrum lönd- um. Fyrri tilraunir til að koma á þessu eftirliti hafa strandað á því að ekki var samkomulag um fjármögnun verkefnisins. (Landsbygdens Folk nr. 40/2003) Freyr 9/2003 - 13 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.