Freyr - 01.11.2003, Síða 26
3. mynd. Samhengi milli AAT-framleiðslu skv. Karólínu og mældrar
mjólkurpróteinframleiðslu í nokkrum norrænum tilraunum.
Hér á undan hafa verið dregin
fram ýmis atriði í meltingu og efna-
skiptum mjólkurkúa, sem hafa
mikilvæg áhrif á magn og samsetn-
ingu mjólkurinnar, sem og þunga-
og holdabreytingar kýrinnar (sjá
nánar: Bragi L. Ólafsson o.fl. 2000;
Jóhannes Sveinbjömsson, 2000).
Þessi atriði em meðal þeirra sem
hvað mest áhersla er lögð á í íyrr-
greindu hermilíkani, sem hefur enn
sem komið er vinnuheitið Karólína
(hið fornnorræna kýmafn Auð-
humla var ekki talið nógu alþjóð-
legt). Vonandi er orðið skýrara í
hugum einhverra út á hvað verk-
efnið gengur en til þess að bregða
frekara ljósi á það verður hér á eft-
ir greint ffá nokkmm niðurstöðum
af prófunum líkansins. Karólína er
skrifuð í forritunarumhverfinu Po-
wersim® sem er myndrænt og er
mun aðgengilegra heldur en ætla
mætti! Allar upplýsingar um fóðr-
ið, skepnuna og annað er líkanið
þarf að vita em raunar settar inn í
Excel-töflureikni og þangað nær
Powersim-líkanið í þær, keyrir lík-
anið í þann tíma sem um er beðið,
og færir svo niðurstöðumar aftur
inn í Excel. Hver keyrsla í líkan-
inu, þar með talið innmötun upp-
lýsinga, þarf ekki að taka meira en
3-5 mínúmr með sæmilega hrað-
virkri tölvu. Tilraunaútgáfa af lík-
aninu hefur verið sett upp til að
keyra í gegnum veraldarvefinn, á
slóðinni http://www.njfjord.dk/.
Hún er forrituð í öðm og mun hrað-
virkara forritunarumhverfi og
koma niðurstöðumar því á auga-
bragði. Þessi útgáfa er ekki sú nýj-
asta, gefur bara niðurstöður melt-
ingar (AAT o.fl.) en búast má við
því að nýjasta útgáfan, sem gefur
einnig mjólkurframleiðsluspá,
verði sett á netið á næsta ári.
Niðurstöður
Eitt af því mikilvægasta sem
líkaninu er ætlað að gera er að
lýsa ferli próteins í mjólkurkýr-
inni þannig að hægt sé að segja
sem best fyrir um áhrif fóðrunar á
próteinumsetninguna, ekki síst
með það að markmiði að spá fyrir
um mjólkurpróteinframleiðslu. 3.
mynd sýnir samhengi milli AAT-
framleiðslu skv. líkaninu og
mældrar mjólkurpróteinfram-
leiðslu í nokkrum tilraunum.
AAT er eins og menn þekkja það
prótein sem skepnunni stendur til
boða til uppsogunar úr meltingar-
færum, annars vegar örverupró-
tein og hins vegar óniðurbrotið
fóðurprótein. Samhengið, sem
myndin sýnir, er mun betra en það
sem fengist hefur þegar AAT hef-
ur verið reiknað með hefðbundn-
um fóðurmatskerfum. Skýringin á
því er m.a. sú að eldri kerfi virðast
ofmeta AAT úr kjamfóðri en van-
meta AAT úr gróffóðri. Sama má
raunar segja um orkuna. Það sem
þessu veldur fyrst og fremst er að
eldri kerfin taka ekki tillit til þeirr-
ar staðreyndar, sem vel er þekkt úr
Spágildi, g/dag
1100
1000
900-
800
700
600
□
iP O o&
A ■
▲
600 700 800 900
Mæld gildi, g/dag
1000
1100
4. mynd. Framleiðsla á mjólkurpróteini, g/dag, samanburður á niðurstöðum
nokkurra framleiðslutilrauna (mæld gildi) og hermilíkans (spágildi).
(T. Gosvig Madsen 2003, óbirt gögn).
126 - Freyr 9/2003