Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2003, Qupperneq 27

Freyr - 01.11.2003, Qupperneq 27
ýmsum rannsóknum, að mikil kjarnfóðurgjöf hefur neikvæð áhrif á gróffóðunneltingu í vömb og þar með bæði nýtingu orku og framboð AAT úr gróffóðrinu. Karólína tekur þetta hins vegar með í reikninginn, í samræmi við það að á Norðurlöndunum eru menn betur og betur að átta sig á því að aukin nyt, sem oft fylgir vaxandi kjamfóðurgjöf, er fyrst og fremst tilkomin vegna aukins áts kúnna en einungis í litlum mæli vegna aukinnar orku- og próteinþéttni fóðursins. Sérstak- lega á þetta við þegar gæði gróf- fóðursins em mikil, eins og al- mennt er hérlendis. Á 4. mynd má sjá samanburð á mjólkurpróteinffamleiðslu (kg/dag) samkvæmt niðurstöðum nokkurra evrópskra framleiðslutilrauna við niðurstöður Karólínu þegar hún er mötuð á sama fóðri og notað var í tilraununum og aðrar forsendur, svo sem þyngd kýrinnar, staða á mjalta- skeiði o.fl., em þær sömu og í til- raununum. Samkvæmt þessu dæmi metur Karólina nokkuð vel áhrif breytinga á fóðursamsetningu á mjólkurpróteinffamleiðslu en heilt yfir er þó um nokkuð ofinat að ræða. Á 5. mynd er hliðstætt dæmi þar sem borin er saman fram- leiðsla orkuleiðréttar mjólkur annars vegar skv. niðurstöðum danskrar tilraunar og hins vegar skv. spá Karólínu út frá sama fóðri og forsendum og um var að ræða í tilrauninni. Aftur sjáum við þama að Karólína metur all- vel áhrif fóðursamsetningarinnar á framleiðsluna, nú mælda í orku- leiðréttri mjólk, en þama er einn- ig um að ræða nokkurt ofmat eins og varðandi mjólkurpróteinið á 4. mynd. Lokaorð Rétt er að hafa í huga þegar niðurstöður á borð við framan- greindar eru skoðaðar að líklega 5. mynd. Orkuleiðrétt mjólk, kg/dag, samanburður á mældum gildum I danskri fóðurtilraun og niðurstöðum hermilikans (spágildi). (M. Larsen 2003, óbirtgögn). mun mönnum seint takast að þróa kerfi sem spáir alveg full- komlega fyrir um hve mikið myndast af tiltekinni afurð við ákveðna fóðrun o.s.frv. Náttúran mun alltaf geta komið okkur á óvart á einhvem hátt! Aðalatrið- ið er það hvort svona kerfi geta spáð nokkum veginn fyrir um hve miklu tilteknar breytingar á fóðrun breyta um nytina. Með öðrum orðum, hvort nytin að meðaltali hækkar um 2 kg eða lækkar um 2 kg, fremur en hvort hún hækkar úr 21 kg í 23 kg eða úr 22 kg í 24 kg. Sé kerfið fært um slíkt er það orðið tæki til að aðstoða bóndann við að taka veigamiklar ákvarðanir um fóðr- un kúnna hverju sinni. Þær nið- urstöður sem þegar liggja fyrir gefa vonir um að Karólína geti orðið til gagns að þessu leyti. Nú standa eins og áður sagði yfír viðamiklar prófanir og endurbæt- ur á líkaninu og verða mun ítar- legri niðurstöður kynntar á næsta ári í framhaldi af þeirri vinnu. Þangað til nýtist þessi pistill von- andi einhverjum til að velta fyrir sér þeim möguleikum sem aukin nákvæmni í fóðurmati og þar með fóðrun fela í sér fyrir ís- lenska mjólkurframleiðslu. Helstu heimildir Bragi L. Ólafsson, Eiríkur Þórkels- son, Jóhannes Sveinbjörnsson, Tryggvi Eiríksson, Grétar H. Harðar- son og Emma Eyþórsdóttir, 2002. Áhrif fóðrunar á efnainnihald í mjólk. Ráðunautafundur 2002: 55-59. Bragi L. Ólafsson, Jóhannes Svein- bjömsson og Emma Eyþórsdóttir, 2000. Efhainnihald í mjólk. Ráðu- nautafundur 2000: 158-170. Gunnar Ríkharðsson, 2002. Átgeta íslenskra mjólkurkúa. Ráðunauta- fundur 2002:125-127. Jóhannes Sveinbjörnsson, 2000. Hvað er fóðurgildi? - um aðlögun að breyttum fóðurmatsaðferðum. Ráðu- nautafundur 2000: 149-157. Þóroddur Sveinsson, Bjarni E. Guðleifsson og Jóhann Örlygsson, 2001. Efha- og eðliseiginleikar vot- heys í rúlluböggum. Fjölrit RALAnr. 209. Auk þess var við samantekt þessarar greinar stuðst við ýmis gögn sem byggja á birtum og óbirt- um erlendum heimildum sem of langt mál er að gera grein fyrir hér. Freyr 9/2003 - 27 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.