Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2003, Page 29

Freyr - 01.11.2003, Page 29
halda áfram að nota mjólkur- skeiðsafurðir. Kortlagning MAGNERFÐAVÍSA (QTL) A þessu sviði búfjárræktarinnar er mikið að gerast þessi misserin. Flest líkön, sem notuð eru í bú- fjárrækt, gera ráð fyrir því að eig- inleikamir, sem unnið er með, séu undir áhrifúm frá mjög mörgum erfðavísum, sem hver um sig hef- ur mjög lítil áhrif. I daglegu tal- i nefnt “infmitesimal model” eða líkan óendanlega smárra einda. Tilgangurinn með því, sem kallað er QTL, er einkum þríþættur: * Að finna þá erfðavísa eða erfðavísahópa (Quantitative Trait Loci) sem hafa mælanleg áhrifa á eiginleikann sem um ræðir. * Að staðsetja QTL á einstökum litningum. * Að stunda úrval eftir merktum erfðavísum, sk. “marker assi- sted selection”. Þar sem QTL rannsóknir eru mjög dýrar er sjónum manna einkum beint að þeim eiginleik- um sem hafa lágt arfgengi, þar sem hlutfallslegur ávinningur er væntanlega mun meiri en þegar um er að ræða eiginleika sem hafa mælst með tiltölulega hátt arfgengi og þar sem tiltölulega miklum ávinningi er hægt að ná með hefðbundnum aðferðum. Dæmi um slíka eiginleika eru júgurhreysti og frjósemi. Úrval eftir merktum erfðavísum er hægt að framkvæma strax og gripurinn er kominn í heiminn, ekki þarf að setja t.d. nautin í tímafrekar afkvæmaprófanir, þetta gæti því stytt ættliðabil verulega sem eykur erfðafram- farir mjög. Það býður þó á móti heim hættu á verulegri aukningu á skyldleikaræktarstuðli í stofn- inum sem um ræðir. Ræktun fyrir AUKINNI JÚGURHREYSTI Það er kunnara en frá þurfi að segja að júgurbólga er sá sjúk- dómur sem veldur kúabændum langmestum búsifjum. Til þessa hefúr ræktun til aukinnar mót- stöðu gegn þessum vágesti nýtt upplýsingar um frumutölumæl- ingar og á Norðurlöndunum hefur skráning á júgurbólgu einnig ver- ið nýtt í þessum tilgangi. Nú hillir undir að hægt verði að nota raf- leiðnimælingar (EC) á mjólkinni í þessum tilgangi. Við júgurbólgu breytist styrkur an- og katjóna, Na+, K+ og Cl-, (styrkur Na og C1 eykst) og þar með rafleiðni í mjólkinni. Helsti kostur rafleiðnimælinga er að þær eru einfaldar og ódýrar, bún- aði sem mælir rafleiðni má koma fyrir í venjulegum mjaltakerfum heima á búunum, ég sá m.a. slíkt á kúabúum í Bandaríkjunum ný- lega. Því má auðveldlega koma þessum mælingum við daglega, í stað mánaðarlega, eða tvisvar á ársfjórðungi eins og tíðkast með frumutölumælingar hér á landi. Þá ber þess að geta að rafleiðnin í mjólkinni breytist 1-2 sólar- hringum áður en sýnilegra breyt- inga (strimla) verður vart á mjólkinni. Með mælingum í mjaltakerfinu er því unnt að bregðast skjótt við. Til þess að eiginleikar komi að notum í ræktunarstarfinu, verða þeir að sýna erfðabreytileika. Nú nýlega bárust mér í hendur niður- stöður rannsókna sem lúta að hag- nýtingu rafleiðnimælinga við ræktun til aukinnar júgurhreysti. Helstu niðurstöður þeirra eru að arfgengi (h2) á EC er 0,26-0,36. Til samanburðar er arfgengi frumutölu 0,07-0,14 og á júgur- bólgu er arfgengið 0,03-0,12. Erfðasamhengi rafleiðni mjólkur- innar og júgurbólgu mældist í áð- umefndri rannsókn 0,65 (á kvarð- anum 0 til 1), þannig að þessi eiginleiki sýnist vel nothæfur til kynbóta gegn hinum mikla vá- gesti sem júgurbólgan er. A mynd 1 sést hvemig rafleiðni mjólkur- innar þróast yfir mjaltaskeiðið, lóðrétti ásinn sýnir rafleiðnina í mmho (milli mho) og lárétti ásinn sýnir fjölda daga frá buröi. Þessi mynd kemur mörgum ef- laust kunnuglega fyrir sjónir, þar sem hún líkist mjög þróun fmmu- tölunnar yfir mjaltaskeiðið, en hún er há fyrstu dagana eftir burð- inn, lækkar síðan ört, og hækkar svo smám saman eftir því sem á líður. MoH ■ GERVITUNGL FYLGJAST MEÐ SAUÐFÉ Á SUMAIi- BEIT í NOREGI Á afréttum fylkjanna Akers- hus og Buskerud í Noregi gekk sauðfé á þessu sumri með út- varpssenda sem sýndu ná- kvæma staðsetningu þess samkvæmt GPS hnitakerfi. Staðsetningin berst síðan eig- anda fjárins inn á fartölvu hans. í Noregi er töluvert um að rándýr leggist á sauðfé á sum- arbeit og veldur það verulegu tjóni á hverju ári. Með stað- setningartæki er unnt að fylgj- ast betur með fénu og draga þannig úr skaðanum. Þannig sendir kerfið út viðvörun ef kind hefur ekki hreyft sig um tíma. Með þessu móti er unnt að fylgjast með hvort fjárskað- ar séu margir á ákveðnu svæði og leita þar að skaðvaldinum sem getur verið gaupa eða fjallafress (jerv). Sumarið 2002 kom (Ijós að ein gaupa hafði drepið 38 lömb á takmörkuðu beitarsvæði. (Bondebladet nr. 31-32/2003). Freyr 9/2003 - 29 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.