Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Síða 8

Freyr - 01.04.2005, Síða 8
Fylgt úr Búnaðarblaðið Freyr hefur þjónað íslenskum bændum í eina öld sem helsta fræðslu- og fagtímarit stéttarinnar. I tilefni aldarafmælisins á síð- asta ári skipaði stjórn Bænda- samtaka Islands nefnd þriggja manna til að gera tillögu um framtíð Freys. Það er einkum þrennt sem knúði á um endur- mat á stöðu blaðsins á þessum tímamótum. Tölvutæknin hefur opnað bændum sem öðrum nýjar víddir við að nálgast hvers kyns efni innanlands sem er- lendis. Bændablaðið hefur nú verið gefið út I áratug og hefur skapað sér góðan sess, en vissulega kemur það nokkuð við útgáfu Freys. I þriðja lagi hlaði hefur bændum fækkað mikið og þar með lesendum að því efni sem Freyr hefur einkum helgað sér. I stuttu máli sagt var það nið- urstaða nefndarinnar, sem stjórn BÍ staðfesti, að full þörf væri áfram fyrir faglegt land- búnaðartímarit. Nefndin lagði áherslu á, að Freyr yrði efldur og útlit hans fært til nútíma- legra horfs með því að breyta stærðinni í A4-brot og prenta ritið allt f fjórlit. Lögð verði áhersla á fræðandi upplýsingar og ýtarlegar greiningar á fs- lenskum landbúnaði og jafn- framt höfðað til þeirra fjöl- mörgu aðila sem nú hasla sér völl til sveita á nýjum og fjöl- breyttum forsendum, hvort heldur er til heils árs dvalar eða árstímabundinnar. Á þessum tímamótum lætur Matthías Eggertsson af ritstjórn Freys en við tekur ungur maður, Tjörvi Bjarnason, sem unnið hefur á útgáfusviði Bændasam- takanna um nokkurt skeið og er þegar fjölmörgum bændum að góðu kunnur. Matthías hef- ur nú stýrt Frey í aldarfjórðung auk þess að sinna ýmsum öðr- um verkefnum fyrir samtökin. Flann hefur alla tíð lagt sál sína í þetta starf, og óhætt er að segja að Freyr hafi lengst af blómstrað í hans tíð. Bænda- samtökin munu enn um sinn njóta starfskrafta Matthíasar, ISigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ. en honum eru við þessi tíma- mót færðar þakkir fyrir frábær ritstjórnarstörf. Freyr lítur nú dagsins Ijós í nýjum búningi undir nýrri rit- stjórn, fyrsta tölublað á nýrri æviöld. Það er von Bændasam- taka (slands, að ritið muni sinna með sóma því hlutverki sem því er ætlað, að efla faglega þekk- ingu og félagslega samstöðu í sveitunum. Ég óska Tjörva Bjarnasyni velfarnaðar í starfi sínu og lesendum til hamingju með nýjan Frey á annarri öld. MOLAR Náðarhögg fyrir loðdýrarækt í Svíþjóð Sosíaldemokratar í Svíþjóð, sem sitja þar í ríkisstjórn með stuðningi Vinstrisósialista og Flokks græningja, hafa ákveðið að gera auknar kröfur til aðbúnaðar loðdýra. Nýju reglurnar eiga að taka gildi um áramótin 2006/2007. Samkvæmt nýju reglunum eiga minkar að hafa aðgang að vatni til að synda í í búr- unum. Ljóst er að sænskir loðdýrabændur geta ekki uppfyllt þessa kröfu. Formaður sænsku bændasamtakanna, LRF, Carolina Trapp, hefur mótmælt þessari ákvörðun harðlega. (raun, segir hún, þýðir þetta að loðdýrarækt leggst niður í Svíþjóð og flyst til landa þar sem meðferð á loðdýr- um er lakari en hjá okkur. Þá bendir hún á að þessi ákvörðun byggi ekki á neinni vís- indalegri rannsókn eða reynslu. (raun er hér um að ræða dulbúið bann á loðdýrarækt, segir hún. ( Svíþjóð eru um 2000 loðdýrabændur. Sænskur loðdýrabóndi, Gösta Larsson, hef- ur bent á að ríkisstjórnin vilji skipta út 2000 skattgreiðendum fyrir 2000 atvinnuleys- ingja. Flann vísar einnig til þess að loðdýra- rækt sé metin að verðleikum í Danmörku þar sem framleidd eru 12 milljón loðskinn á ári, sem sé þriðjungur af heimsframleiðsl- unni. Þá segist hann hafa fengið Kanada- mann ( heimsókn sem hafi boðið honum gull og græna skóga ef hann vildi flytja til Kanada og reka þar loðdýrabú. (Nationen, Osló, 9. apríl 2005). Þróun loðdýraræktar í Danmörku Nýlega voru birtar upplýsingar um þróun loðdýraræktarinnar í Danmörku milli áranna 2004 og 2005. Þar kemur m.a. fram að dönsk minkabú hafa stækkað mjög hratt og framleiðslan aukist. Refaræktin dregst stöð- ugt saman og blárefalæður eru nú orðnar færri í Danmörku en á fslandi. Upplýsingarn- ar byggja á tölum frá rúmlega 98% danskra loðdýrabænda og meginniðurstöðurnar eru eftirfarandi: • Ásettum minkalæðum fjölgar milli ár- anna 2004 og 2005 þrátt fyrir að minka- búum fækki úr 1.875 niður í 1.786. Meðalbúið er komið í 1.405 læður en það er aukning upp á 107 læður frá fyrra ári. • Búum með undir 1.250 læðum hefur fækkað mjög mikið á siðustu þremur ár- um en á móti fjölgar búum sem eru stærri en 1.250 læður. Mest fjölgun er í búum með 3.000 læður og stærri. • Fjölgun i scanbrown/glow, hvítum og kross-litum heldur áfram á kostnað Scan- black, Mahogany, Safír og Víolet. Svörtu og brúnu litirnir eru % af dýrastofninum í Danmörku. • Eingöngu 4.500 refalæður eru eftir í Danmörku. Þar af eru 1.000 blárefalæð- ur, 2.860 silfurrefalæður, 336 shadow og 318 af öðrum litartegundum. • Refabændum fækkar úr 57 árið 2004 í 42 í ár. Mest fækkun er á blárefalæðum milli áranna 2004 og 2005 eða 217%. • Fjöldi þeirra bænda sem búa með Chinchilla fækkar en dýrafjöldinn heldur sér milli áranna. • Castor Rex kanínuræktin er að deyja út, einungis 110 kanínur eftir í Danmörku en árið 1999 voru þær 930. /EE FREYR 04 2005

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.