Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2005, Side 14

Freyr - 01.04.2005, Side 14
KORNRÆKT Að sá korni KORN OG BYGG Þegar nefnt er korn í þessari grein, þá er átt við bygg nema annars sé getið. Sú málvenja tíðkast líka í grannlöndunum. Bygg er nánast eina kornteg- undin sem hér er ræktuð. Hafr- ar eru ræktaðir til þroska á fá- einum hekturum og vetrarhveiti á einum stað. KORNRÆKTARLAND - ANNARS VEGAR MELAR OG SANDAR, HINS VEGAR MÝRAR OG MÓLENDI Skipta má ræktunarlandi í tvo flokka. Annars vegar eru sandar og melar, hins vegar eru fram- ræstar mýrar og mólendi. Hvor landgerðin hefur til síns ágætis nokkuð. Þroskaferill korns er mjög mismunandi eftir land- gerð. Á söndum og melum þroskast korn fyrr en á annars konar landi. [ köldu ári skiptir það miklu. Á söndum og mel- um er aftur á móti hætt við þurrkskemmdum á vorin og þar þarf korn mun meiri áburð en á mólendi og mýrum. Byggyrki verður líka að velja eftir jarðvegi og er nánar fjallað um það hér á eftir. SÝRUSTIG Á AÐ VERA Á BILINU PH 5,5-7,0 Kornræktarlandand verður að vera vel framræst og ekki úr hófi súrt. Ef menn eru ekki vissir um sýrustigið verða þeir að láta greina það. Ef sýrustigið er lægra en pH 5,5 þarf að kalka, best er að nota skeljasand svona 3 tonn/ha. Korni líður heldur ekki vel ef sýrustigið er hærra en pH 7,0 en það getur komið fyrir í skeljasandseyrum við sjó. Eftir Jónatan Hermannsson, Landbúnaðarhá- skóla íslands, Keldnaholti BEST ER AÐ SÁ SNEMMA EÐA UM LEIÐ OG JÖRÐIN ER TILBÚIN Til að nýta sumarið allt þarf að sá snemma vors. Jörðin verður samt að vera tilbúin og farin að þorna. Jarðvegur má ekki kless- ast við jarðvinnslu. Sjaldan verð- ur jarðvegur svo þurr fyrr en klaki er farinn úr jörðu. Eins verður að taka tillit til þess að korn þolir ekki langvar- andi frostakafla eftir að það er komið upp. Kornið þolir reyndar frost og alls kyns óáran meðan það er að spíra. Það tekur um það bil mánuð. Eftir það verður Sexraðabygg í Skagafirði, Ljósm. Jónatan Hermannsson Korn af Kríu. Ljósm. Jónatan Hermannsson kornplantan viðkvæm. Reikna má með að harða frostakafla geti gert allt fram undir miðjan maí. Því er ekki ráðlegt að sá í stóra akra fyrr en um miðjan apríl, jafnvel þótt jörð sé orðin þurr fyrir þann tíma. Ef sáning dregst fram í maí kemur það aftur á móti beint niður é upp- skerunni. 10 FREYR 04 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.