Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2005, Síða 36

Freyr - 01.04.2005, Síða 36
HUGBÚNAÐUR Netforrit Bændasamtaka (slands IEftir Jón Baldur Lorange og Þorberg Þ. Þorbergsson, tölvudeild Bændasamtaka íslands Bændasamtök íslands hafa yfir að ráða mjög umfangsmiklum gagnagrunnum fyrir flest búfjárkyn og afurðir þeirra. Gögnum vegna sauðfjárskýrsluhalds var farið að safna í miðlægan gagna- grunn í kringum 1970 svo að dæmi sé tekið. Bændasamtökin mótuðu þá stefnu fyrir um sex árum að koma öll- um skýrsluhaldsgagnagrunnum yfir á Netið til að auka aðgengi að upplýsing- um. Forsendur þess að þetta væri unnt voru annars vegar uppfylling á alþjón- ustukvöðinnni’ í fjarskiptalögum2 sem m.a. átti að tryggja "viðunandi" gagna- flutningstengingu fyrir alla landsmenn og hins vegar að unnt væri að finna rétta þróunarverkfærið. í þessari grein verður fjallað um ávinning og kröfur til netforrita, hvaða tæknihögun varð fyrir valinu, netforrit Bændasamtak- anna sem hafa verið þróuð og að sfðustu komið inn á samstarf við Símann um upp- byggingu á ISDN-tengingum um landið. KRÖFUR OG ÁVINNINGUR AF NETFORRITUM Kröfur til netforrita eru að þau séu hraðvirk, notendavæn og bjóði upp á umfangsmikla og stranga aðgangsstýringu eftir notenda- flokkum og/eða svæðum. Þannig eru not- endaflokkar í einstaklingsmerkingarkerfinu MARK samtals 7 og einnig skiptast notend- ur eftir landssvæðum. Eftir skoðun á helstu þróunarverkfærum fyrir um sex árum þá var veðjað á Oracle lausnir þ.e. JDeveloper og Oracle gagnagrunn. Þegar vinna hófst við fyrsta verkefnið, www.worldfengur.com, var komin útgáfa 1,0 af JDeveloper. Ávinningurinn við að þróa tölvukerfi á Netinu er umtalsverður. Fyrst er að nefna betri aðgengi að gögnum að stórum gagna- grunnum. I öðru lagi opnast möguleikar á rafrænni skráningu á upplýsingum sem bætir þjónustu við notendur og jafnframt upplýsingaflæði. I þriðja lagi hefur þetta í för með sér sparnað í tíma og fjármunum fyrir þróunaraðila, rekstraraðila og notend- ur. (fjórða lagi næst meiri hraði og gagna- öryggi3. I fimmta og síðasta lagi eru netfor- rit heppileg út frá byggðarlegu sjónarmiði. Ein af megin forsendum fyrir netforritum var að nettenging bænda væri viðunandi. Samkvæmt fjarskiptalögum, sem sett voru undir lok síðustu aldar, þá var sett alþjón- ustukvöð á Símann sem m.a. kveður á um að allir landsmenn skyldu fá 128.000 b/s gagnaflutningssamband. Þarna ertekið mið af reglum hjá Evrópusambandinu. TÆKNIHÖGUN Netforrit Bændasamtakanna er byggð á veflausn. Það eina sem notendur þurfa að hafa til að nálgast kerfið er vefrápari. Við- mótið er útfært með HTML og Java lausn- um Netforritin eru unnin í JDeveloper þróun- artólinu frá Oracle. WorldFengur er nú í JDeveloper útgáfu 3.1.1.2, MARK, HUPPPA og FJÁRBÓK eru unnin f útgáfu 9.0. World- Fengur verður uppfærður í nýjustu útgáfu JDeveloper á næstu mánuðum. NETFORRIT BÆNDASAMTAKANNA ( DAG ( dag hafa Bændasamtökin þróað 4 tölvu- kerfi sem netlausnir. WorldFengur reið á vaðið og útkoman staðfesti að leiðin var fær með því þróunartóli sem veðjað var á. Hraðinn á netforritunum er ásættanlegur með ISDN tengingu og jafnvel í sumum til- fellum þó aðeins lághraðatenging á D-rás sé notuð. Verður nú gerð grein fyrir netfor- ritum samtakanna. WORLDFENGUR WorldFengur4 (www.worldfengur.com) er fupprunaættbók ís- lenska hestsins sam- kvæmt reglugerð um uppruna og ræktun ís- lenska hestsins nr. 948/2002 með síðari breytingum. Samið var við Skýrr hf. um forrit- un á kerfinu í samvinnu við tölvudeild Bændasamtakanna. Átaks- verkefnið í hrossarækt styrkti smíði kerfisins. Fyrsta útgáfa var unnin í útgáfu 1,0 af JDe- veloper, eins og komið hefur fram. World- Fengur er samstarfsverkefni Bændasamtak- anna og FEIF, alþjóðlegra samtaka eigenda íslenska hestsins, en 18 þjóðir eru nú (sam- tökunum. WorldFengur var opnaður form- lega á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Austurríki árið 2001. ( dag eru notendur um 1.700 talsins í 16 löndum. Árleg fjölgun notenda hefur verið um 70-100% frá opn- un kerfisins. Ströng aðgangsstýring er að kerfinu sem grundvallast á hvar hross eru fædd og staðsett og ennfremur á landi skrá- setjara. Notendur eru skrásetjarar (registr- ars) i hverju landi, sem hafa skráningarað- gang, og hins vegar almennir skoðendur (read-only users). Hvert land á sinn hluta gagnasafnsins sem telur á þriðja hundrað þúsund hross sem staðsett eru í 22 löndum. Skráning á ættbókum í flestum aðildarlönd- um FEIF fer í dag beint fram i upprunaætt- bókinni á Netinu, þar með taldar kynbóta- sýningar. Þannig geta áhugasamir fylgst með kynbótasýningum beint á Netinu um leið og hún fer fram hver sem er í heimin- um. Eitt af helstu markmiðum með World- Feng var að byggja samræmdan gagna- grunn til að unnt væri að reikna alþjóðlegt kynbótamat (BLUP) fyrir öll hross. í dag eru reiknað út kynbótamat fyrir öll hross á Norð- urlöndum og fleiri lönd bætast við á þessu ári. Tungumál f kerfinu eru íslenska, enska, þýska, hollenska, finnska, norska, danska og sænska. Eftirfarandi aðildarfélög FEIF eru aðilar að samstarfinu um WorldFeng og hafa skráningaraðgang að kerfinu; Öster- reicher Islandpferde Verband, Austurríki, The United States lcelandic Horse Congress, Bandaríkjunum, Belgisch Stamboek voor de Ijslandse pony, Belgíu, The lcelandic Horse Society of Great Britain (IHSGB), Bretlandi, Dansk Islandshesteforening, Danmörku, Suomen Islanninhevosyhdistys (SIHY), Finn- landi, Fédération Frangaise du Cheval Is- landais, Frakklandi, Nederlands Stamboek voor Ijslandse Paarden, Hollandi, Associazi- one Allevatori Cavalli Islandesi di Italia, Ítalíi, D'Frénn vun den Island Pfárd, Lúxemborg, Norsk Islandshestforening, Noregi, Die Is- landpferdevereininung Schweiz, Sviss, Svenska Islandshástbundet, Svíþjóð, Is- landpferde-Reiter- und ZGchterverband Deutschland (IPZV), Þýskalandi. 32 FREYR 04 2005

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.