Freyr - 01.04.2005, Blaðsíða 38
VEÐURFAR
Áhrif væntanlegra
loftslagsbreytinga
á landbúnað
FYRRI HLUTI
IEftir Bjarna E. Guðleifsson,
Landbúnaðarháskóla íslands,
Möðruvöllum
Loftslag jarðar er sífellt að
breytast og er það þekkt
bæði á sögulegum og for-
sögulegum tíma, stundum
kólnar og stundum hitnar.
Ekki leikur neinn vafi á því
að hitastig fer nú hækkandi
á jörðinni og er því er spáð
að hraði hlýnunar muni
jafnvel aukast á næstu ára-
tugum. Þrjú hlýjustu ár á
jörðinni síðan mælingar
hófust eru nýleg, 1998, 2001
og 2002. Við verðum vör við
þetta i hlýviðrum að vetri
og hugsanlega einnig í
breytingum á vindáttum.
Þessar breytingar eru að
hluta náttúrulegar en að
hluta til eru þær af manna-
völdum. Landbúnaðurinn
byggir framleiðsluna á líf-
verum og er því afar háður
loftslaginu, en einnig er
Ijóst að athafnir í landbún-
aði hafa áhrif á manngerð-
an hluta loftslagsbreyting-
anna.
GRÓÐURHÚSA-
LOFTTEGUNDIR
Manngerðar loftslagsbreytingar
tengjast einkum losun manna á
svonefndum gróðurhúsaloft-
tegundum, sem mynda hjúp
um jörðina. Þær valda því að
minni hluti af hitageislum jarð-
ar komast út úr gufuhvolfinu,
og afleiðingin er að hitastig
jarðarinnar hækkar smám sam-
an. Helstu gróðurhúsaloftteg-
undir eru koltvísýringur (C02),
mýragas (metan, CH4), hlátur-
gas (N20) og einnig vatnsgufa
(H20). Enda þótt árleg losun
mýragass og hláturgass sé
minni en koltvísýrings, þá er
virkni hverrar sameindar af
mýragasi og hláturgasi marg-
föld á við koltvísýringinn. Þann-
ig er hver sameind (mólekúl) af
HÉR ER BIRTUR FYRRI HLUTI GREINAR BJARNA E.
GUÐLEIFSSONAR UM ÁHRIF LOFTSLAGSBREYTINGA Á
LANDBÚNAÐ. l' SEINNI GREIN BJARNA, SEM BIRT
VERÐUR ( 3. TÖLUBLAÐI FREYS, VERÐUR FJALLAÐ UM
BEIN ÁHRIF ÞESSARA BREYTINGA Á ÍSLENSKAN
LANDBÚNAÐ OG HVAÐ SÉ TIL RÁÐA.
mýragasi 21 sinnum virkari en
koltvísýringurinn og hver sam-
eind af hláturgasi 310 sinnum
virkari. ( útreikningum á losun
gróðurhúsalofttegunda er öll-
um gastegundum oft breytt I
jafngildi kotvísýringssameinda.
Rekja má um 60% af aukn-
ingu í gróðurhúsaáhrifum til
koltvísýrings, um 20% til mýra-
gass og 6% til hláturgass. Á
heimsvísu losa iðnaður og elds-
neytisbrennsla farartækja mest
af gróðurhúsalofttegundum.
Landbúnaður í heiminum veld-
ur einungis litlum hluta af kol-
tvísýringslosuninni en 50% af
losun mýragass og 80% af los-
un hláturgass. Þegar öllu hefur
verið breytt í jafngildi koltvýsýr-
ings gæti hlutdeild landbúnað-
ar I heiminum af heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda verið
innan við 20%. Losun land-
búnaðar á koltvísýringi er aðal-
lega vegna bruna á jarðefna-
eldsneyti (bílar og vélar) og
vegna öndunar og niðurbrots á
lífrænum efnum. Losun land-
búnaðar á mýragasi er vegna
meltingar jórturdýra, niður-
brots á búfjáráburði og vegna
hrísgrjónaræktunar. Losun
hláturgass í landbúnaði kemur
einkum úr ýmsum jarðvegsferl-
um, tilbúnum áburði og búfjár-
áburði, auk bruna lífrænna
efna.
HNATTRÆNAR
LOFTSLAGSBREYTINGAR
Þær loftslagsbreytingarnar,
sem hafa bein áhrif á landbún-
að, eru fyrst og fremst hækkun
á koltvísýringsmagni andrúms-
loftsins, sem nýtist plöntum
sem næringarefni. Aukning í
koltvísýringi og öðrum gróður-
húsalofttegundum leiðir jafn-
framt til hækkunar á hitastigi.
Segja má að innan vissra marka
34
FREYR 04 2005