Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Síða 4

Freyr - 01.03.2002, Síða 4
Þróun búfjárframlitlðslu Undirritaður sat fyrir skömmu ráðstefnu í Dan- mörku er bar yflrskriftina „Upplýsingar og tækni í land- búnaði“ (Information og Teknologi i Jordbruget). Megin viðfangsefni ráðstefnunar var notkun hátækni við búfjárhald, jarðrækt og skógarhögg. Þar var til að mynda kynnt alsjálf- virk gangandi skúgarhöggsvél, sem líkist einna helst 2 m hárri bjöllu með vélsög. Aðrar nýj- ungar voru „skaðlausari“ svo sem illgresisúðari sem greinir illgresið frá nytjaplöntunum og úðar eingöngu á arfann. í bú- fjárhlutanum fór hins vegar mestur tími í að ræða gagna- söfnun og meðhöndlun. Nú- tímatækni gerir okkur kleift að safna nánast þeim gögnum sem við viljum. Vandamálið felst í að breyta þessum gagnaflaum í upplýsingar sem hafa gildi fyr- ir bóndann. Stjórunun eða eftirlit Þróunin í iðvæddu búfjárhaldi bendir til að í framtíðinni gangi skepnurnar mikið til sjálfala í stórum einingum þar sem full- komin upplýsingatækni er notuð til að hafa eftirlit með hegðun þeirra og framleiðslu. Skýrast sjáum við þessa þróun í mjólkur- framleiðslunni: I hefðbundnu básafjósi var hverri kú valinn staður, og hún bundin á þennan stað. Loftræstingu var stjórnað þannig að lofthiti og vindhraði hentaði gripunum. Fóður var mælt í hverja kú, stundum meira að segja bæði gróffóður og kjarn- fóður og kýrin var mjólkuð á sín- um bás á fyrirfram ákveðnum tímum. Nýjustu lausagöngufjósin eru afskaplega ólík þessu. Þar ganga kýrnar lausar á milli legusvæðis og átsvæðis, veggir bygginganna eru oft meira eða minna opnir og gripimir færa sig til eftir því hvemig vindurinn blæs. Algengt er að fóðrað sé með heilfóðri, þar sem kýrnar hafa frjálsan aðgang að fóðri allan sólarhringinn og skammta sér sjálfar magnið. Mjaltimar fara fram í mjalta- róbótum, og kýmar ráða því hvenær og hversu oft þær láta mjólka sig. Þetta er einungis hægt vegna þess að við þekkjum vel lífeðlis- fræði og atferli skepnanna og þess vegna getum við lagað fjós- in að þörfum þeirra. Annað, sem gerir okkur kleift að halda skepn- ur á þennan hátt, er nákvæm upp- lýsingasöfnun um hvern grip. Við vitum hversu oft kýmar koma til mjalta, hversu mikið þær mjólka, hvort líkur séu á að þær hafi júg- urbólgu, hversu oft þær éta kjarn- fóður í kjamfóðurbásum, þvag- efni í mjólkinni og svo framveg- is. Hlutverk bóndans er eftirlit, en ekki stjórnun umhverfisþátta. Meiri tækni, minni vélar Önnur breyting sem við sjáum samhliða þeirri, sem þegar hefur verið lýst, er að vélar og annar búnaður verður minni fyrirferðar. Berum t.d. saman fyrirferðina á rörmjaltakerfi, mjaltabás og mjaltarótbóta fyrir 60 kúa fjós. Róbótinn er lang fyrirferðar- minnstur. Eða vélvirkt loftræsti- kerfi og náttúmlegt! Stuttir fóð- urgangar eru einnig ný tækni sem byggir á þekkingu á hegðun kúnna, og minnkar fyrirferð fjós- anna. Alls staðar kemur þekking og/eða gagnavinnsla í stað vél- búnaðar. eftir Torfa Jóhannesson, rannsókna- stjóra, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri Búin stækka... mikið Það var samdóma álit flestra fyrirlesara á ráðstefnunni að búin eigi eftir að stækka. Þar hafa svínabændur markað leiðina í Danmörku (eins og reyndar á Is- landi) og búist er við að kúa- bændur fylgi á eftir, sérstaklega ef það rýmkast um styrkjakerfið og þær hömlur sem fylgja því. Það ríkti hins vegar ekki sam- staða um hversu æskileg þessi þróun væri. Sumir bentu á hætt- una á umhverfis- og sjúkdóma- slysum sem fylgt getur mjög stómm einingum. Aðrir töldu að stór bú með nokkmm starfs- mönnum leystu félagslega ein- angran bænda, og gerðu þeim kleift að haga vinnutíma sínum líkar því sem almennt gerist í samfélaginu. Ljóst er að aukin tæknivæðing búrekstrar mun létta bústörfin, en samtímis breyta eðli þeirra mikið. Við höfum upplifað þessa þróun í gróffóðuröflun þar sem heykvísl- in og baggaburður hafa vikið fyr- ir heyskaparaðferðum þar sem líkamlegt erfiði er nánast úr sög- unni. Nú er komið að skepnu- hirðingunni. Þessi þróun gerir kröfur til símenntunar bænda og ráðunauta og öflugra þróunar- setra einstakra búgreina. | 4 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.