Freyr - 01.03.2002, Síða 15
I
FerðaDJónusta banda
Ferðaþjónusta á vegum
bænda hefur að öllum lík-
indum verið til frá upphafi
byggðar í landinu og lengst af
einvörðungu falist í gestrisni
þeirra. Ekki er að finna skipu-
lagða ferðaþjónustu fyrr en ár-
ið 1970 þegar Flugfélag Islands
hóf að gefa erlendum ferða-
mönnum kost á að dvelja á ís-
lenskum sveitaheimilum gegn
gjaldi. Flugfélagið auglýsti eftir
sveitaheimilum sem hefðu hug
á að bjóða erlendum ferða-
mönnum þjónustu sína og fékk
mann að nafni Gunnar Hilm-
arsson til að skoða aðstæður
hjá þeim sem svöruðu auglýsin-
gunni. Akveðið var að fímm
bæir skyldu bjóða þessa þjón-
ustu. f upphafí voru þetta bæ-
irnir: Stóra-Borg í Víðidal í V-
Húnavatnssýslu, Efri-Hreppur
í Skorradal í Borgarfjarðar-
sýslu, Hvítárbakki í Bæjarsveit,
Laugarbakki í Miðfírði í V-
Húnavatnssýslu og Fljótstunga
í Hvítársíðu í Mýrasýslu.
Flugfélagið stóð vel að kynn-
ingu bæjanna og í október 1969
kom út viðamikill bæklingur sem
hafði að geyma myndir og upp-
lýsingar um hvem bæ.
Árið 1970, fyrsta árið sem
ferðaþjónusta var starfrækt á bæj-
unum, vom gistinætur alls 330
talsins eða 66 nætur að meðaltali
á hvern bæ. Árið 1971 fjölgaði
bæjunum í 14 og gistinætumar
urðu 550 sem að vísu skiptust að-
eins niður á 11 bæi, þjónusta
þriggja bæja nýttist ekki. Árið
1990 var ferðaþjónusta rekin á
fimm þessara bæja. Að vísu hafa
orðið nokkur hlé á rekstri bæj-
anna frá byrjun, nema í Fljóts-
tungu þar sem hann hefur gengið
sleitulaust.
í fyrstu var þessi þjónusta ein-
ungis boðin útlendingum. Menn
vissu dæmi þess að Islendingar
fengu þær upplýsingar um þjón-
ustuna að hún væri einungis ætl-
uð útlendingum. Til fróðleiks má
nefna að í Fljótstungu gisti fyrsti
íslendingurinn árið 1976. Tveim-
ur árum síðar gistu þar íslenskir
leiðsögumenn og árið 1979
dvöldu þar íslensk hjón í heila
viku. Árið 1988 voru 65% gest-
anna á bænum hins vegar íslend-
ingar
Á Búnaðarþingi árið 1971 var í
fyrsta skipti rætt um ferðaþjón-
ustu í tengslum við atvinnumál
bænda og hafði Bjarni Arason,
héraðsráðunautur, forgöngu um
þá umræðu. Hann áleit að í ferða-
þjónustu væru miklir möguleikar
fyrir bændur ef vel væri að staðið
og áhersla lögð á afþreying,u eins
og veiði, hestamennsku o.fl.
Hugmyndir Bjarna virðast stand-
ast tímans tönn því að nú tuttugu
ámm síðar eru mjög svipaðar
hugmyndir hafðar að leiðarljósi
eftir
Sævar Skaptason,
framkvæmda-
stjóra,
Ferðaþjónustu
bænda
varðandi starfsemi Ferðaþjónustu
bænda.
Ferðaþjónustubændur héldu
sinn fyrsta formlega fund í októ-
ber 1973 á Úlfsstöðum í Borgar-
firði. Þessi fundur var haldinn að
frumkvæði Ingibjargar Bergþórs-
dóttur í Fljótstungu og Hjalta
Sigurbjörnssonar á Kiðafelli
vegna óánægju með verðlagsmál.
Gagnvart bændum gaf Flugfélag-
ið út verðskrár í íslenskum krón-
um snemma á haustin og giltu
þær í eitt ár. Verðbólga var mikil
á þessum árum og rýrnuðu tekjur
ferðaþjónustubænda á því tíma-
bili sem leið frá því verð var
Ferðaþjónustumiðstöð við þjóðveginn á Hallandi á Svalbarðsströnd.
(Freysmynd).
Freyr 2/2002-15 |