Freyr - 01.03.2002, Page 17
9%
36%
28%
□ Suðurland
■ Vesturland
□ Norðurland
□ Austurland
27%
1. mynd. Skipting ferðaþjónustubæja eftir landsvæðum.
stofa Ferðaþjónustu bænda mörg
þróunarverkefni í markaðssetn-
ingu þjónustunnar, m.a. sölukerfi
fyrir silungsveiði í ám og vötn-
um og skipulagningu á náms-
ferðum erlendra nemendahópa
til íslands. Ferðaþjónusta bænda
hefur líka unnið að undirbúningi
á útgáfu “A Saga Travellers
Guide to Iceland”, eftir dr.
Marijane Osbom, með það fyrir
augum að höfða til markhóps
sem hefur áhuga á íslenskri
menningu.
A sama tímabili hefur Ferða-
þjónusta bænda kynnt almenningi
á íslandi þá þjónustu sem fyrir
hendi er á bæjunum með umfjöll-
un í fjölmiðlum eða auglýsing-
um. Fræðsla fyrir félagsmenn
hefur líka verið ofarlega á baugi
og samvinnuverkefni við Bréfa-
skólann, meðan hann starfaði, og
Iðntæknistofnun. “Fjarnám í
ferðaþjónustu” er árangur tveggja
ára starfs.
Árið 1990 hafði Skrifstofa
Ferðaþjónustu bænda í fyrsta
skipti milligöngu um hópferðir í
samvinnu við ferðaskrifstofur,
auk þess að setja saman sínar
eigin ferðir. Þetta var liður í því
að skrifstofan skapaði rekstrar-
grundvöll fyrir þá sölustarfsemi
sem þar fór fram. Þessi þróun var
sambærileg við það sem gerst
hafði eða er að gerast í sölumál-
um ferðaþjónustu á vegum
bænda í öðrum Evrópulöndun.
Þá hefur skrifstofan einnig lagt
áherslu á að auka framboð og
fjölbreytni í því sem ferðaþjón-
ustubændur hafa upp á að bjóða
varðandi afþreyingu gestanna,
auk þess sem rík áhersla er lögð
á lengingu nýtingartímans.
Ferðþjónusta bænda í dag
Nú eru um 120 ferðaþjónustu-
bæir innan Ferðaþjónusta bænda.
Þessir bæir dreifast um allt land-
ið. Á 1. mynd má sjá hvemig
þessir bæir skiptast milli land-
svæða.
Eins fram kemur eru flestir bæ-
ir á Norðurlandi. Flestir em þeir í
kringum Akureyri en aðrir dreif-
ast nokkuð jafnt yfir svæðið. Á
Austurlandi eru flestir bæir í
grennd við Egilsstaði, en það eru
t.d. engir bæir í Seyðisfirði sem
er mikill ferðamannastaður vegna
siglingu ferjunnar Norrænu. Á
Suðurlandi er dreifing um svæðið
nokkur jöfn, en t.d nálægt Höfn
og Selfossi eru fleiri bæir en ann-
ars staðar á Suðurlandi. Á Vestur-
landi er dreifing bæja nokkur.
Við höfuðborgarsvæðið eru
nokkrir bæir. Snæfellsnesið er
vinsælt svæði og eru þónokkrir
bæir þar en á Vestfjörðunum, sem
er vaxandi svæði, eru ekki eins
margir bæir.
Á þeim 120 ferðaþjónustubæj-
um, sem eru í boði, em um 2.800
gistirými. Þetta rými dreifist vel
yfir landið en er mest á
Suðurlandi, sjá 2. mynd.
Flokkunarkerfi
Ferðaþjónustu bænda
f gildi er flokkunarkerfi innan
Ferðaþjónusta bænda. Kerfið
var hannað fyrir 14 árum en
innleitt á bæjunum fyrir 10 ár-
um og er nú fyrirhugað að upp-
færa það í takt við nýja tíma.
Gisting í uppbúnu rúmi skiptist í
þrjá flokka eftir þeirri aðstöðu
sem boðið er upp á í herberginu.
Öll gisting er í einföldum her-
bergjum og fylgir hreint hand-
klæði hverju rúmi.
Gisting í flokki 1 felur í sér gis-
tingu í herbergi sem er án vasks
9%
31%
37%
23%
□ Suðurland
■ Vesturland
□ Norðurland
□ Austurland
2. mynd. Skipting gistirýmis milli landsvæða.
Freyr 2/2002-17 I