Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Síða 23

Freyr - 01.03.2002, Síða 23
Lömb í nýju fjárhúsunum á Hesfi haustið 1994. (Ljósm. J.J.D). samt hagkvæmt enda eru ekki allir kostnaðarliðir í dæminu sem þar þyrftu að vera, þ.e. umhverf- iskostnaður. Þegar ég ferðaðist um Nýfundnaland 1993 var ekki hægt að leggja þar lengur inn ull og eina svínasláturhúsinu hafði verið lokað. Allt þurfti að flytja til annars ríkis, á landi og sjó, vegalengd sambærilegri leiðinni frá íslandi til Færeyja (30). Þetta rifjast nú upp í ljósi þróunarinnar hér á landi á seinni árum. Ekki er það sjálfbær þróun og því eru bændur víða um lönd, með þá líf- rænu í broddi fylkingar, að benda á kosti þess að snúa þróuninni við, a.m.k. að einhverju leyti. Að matvæla sé neytt sem næst búinu, í héraði, næstu borg eða innan- lands (31), að slátra dilkum heima í sveitinni í viðurkenndum, litlum sláturhúsum, jafnvel heima á bæjum í sláturhúsum á hjólum o.s.frv. (32). “Græna” hagfræðin sækir á þótt lítið bóli á henni hér á landi, og Heimsviðskiptastofn- unin, sem hingað til hefur snið- gengið umhverfís- og byggða- sjónarmið, er undir þrýstingi frá ýmsum öðrum alþjóðastofnunum, Evrópusambandinu, félagasam- tökum og einstaklingum. Vand- aðri vinnubragða er krafist, þann- ig að ekki verði stöðugt vísað á komandi kynslóðir duldum kostnaði við framleiðslu og markaðssetningu „ódýrra“ mat- væla, m.a. vegna álags á um- hverfið, heldur endurspeglist hinn raunverulegi kostnaður í verði varanna (33). íslensk sauðfjár- rækt er gott dæmi um búgrein sem hefur orðið fórnarlamb þess- arar ósjálfbæru þróunar. Hún hef- ur m.a. átt þátt í því að neysla dilkakjöts á mann hefur dregist saman hér á landi um 45% á und- anfömum 25 árum. Þó er um að ræða afurðir sem hafa sterka ímynd vegna hreinleika, gæða og framleiðsluhátta hins dreifbæra búskapar. Vissulega er þetta öf- ugsnúið í ljósi stefnumiða og við- leitni til sjálfbærrar þróunar í samfélagi þjóða. Lokaorð Hér að framan hef ég drepið á ýmis atriði sem varða tengsl ís- lenskrar sauðfjárræktar við sjálf- bæra þróun. Tilgreind hafa verið nokkur dæmi í þessu samhengi, sum jákvæð en önnur neikvæð, til þess að bregða ljósi á stöðuna og stuðla að umræðum um fram- tíðarstefnu búgreinarinnar. Is- lensk sauðfjárrækt byggist á sterkum faglegum grunni, ís- lenska sauðkindin stendur fyrir sínu og það gera bændurnir líka, sauðfjárbúskapurinn á að geta þróast í sátt við umhverfið og hefur mikla möguleika til að vaxa og dafna í anda sjálfbærrar þróunar. Sauðfjárræktin hér á landi uppfyllir í raun öll helstu skilyrði sjálfbærrar þróunar, þ.e. þau umhverfislegu, félagslegu og hagrænu, og hægt er að gera bet- ur, t.d. varðandi meðferð beiti- landa. En samt er staðan afar erf- ið, afkoman léleg og vaxandi hætta á byggðaröskun, m.a. vegna fækkunar sauðfjárbænda og samdráttar í framleiðslunni. Sumir kunna að segja sem svo að við þessu sé ekkert að gera, þetta sé jafnvel eðlileg þróun í anda alþjóðavæðingar, eins konar nátt- úrulögmál. En ég tel að því fari víðs fjarri þegar málin eru skoð- uð ofan í kjölinn. „Fríverslun er til góðs ef allur kostnaður er greiddur“ sagði Bandaríkjamað- urinn Thomas Harding, fyrrum forseti IFOAM (Alþjóðasamtaka lífrænna landbúnaðarhreyfingar) við mig hér í Bændahöllinni fyrir nokkrum árum. Græninginn Ren- ate Kúnast, sem áður var vitnað í, skilur hvað er í húfi. Því er hún að móta nýja landbúnaðar- stefnu í fjölmennasta ríki Evr- ópusambandsins sem gæti vísað veginn til sjálfbærari þróunar í landbúnaði, jafnvel um allan heim. Vegni henni og skoðana- systkinum hennar vel má gera ráð fyrir að hagur íslenskrar sauðfjárræktar vænkist í fram- tíðinni. Tilvísanir 1. ÓlafurR. Dýrmundsson (1991). Vankantar verksmiðjubúskapar. Freyr 87 (16), 218-219 og 223. 2. Ólafur R. Dýrmundsson (1993), Freyr 2/2002 - 23 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.