Freyr - 01.03.2002, Side 35
lagði bærinn til án endurgjalds.
Stöðin fékk því til umráða 14
dagsláttur eða tæplega 4,5 ha og
mun það hafa verið land hennar
allan tímann.
Störfin í Gróðrarstöðinni
Fyrsta skýrsla Einars Helga-
sonar um starfsemi Gróðrarstöðv-
arinnar birtist í Búnaðarritinu
1902. Þar lýsir hann landi stöðv-
arinnar sem hallar lftið eitt á móti
suðvestri. Ofantil er það grýtt, en
neðar hverfur grjótið og dregur
til mýrlendis sem þarfnaðist
framræslu. Eftir grjótnám og
framræslu fékkst góður gróður-
beður. Að þessum undirbúningi
var unnið sumarið 1900 og þá
þegar voru settar niður kartöflur,
19 afbrigði, og birtir hann tölur
yfir uppskeru það ár. Landið var
þó ekki girt að fullu fyrr en vorið
1902 og geymsluhús var ákveðið
að byggja 1903.
Sumarið 1901 voru hafnar til-
raunir með fóðurrófur (5 af-
brigði), rófur til manneldis, (næp-
ur og gulrófur, 11 afbrigði), gul-
rætur (ýmis afbrigði), allmörgum
grastegundum var sáð og höfrum
til fóðurs og einnig tveimur teg-
undum af lúpínum.
Ymsar tegundir trjáa voru þá
þegar gróðursettar og sömuleiðis
sólber og rifs og fleiri runnar til
skjóls og vörslu eins og segir í
skýrslunni. Eftir þetta birtir Einar
reglubundið skýrslur um starf-
semina í Búnaðarriti til og með
ársins 1917.
Það er athyglisvert hve margt
var reynt á fyrstu árunum. Sum-
arið 1902 er reynd ræktun á 22
tegundum grænmetis og fleiri en
einu afbrigði af sumum. Auk þess
voru reynd 15 afbrigði af gulróf-
um og 74 afbrigði af kartöflum.
Af fóðurjurtum voru reynd 13 af-
brigði, þ.e. af fóðurrófum, næp-
um, sinnepi og fóðurbeðum (fóð-
ursykurrófum). Sáð var 16 gras-
Búnaðarfélagshúsið við Lækjargötu
tegundum til reynslu og auk þess
smára, flækjum, lúpínum og
skurfu, nokkrar tegundir og af-
brigði af sumum. Komrækt var
reynd, bæði bygg þrjú afbrigði og
hafrar vom reyndir, bæði til
þroskunar og grænfóðurs. Svipað
var þetta næstu árin. Aburðartil-
raunir með tilbúinn áburð voru
j fyrst gerðar á stöðinni 1904 (fos-
fór og kalíáburður) og þá einnig
hjá 17 bændum á hennar vegum.
En notkun hans hafði þónokkuð
verið reynd áður, einkum á rófur.
Þetta ár er einnig reynt að sá
grasfræblöndum og er mælt með
því fremur en að sá einstökum
tegundum.
Garðyrkjunámskeið vom hald-
in á stöðinni, fyrst 1902 og síðan
| árlega, allt til er garðyrkjutilraun-
ir voru fluttar að Laugarvatni
j 1932. Nemar voru mismargir frá
ári til árs en nokkuð á annan tug
j þegar best lét (flestir 16).
Sumarið 1905 var hafinn undir-
búningur að gerð „gróðrarsýnis-
staða” fyrir sáðsléttur á stöðum,
| sem vel vom í sveit settir, „þar
sem fjölfarið var” og trú var á
góðum ræktunarmönnum. For-
í Reykjavík, reistárið 1905.
ræktað var í tvö ár, með byggi
eða höfmm fyrra árið og síðara
með rófum og síðan sáð grasfræi.
Staðirnir voru: Hvanneyri,
Sauðafell, Britingaholt, við Þjórs-
árbrú og Utskálar. Sagt er lítil-
lega frá þessum stöðvum næstu
árin og í skýrslu frá 1910 er talað
um þrjár „útstöðvar” sem þá em í
Deildartungu, á Selfossi og Efra-
Hvoli í Hvolhreppi. „Dreifðar
jarðræktartilraunir”, eins og
menn hafa nefnt þetta á síðari
tímum, eiga sér því langa sögu.
I skýrslu sinni um árið 1907
lýsir Einar Helgason nokkuð
stöðinni og víkur að fræðslugildi
hennar:
„Gróðrarstöðin er nú orðin all-
álitlegur blettur þegar hún er í
blóma sínum um sumartímann.
Mikill hluti landsins er nú kom-
inn í góða rækt, og nú er búið að
byggja allstóra vermireiti, flatar-
mál þeirra er 75 ferálnir. Nú em
orðin betri tök á að koma þar við
fjölbreyttri jarðrækt, en áður hefir
verið. Plöntuvinir þeir, sem skoða
stöðina á sumrin, fara nú síður
þangað árangurslausa ferð en áð-
ur. Reyndar hefir hún ekki verið
Freyr 2/2002 - 35 |