Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Page 7

Skátablaðið - 01.12.1967, Page 7
Curie hjónin unnu markvisst að áhugamálum sínum meðan bæði lifðu. hjónin Nobelsverðlaun í eðlisfræði árið 1903, ásamt Antoine Henri Becquerel, sem fyrstur fann geisla- virknina. Þar með má segja, að samstarfi þeirra hjóna Ijúki. Pierre Curie varð fyrir vagni á götu í París og lézt af sárum. En frú Curie hélt áfram vinnu sinni. Síðar naut hún aðstoðar dótt- ur sinnar, Irene. 1911 hlaut hún Nóbelsverðlaun í efnafræði. Hún lézt árið 1934 af völdum meinsemda, sem ógætni í meðföum geislavirkra efna olli. í þá daga var þessi hætta ókunn og urðu margir vísindamenn fyrir barðinu á því. Þess má geta, að María Curie var íyrst kvenna iil hljóta prófessorsstöðu í frönskum há- skóla (1906). Dóttir hennar, Irene, varð í raun arftaki hennar og hlaut hún ásamt manni sínum, Frederick Joliot, Nóbelsverðlaun 1935. Framlag pólsku stúlkunnar til vísindanna er eitt hið mesta, sem nokkur hefur í té látið. Einkum eru það læknavísindin, sem notið hafa góðs af uppgötvun Curie fjölskyld- unnar. Geislarnir, sem voru valdið að dauða Maríu Curie, hafa bjargað milljónum mannslífa. SKATABLAÐIÐ 103

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.