Skátablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 10
til neinnar gleði. Ef þið viljið, þá
björgum við Carlo okkur sjálfir. Mat-
inn fáið þið, þegar hann er tilbúinn."
Jakob beit enn vastar á vörina.
Hann fann að hann stokkroðnaði.
En Mikaela kom honum iil biargar.
„Þér verðið að afsaka,“ sagði hún
við hirðinn. „Það er bara vegna kuld-
ans og stormsins, að bróðir minn er
svona önugur, hann vær alltaf kvalir
í eyrun í svona veðri. Síðan hvæsti
hún á dösku til Jakobs. „Svona
reyndu nú að bæta úr þessu sjálfur.
Við erum nú einu sinni gestir hans
og hann er neyddur til að gefa okkur
að borða. Hagaðu þér nú eins og
maður.“
Mikaela gekk yfir að eldstæðinu,
en Jakob neri sér aftur að gluggan-
um og starði út. Hann hataði Mika-
elu, snjóinn, Ítalíu og hirðinn, pabba
sinn og mömmu og einnig sjálfan
sig.
Hvers vegna gat maður verið svo
leiðinlegur, að maður fann það sjálf-
ur? Þegar maður svo fann það,
varð maður ennþá verri, bara af
vonzku út af því að vita það.
Allt var rangsnúið, ekkert gekk
sem skyldi. Það var ekki lengur neitt
sérstakt, merkilegt eða skemm'.ilegt í
sambandi við það, að pabbi var hér
alltaf heima og vann þar. Maður var
næstum farinn að þrá að vera í ein-
rúmi með mömmu.
Pabbi og mamma voru auðvitað
ánægð yfir að vara ein heima, því
þá losnuðu þau við jólaumstangið.
Annars tíndi mamma alltaf til beztu
orðin, orð.sem ollu því, að maður
var ekki vondur lengur.
Hérna var hann á sjálft jólakvöldið,
án gjafa og jólatrés og gat sjálfum
sér um kennt. Það eitt var næg
ástæða til að gera mann fokvondan
án þess að einhver legði orð í belg.
„Þetta get ég vel gert sjálfur,“ heyrði
hann Carlo segja, þar sem hann stóð
við eldinn.
Jakob vissi ekki hvert umræðu-
efnið var. En setningin vór íram og
aftur í huga hans með sívaxandi
hraða.
Mikaela var heilu ári yngri en
hann og þar að auki stelpa. Hún gat
haft heimil á sér, þótt reið væri, og
jafnvel varið hann. Allt, því henni
fannst hirðirinn ekki ætti að hugsa
um dösk börn, sem óþægilega jóla-
gesti. Og svo var það Carlo.
„Ég tel upp að fimmtíu. Mjög
hægt,“ sagði Jakob við sjálfan sig.
„Ég verð að bæla niður reiðina."
Þegar hann hafði talið upp að þrjá-
tíu og fimm, nennti hann því ekki
lengur. Hin voru varin að hlægja og
hafa hátt, það var ííflalegt að vera
í vondu skapi, einungis til að ergja
sjálfan sig.
„Sjáðu Jakob, komdu hingað,"
sagði Carlo. Og þegar hann nálgað-
ist þau, sá hann hvað hirðirinn hafði
búið til.
Carlo var ekki lengur þungbúinn
á svip. Hirðirinn var líka vingjarnleg-
ur og brosti.
„Sko, við erum að búa iil jötu,
— jólajötu," útskýrði Mikaela. „Ces-
are er mjög laginn við að skera út.
Verst er, að við skulum ekki hafa
liti til að mála með dýr og menn.“
„Til hvers eru jurtalitirnir, sem
við ætluðum að nota á marzipanið,
nema til að lita dýrin," sagði Jakob.
Hirðirinn var mjög snjall tréskurð-
armaður. Hann gerði mynd af Maríu
og Jósef, og Jesúbarninu, dýrunum
og fjárhirðunum. Nú máluðu þau af
kappi.
Hvað gátu þau nú no’að v'yrir íjár-
hús. Mikaela hreinsaði fil á öðrum
borðsendanum, og setti þar allt, sem
þau höfðu haft meðferðis.
Lítil askja, sem hirðirinn átti, varð
prýðilegt snjóhús, þegar dálítið af
bómull var sett ofan á hana. Cesare
106
SKATABLAÐIÐ