Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Side 21

Skátablaðið - 01.12.1967, Side 21
aðra starfsemi iil viðbótar, — reyn- um við að fylgjast með tímanum, án þess þó að missa okkar séreinkenni? Við skulum einnig taka til athug- unar, að flestir núverandi skátafor- ingjar eru ungir að árum og reynslu, sumir eru í námi, aðrir að koma sér upp heimili, og hvorttveggja er bæði dýrt og tímafrekt. Og nú vil ég leggja spurningu fyr- ir okkur öll: Nýtum við alla þá mögu- leika, sem fyrir hendi eru? Förum við út fyrir okkar hring til að fá hjálp og aðstoð í einhverri mynd? Eða sitjum við sem fastast í flokkshorninu okkar og hnýtum okkar hnúta? Getum við innleitt í okkar starf eitthvað, sem ekki beinlínis er tekið fram í prófunum, en þó gagnlegt og skemmtilegt. Mín skoðun er sú, að við eigum að fylgjast með tímanum — að vissu marki þó — missa aldrei sjónar á skátaheitinu og skátalögun- um — vera víðsýni og framsýni, og fundvís á verkefni. Mér hefur oft dottið f hug, t. d. með Reykjavíkurskáta, hvort þeir gætu ekki nýtt betur sambandið við Æskulýðsráð Reykjavíkur, heldur en Þeir hafa gert. Geta ekki foringjar hagnýtt sér ýmiss námskeið á vegum Æ. R., svo að þeir verði ennþá íær- ari um að kenna skátum sínum eitt- hvað nýtt. Ég vil ekki á nokkurn hátt, að menn skilji orð mín svo, að foringjar eigi ekki að sækja íoringjanámskeið á vegum B. í. S. og félags síns eftir sem áður. Foringjanámskeið skát- anna eru nauðsynleg, að enginn for- ingi ætti að láta sig vanta þar. En gæti það ekki hugazt, að æsku- lýðsráð myndi get hlaupið undir bagga, ef foringjar eða skátar þeirra í flokk eða sveit, þyrftu á námskeiði a3 halda, eða þó ekki væru nema smáleiðbeiningar um eitt eða ann- að, sem skátarnir hefðu áhuga á að kynnast eða læra. Æskulýðsráð er jafnan íil íaks, ef einstaklingar, félög eða hópar æsku- fólks þarfnast fyrirgreiðslu. Eitt af aðalverkefnunum er að styðja frjálst æskulýðsstarf sem þegar er íyrir hendi, þó að öðru leyti verði að sinna þeim unglingum, sem hvergi vilja binda sig í æskulýðsstarfi, en reika um og vita ekki hvað þau vilja. í húsakynnum æskulýðsráðs að Fríkirkjuvegi 11 eru nú 3 dróttskáta- sveitir, er hafa hreiðrað um sig á þakhæð hússins, og virðist íara vel um þær. St. Georgs Gildið hefur einnig fastan fundarstað að Fríkirkju- vegi 11. Því ekki að athuga þann möguleika, að æskulýðsráð gæfi veitt aðstoð, ef þess er óskað. Væri ef til vill möguleiki á að íá föndurnám- skeið fyrir Ljósálfa- og Ylfingafor- ingja, svo eitthvað sé nefnt. Ég vil ekki fara frekar inn á það, hvað gæti komið íil greina, en eftir 5 ára starf hjá Æskulýðsráði Reykja- víkur, er ég viss um, að starfandi æskulýðsfélög gera sér ekki íyllilega Ijóst, að þarna er virkilega aðili, sem hægt er að leita til með ýmislegt, og þá einum það, sem félögin ekki beint hafa á stefnuskrá sinni, eða hafa ekki bolmagn til að leysa. Ég slæ svo botninn í þetta rabb mitt, en vil minna á, að við skátar megum ekki einangra okkur um of. Minnumst þess, að við erum einn aðilinn í þjóðfélagsheildinni, en leggjum áherzlu á að vera SKÁTAR þjóðfélagsins. SKATABLAÐIÐ 117

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.