Skátablaðið - 01.12.1967, Page 30
í Ameríku bjó fyrir mörgum árum heimsþekktur maður. Þegar
þú lest þessa frásögn og hugsar um allt, sem hann áorkaði,
þá furðar þig ekki á því, hversu mikið hann ætíð hafði að
gera. Þú munt skilja, að höfuðástæðan fyrir því, hversu langt
hann náði, var, að hann kunni að nota tímann.
Þessi frægi maður kvæntist svo einn góðan veðurdag og
mörgum árum seinna sat hann í djúpum hægindastól og um-
hverfis hann sátu barnabörn hans. Þau gerðu sér engar
grillur út af frægð hans, en hrópuðu öll í kór: „Afi, segðu
okkursögu!“
Nú er ekki gott að segja, hvort það var því að kenna, að jólin
náiguðust óðum, eða bara af því, að börnin báðu vel, en allt
um það, þá hallaði þessi frægi afi sér afturábak í stólinn sinn
og sagði þeim þessa sögu:
Eftirminnileg
126
SKATABLAÐIÐ