Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Page 31

Skátablaðið - 01.12.1967, Page 31
asta jólakvöldið g ætla að segja ykkur frá eftirminnilegasta jólakvöldi, sem ég hef lifað. Þetta gerðist, þegar ég var mjög ungur. Ég hafði einmitt nýlokið námi í símritun og hafði unnið á mörgum stöðum, en aðeins í stuttan tíma á hverjum stað áður en ég var rekinn. Ég var ekki rekinn vegna kunnáttu- leysis, heidur vegna þess, að ég eyddi tímanum við eðlis- og efna- fræðilegar tilraunir. Þess vegna kom ég stundum allt of seint til vinnu minnar. Einnig kom það fyrir, jaín- vel meðan ég sat við símritunartæk- in, að ég fékk hugmynd, sem fékk mig til að gleyma stað og stund — þar til einhver kallaði hastarlega inn í eyrað á mér: „Svona, haltu áfram!“ Jólakvöldið 1867 stóð ég á þjóð- veginum, enn einu sinni rekinn af sömu ástæðum og áður. Ég hafði haft vinnu á lítilli brautar- stöð langt uppi í sveit. Á þessum tím- um var bezt að fá vinnu við járn- brautarstöðvarnar. Því hélt ég til næstu stöðvar og ætlaði að spyrjast fyrir um vinnu þar. Stytzta leiðin lá eftir járnbrautar- sporinu, og því fór ég hana. Reyndar var ég ekkert leiður yfir að hafa verið rekinn úr vinnunni. Ég hugsaði einungis um tilraunirnar, og vann enn að þeim, meðan ég þramm- aði áfram eftir sporinu. Kvöldið var kyrrlátt, og þegar ég hafði gengið i nokkrar klukkustundir, tók að rigna. Ekki leið á löngu, unz ég var orðinn gegnvotur, þvi ekki hafði ég efni á að kaupa mér frakka eða hatt. Ég hélt áfram á enn eina klukku- stund, en þá var mér Ijóst, að þetta kvöldið myndi ég ekki ná til neinnar brautarstöðvar. Þess vegna ákvað ég að finna mér einhvern gististað. Skyndilega tók ég eftir dökkri þúst framundan. Þegar betur var að gáð, var þetta stór bygging. Hún var auð- sjáanlega eign járnbrautarfélagsins og inn í hana lágu brautarspor. Þetta var eimvagnageymsla. Dyrnar voru mjög vel læstar, en gluggi var opinn og þar fór ég inn. Það var niðamyrkur inni. Ég beið nokkra stund grafkyrr til þess að rannsaka hvort nokkurt hljóð heyrð- ist, sem bent gæti til annarra manna- ferða en minna. Allt var kyrrt, aðeins hávaðinn í regninu, er það buldi á byggingunni, rauf kyrrðina. Ég kveikti á eldspýtu. Það var eim- vagn þarna inni. Á svipstundu gleymdi ég svefni, hungri og kulda. Tækifærið til þess að skoða eim- vagn var komið, og ég notfærði mér það svo sannarlega. Ég hafði lesið töluvert um eimvagna og járnbrautar- lestir og þóttist vita allmikið um þær. Ég fann lukt og kveikti á henni, albúinn að halda hátíðlegt einmana- legasta og eftirminnilegasta jóla- kvöld ævi minnar. j kyndiklefanum var allt tilbúið til brottfarar næsta morgun. Mér var nú mjög kalt svo ég kveikti upp. Opnaði fyrir loftstrauminn og fyrr en varði blossaði lítill, glaðlegur eldur upp undir katlinum og reykurinn streymdi út um reykháfinn. Meðan ég rannsakaði mæla og tæki ásamt fjölda handfanga varð svo heitt, að ég gat hengt blaut íötin til þerris. Ég gleymdi því gersamlega að ég var svangur, meðan ég endur- tók með sjálfum mér allt, sem ég vissi um eimvagna. „Ef ég tek í þessa stöng, þá mun gufan írá katlinum íara um rörin inn í strokkinn og bullan mun lyftast. Siðan mun vagninn renna af stað.“ Og svo sannarlega gerði hann það. SKATABLAÐIÐ 127

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.