Skátablaðið - 01.12.1967, Side 38
J’riður á jörðu, er sá óskadraumur,
sem menn oft dreymir um jólin.
Allir mannflokkar, hvernig, sem ann-
ars hörund þeirra er litt, og allar
þjóðir sameinast í þeirri von, að end-
ir verði þundinn á allan ófrið í okk-
ar heimi.
Af hverju hefur annars ekki alltaf
ríkt friður á jörðu? Svarið íærðu í
eftirfarandi sögu.
☆
Þótt allar lifandi verur séu upptald-
ar, finnst engin jafn grimm og blóð-
þyrst, hötuð og fyrirlitin, eins og
úlfurinn. Enginn vill vera vinur hans,
enginn vill treysta honum. í augum
allra dýra er hann erki-fjandinn, sem
ætíði svíkur, og mun ætíði vera út-
lægur.
Þegar guðirnir skópu jörðina, svo
menn gætu búið á henni, íóru þeir
til allra lifandi vera og spurðu: Hvar
viltu helzt vera?
Og hvar vilt þú helzt vera?
Nokkrir svöruðu, að þeir vildu
helzt fljúga uppi við himininn, við
viljum synda í loftinu, sem fiskarnir
í vatninu.
,,Jahá,“ svöruðu guðirnir, við skul-
um gera þá að íuglum, all konar
fuglum, sumir verða stórir vuglar,
aðrir litlir fuglar."
Aðrir sögðu: ,,Við viljum helzt búa
i vatninu. Við viljum synda og vera
hreinir og þokkalegir. Við viljum
hafa vængi svo við getum flogið í
vatninu, eins og vuglarnir íljúga í
loftinu."
,,Þá það,“ svöruðu guðirnir, „við
skulum gefa þeim vængi, litla vængi,
sem þeir geta stjórnað með för sinni
um djúpin. Við látum suma vera
stóra fiska og aðra litla fiska. í vötn-
unum skulu þeir búa og það um allan
aldur.
Enn aðrir sögðu: „Við viljum
gjarnan lifa á jörðinni og fara um
fagra skóga og djúpa dali. Við vilj-
um ferðast um jörðina.“ Guðirnir
gerðu þá að dýrum. Alls konar dýr-
um, stórum og smáum. Jörðin skal
vera þeirra heimkynni allra saman,
þeirra, sem þúa í lofti, á láði og á
legi.
En það voru nokkrir eftir. Þeir
sögðu við guðina: „Við viljum líkjast
ykkur, öðlast útlit ykkar." Þá urðu
guðirnir glaðir og hrifnir og sköpuðu
mennina. „Mennirnir skulu vera gáf-
aðri en aðrir, og því skulu mennirnir
ráða yfir hinum dýrunum."
Þannig gátu allar lifandi verur val-
ið, hvernig útliti þeirra skyldi háttað
Þess vegna ríkir
ei friður á jörðu
Fornt ævintýri
HANN
sat fyrir smærri dýrum
og enginn var óhultur fyrir honum.
134
SKATABLAÐIÐ